„Maður heyrir nánast peningastefnunefndina andvarpa af létti“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 5. október 2022 19:00 Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri segir að hækkun stýrivaxta sé líklega lokið í bili. En sendir boltann til ríkis og vinnumarkaðar. Jón Gunnar Bentsson aðahagfræðingur Íslandsbanka telur peningastefnunefnd SÍ andvarpa af létti yfir að verð á húsnæði sé á niðurleið. Vísir/Vilhelm Greiðslubyrði margra fasteignalána hefur næstum tvöfaldast síðan Seðlabankinn hóf að hækka stýrivexti í maí í fyrra. Bankinn hækkaði stýrivexti í níunda skipti á tímabilinu í morgun. Seðlabankastjóri vonar að þetta sé síðasta hækkunin, nú þurfi aðrir að taka við boltanum Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað í morgun að hækka vexti bankans um 0,25 prósentustig. Frá því Seðlabankinn hóf vaxtahækkunartímabil sitt í maí í fyrra hafa meginvextir hækkað um fimm prósentur. Stýrivaxtahækkanir Seðlabankans síðustu fimmtán mánuði.Vísir Fjölskylda með með óverðtryggt fjörutíu og þriggja milljón króna íbúðalán á breytilegum vöxtum greiður nú hundrað og tíu þúsund krónur meira á mánuði fyrir lánið en þegar stýrivextir voru sem lægstir. Á ársgrundvelli gæti munurinn verið um ein komma þrjár milljónir króna. Afborganir á óverðtryggðum fasteignalánum með breytilegum vöxtum hafa hækkað gríðarlega síðustu mánuði.Vísir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri vonar að þetta sé síðasta hækkunin í bili. „Verðbólgan er enn þá nokkuð há eða yfir níu prósentum og því hækkuðum við nú vextina um 0,25 prósentustig en vonandi er þetta síðasta hækkun bankans í þessum hækkunarfasa,“ segir Ásgeir. Verðbólga hefur verið drifin áfram af hækkunum á húsnæðisverði en vísbendingar eru um verðhjöðnun á því. „Ég held að húsnæðismarkaðurinn sé að leita í meira jafnvægi,“ segir hann. Jón Gunnar Bentsson hagfræðingur Íslandsbanka tekur undir það. „Við sjáum skýr merki um það að það er viðsnúningur á íbúðamarkaði. Verðið nánast stöðvaðist um mitt sumar. Maður heyrir nánast peningastefnunefndina andvarpa af létti yfir þessari þróun sem hefur orðið á íbúðamarkaði. Hún er mjög kærkomin og mikilvæg staðfesting á því hversu stýrivaxtaákvarðanir bankans eru farnar að virka miklu betur en þær gerðu hér áður fyrr,“ segir hann. Sendi ríkisstjórn og vinnumarkaði tóninn Ásgeir sendir ríkisstjórn og vinnumarkaði tóninn á fundinum. „Ætlar vinnumarkaðurinn, ríkisstjórnin og atvinnulífið að taka við boltanum? Mögulega ef það gengur eftir þá þurfum við ekki að beita vaxtatækinu meir,“ sagði Ásgeir. Ásgeir segir framhaldið ráðast af því að verðbólgu sé haldið niðri. „Það skiptir gríðarlega miklu máli að þessir aðilar vinni með okkur. Þetta verður að vera að einhverju leyti þjóðarátak,“ segir hann. Aðspurður um hvað efnahagslífið þoli miklar launahækkanir í komandi kjarasamningum áður en verðbólga fari á skrið svarar Ásgeir: „Vinnumarkaðurinn hefur sína eigin hagfræðinga og ætti alveg að geta reiknað þetta út svona nokkur veginn.“ Fjármál heimilisins Seðlabankinn Íslenskir bankar Efnahagsmál Tengdar fréttir Ásgeir: Mögulega toppi náð í vaxtahækkunum „Mögulega erum við komin á toppinn í þessu vaxtahækkunarferli.“ Þetta sagði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri á fundi í morgun þegar stýrivaxtaákvörðun var kynnt. „Mögulega, ef allt gengur eftir, erum við búin að gera nóg.“ 5. október 2022 12:34 Tíðar tásumyndir frá Tene vísbending um kröftuga einkaneyslu Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir að kröftugt viðbrögð í einkaneyslu á fyrri helmingi ársins þurfi ekki að koma á óvart. Tíðar tásumyndir frá Tenerife á Kanaríeyjum hafi verið merki um að heimili landsins hafi verið að nýta sér uppsafnaðan sparnað sem safnaðist í kórónuveirufaraldrinum. 5. október 2022 12:00 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Fleiri fréttir „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Bein útsending: Logi kynnir aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað í morgun að hækka vexti bankans um 0,25 prósentustig. Frá því Seðlabankinn hóf vaxtahækkunartímabil sitt í maí í fyrra hafa meginvextir hækkað um fimm prósentur. Stýrivaxtahækkanir Seðlabankans síðustu fimmtán mánuði.Vísir Fjölskylda með með óverðtryggt fjörutíu og þriggja milljón króna íbúðalán á breytilegum vöxtum greiður nú hundrað og tíu þúsund krónur meira á mánuði fyrir lánið en þegar stýrivextir voru sem lægstir. Á ársgrundvelli gæti munurinn verið um ein komma þrjár milljónir króna. Afborganir á óverðtryggðum fasteignalánum með breytilegum vöxtum hafa hækkað gríðarlega síðustu mánuði.Vísir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri vonar að þetta sé síðasta hækkunin í bili. „Verðbólgan er enn þá nokkuð há eða yfir níu prósentum og því hækkuðum við nú vextina um 0,25 prósentustig en vonandi er þetta síðasta hækkun bankans í þessum hækkunarfasa,“ segir Ásgeir. Verðbólga hefur verið drifin áfram af hækkunum á húsnæðisverði en vísbendingar eru um verðhjöðnun á því. „Ég held að húsnæðismarkaðurinn sé að leita í meira jafnvægi,“ segir hann. Jón Gunnar Bentsson hagfræðingur Íslandsbanka tekur undir það. „Við sjáum skýr merki um það að það er viðsnúningur á íbúðamarkaði. Verðið nánast stöðvaðist um mitt sumar. Maður heyrir nánast peningastefnunefndina andvarpa af létti yfir þessari þróun sem hefur orðið á íbúðamarkaði. Hún er mjög kærkomin og mikilvæg staðfesting á því hversu stýrivaxtaákvarðanir bankans eru farnar að virka miklu betur en þær gerðu hér áður fyrr,“ segir hann. Sendi ríkisstjórn og vinnumarkaði tóninn Ásgeir sendir ríkisstjórn og vinnumarkaði tóninn á fundinum. „Ætlar vinnumarkaðurinn, ríkisstjórnin og atvinnulífið að taka við boltanum? Mögulega ef það gengur eftir þá þurfum við ekki að beita vaxtatækinu meir,“ sagði Ásgeir. Ásgeir segir framhaldið ráðast af því að verðbólgu sé haldið niðri. „Það skiptir gríðarlega miklu máli að þessir aðilar vinni með okkur. Þetta verður að vera að einhverju leyti þjóðarátak,“ segir hann. Aðspurður um hvað efnahagslífið þoli miklar launahækkanir í komandi kjarasamningum áður en verðbólga fari á skrið svarar Ásgeir: „Vinnumarkaðurinn hefur sína eigin hagfræðinga og ætti alveg að geta reiknað þetta út svona nokkur veginn.“
Fjármál heimilisins Seðlabankinn Íslenskir bankar Efnahagsmál Tengdar fréttir Ásgeir: Mögulega toppi náð í vaxtahækkunum „Mögulega erum við komin á toppinn í þessu vaxtahækkunarferli.“ Þetta sagði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri á fundi í morgun þegar stýrivaxtaákvörðun var kynnt. „Mögulega, ef allt gengur eftir, erum við búin að gera nóg.“ 5. október 2022 12:34 Tíðar tásumyndir frá Tene vísbending um kröftuga einkaneyslu Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir að kröftugt viðbrögð í einkaneyslu á fyrri helmingi ársins þurfi ekki að koma á óvart. Tíðar tásumyndir frá Tenerife á Kanaríeyjum hafi verið merki um að heimili landsins hafi verið að nýta sér uppsafnaðan sparnað sem safnaðist í kórónuveirufaraldrinum. 5. október 2022 12:00 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Fleiri fréttir „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Bein útsending: Logi kynnir aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Sjá meira
Ásgeir: Mögulega toppi náð í vaxtahækkunum „Mögulega erum við komin á toppinn í þessu vaxtahækkunarferli.“ Þetta sagði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri á fundi í morgun þegar stýrivaxtaákvörðun var kynnt. „Mögulega, ef allt gengur eftir, erum við búin að gera nóg.“ 5. október 2022 12:34
Tíðar tásumyndir frá Tene vísbending um kröftuga einkaneyslu Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir að kröftugt viðbrögð í einkaneyslu á fyrri helmingi ársins þurfi ekki að koma á óvart. Tíðar tásumyndir frá Tenerife á Kanaríeyjum hafi verið merki um að heimili landsins hafi verið að nýta sér uppsafnaðan sparnað sem safnaðist í kórónuveirufaraldrinum. 5. október 2022 12:00