„Þetta var svakalegt“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. september 2022 22:31 Eiki Helgason skoðar skemmdirnar á Braggaparkinu hans. Vísir/Tryggvi. Ljóst er að mikið tjón varð á húsum og búnaði á Oddeyrinni á Akureyri í miklu sjávarflóði sem þar varð í gær. Rekstaraðilar á svæðinu eru þó ekki af baki dottnir, þrátt fyrir tímabundið bakslag. Atlantshafið gekk á landi á Oddeyrinni í ofsaveðrinu í gær með þeim afleiðingum að sjórinn flæddi inn í hús með tilheyrandi tjóni. Sjávarflóð er eitt af því sem fellur undir Náttúruhamfarartryggingu Íslands. Matsmenn þeirra koma til Akureyrar á morgun til að leggja mat a tjónið. Óhætt er að fullyrða að það hlaupi á tugum ef ekki hundruð milljónum króna. Glöð á meðan fólkið fær mat Nú er sjórinn á bak og burt en þeir sem eiga fyrirtæki hér þurfa að glíma við afleiðingar flóðsins. „Á svona klukkutíma varð allt orðið á floti og svona fimmtán sentimetra vatn yfir öllu. Það flæddi bara inn um allar fjórar hurðirnar,“ sagði Þórunn Ágústa Garðarsdóttir, eigandi veitingastaðarins Vitans í samtali við fréttastofu í dag. Vitinn var á floti í gær.Aðsend Þar var allt á floti í gær. Það stoppaði þó ekki eigendur staðarins í því að opna aftur í dag „Það er mikið skemmt, einhver tæki. Allar hurðir, gólfið. Það verið að skrapa gólfið hérna. Og innréttingar. Það á bara eftir að koma í ljós en að á meðan við getum gefið fólkinu mat þá erum við glöð.“ Braggaparkið á floti Í næsta nágrenni er Braggaparkið, hjólabrettavöllur Eika Helgasonar. Þar var allt á floti í gær. „Þetta var svakalegt. Fyrst ætluðum við að moka þessu út en svo föttuðum við að það var ekkert að fara að ganga. Þá tókum við það sem við gátum út og beiluðum út,“ sagði Eiki. Tjónið er töluvert en hann er ekki af baki dottinn. „Þetta er allt byggt á óvörðum spítum og krossviði. Maður var ekkert að hugsa um að verja þetta fyrir einhverju veðri hérna inni. Þannig að þetta verður einhver slatti af framkvæmdum framundan.“ Hjá Blikk- og tækniþjónustunni hleypu tjónið á tugum milljóna. Þar eru tvær vélar sem eru meginlífæð fyrirtækisins bilaðar eftir að vatn komst í rafkerfi þeirra. Mikið magn af efni er einnig ónýtt. Staðan fyrir utan Vitann í gær.Vísir/Tryggvi „Þessar plötur hér í þessum rekka þær eru faktískt séð ónýtar. Þær eru ekki góð söluvara lengur. Bara efnismagnið sem fór á kaf hérna myndi ég telja að væri á bílinu tuttugu milljónir,“ sagði Jónas Freyr Sigurbjörnsson, eigandi Blikk- og tækniþjónustunnar. Óveður 25. september 2022 Veður Akureyri Náttúruhamfarir Veitingastaðir Hjólabretti Tengdar fréttir Telja ekkert kerfi hannað til að ráða við flóðið sem skildi eftir sig mikið tjón Ljóst er að mikið tjón hefur orðið á bæði húsum og búnaði á Oddeyrinni á Akureyri í dag, þar sem sjór gekk á landi í aftakaveðri. Norðurorka segir að ekkert veitukerfi sé hannað til að ráða við aðstæður sem þessar. 25. september 2022 20:10 Íbúar í nærliggjandi götum þustu út til aðstoða Menn stóðu í ströngu á Oddeyrinni á Akureyri í dag vegna gríðarlegs vatnsflaums sem þar hafði flætt um götur og inn í hús á neðsta hluta Eyrinnar. Íbúar í nærliggjandi götum voru mættir á vettvang til að leggja opinberum starfsmönnum lið í baráttunni. 25. september 2022 18:02 Eina hjólabrettaskálin á Íslandi að verða að veruleika Eina íslenska hjólabrettaskálin verður brátt að veruleika á Akureyri. Fjármögnun hennar kom úr óvæntri átt. 26. september 2020 11:01 Nennti ekki að bíða lengur og byggði hjólabrettavöll frá grunni Það styttist óðum í að draumur brettakappans Eika Helgasonar um innanhúsaðstöðu fyrir hjólabretti á Akureyri rætist. 27. mars 2020 09:02 Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Ekkert lát á sumarveðrinu Veður Fleiri fréttir Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Sjá meira
Atlantshafið gekk á landi á Oddeyrinni í ofsaveðrinu í gær með þeim afleiðingum að sjórinn flæddi inn í hús með tilheyrandi tjóni. Sjávarflóð er eitt af því sem fellur undir Náttúruhamfarartryggingu Íslands. Matsmenn þeirra koma til Akureyrar á morgun til að leggja mat a tjónið. Óhætt er að fullyrða að það hlaupi á tugum ef ekki hundruð milljónum króna. Glöð á meðan fólkið fær mat Nú er sjórinn á bak og burt en þeir sem eiga fyrirtæki hér þurfa að glíma við afleiðingar flóðsins. „Á svona klukkutíma varð allt orðið á floti og svona fimmtán sentimetra vatn yfir öllu. Það flæddi bara inn um allar fjórar hurðirnar,“ sagði Þórunn Ágústa Garðarsdóttir, eigandi veitingastaðarins Vitans í samtali við fréttastofu í dag. Vitinn var á floti í gær.Aðsend Þar var allt á floti í gær. Það stoppaði þó ekki eigendur staðarins í því að opna aftur í dag „Það er mikið skemmt, einhver tæki. Allar hurðir, gólfið. Það verið að skrapa gólfið hérna. Og innréttingar. Það á bara eftir að koma í ljós en að á meðan við getum gefið fólkinu mat þá erum við glöð.“ Braggaparkið á floti Í næsta nágrenni er Braggaparkið, hjólabrettavöllur Eika Helgasonar. Þar var allt á floti í gær. „Þetta var svakalegt. Fyrst ætluðum við að moka þessu út en svo föttuðum við að það var ekkert að fara að ganga. Þá tókum við það sem við gátum út og beiluðum út,“ sagði Eiki. Tjónið er töluvert en hann er ekki af baki dottinn. „Þetta er allt byggt á óvörðum spítum og krossviði. Maður var ekkert að hugsa um að verja þetta fyrir einhverju veðri hérna inni. Þannig að þetta verður einhver slatti af framkvæmdum framundan.“ Hjá Blikk- og tækniþjónustunni hleypu tjónið á tugum milljóna. Þar eru tvær vélar sem eru meginlífæð fyrirtækisins bilaðar eftir að vatn komst í rafkerfi þeirra. Mikið magn af efni er einnig ónýtt. Staðan fyrir utan Vitann í gær.Vísir/Tryggvi „Þessar plötur hér í þessum rekka þær eru faktískt séð ónýtar. Þær eru ekki góð söluvara lengur. Bara efnismagnið sem fór á kaf hérna myndi ég telja að væri á bílinu tuttugu milljónir,“ sagði Jónas Freyr Sigurbjörnsson, eigandi Blikk- og tækniþjónustunnar.
Óveður 25. september 2022 Veður Akureyri Náttúruhamfarir Veitingastaðir Hjólabretti Tengdar fréttir Telja ekkert kerfi hannað til að ráða við flóðið sem skildi eftir sig mikið tjón Ljóst er að mikið tjón hefur orðið á bæði húsum og búnaði á Oddeyrinni á Akureyri í dag, þar sem sjór gekk á landi í aftakaveðri. Norðurorka segir að ekkert veitukerfi sé hannað til að ráða við aðstæður sem þessar. 25. september 2022 20:10 Íbúar í nærliggjandi götum þustu út til aðstoða Menn stóðu í ströngu á Oddeyrinni á Akureyri í dag vegna gríðarlegs vatnsflaums sem þar hafði flætt um götur og inn í hús á neðsta hluta Eyrinnar. Íbúar í nærliggjandi götum voru mættir á vettvang til að leggja opinberum starfsmönnum lið í baráttunni. 25. september 2022 18:02 Eina hjólabrettaskálin á Íslandi að verða að veruleika Eina íslenska hjólabrettaskálin verður brátt að veruleika á Akureyri. Fjármögnun hennar kom úr óvæntri átt. 26. september 2020 11:01 Nennti ekki að bíða lengur og byggði hjólabrettavöll frá grunni Það styttist óðum í að draumur brettakappans Eika Helgasonar um innanhúsaðstöðu fyrir hjólabretti á Akureyri rætist. 27. mars 2020 09:02 Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Ekkert lát á sumarveðrinu Veður Fleiri fréttir Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Sjá meira
Telja ekkert kerfi hannað til að ráða við flóðið sem skildi eftir sig mikið tjón Ljóst er að mikið tjón hefur orðið á bæði húsum og búnaði á Oddeyrinni á Akureyri í dag, þar sem sjór gekk á landi í aftakaveðri. Norðurorka segir að ekkert veitukerfi sé hannað til að ráða við aðstæður sem þessar. 25. september 2022 20:10
Íbúar í nærliggjandi götum þustu út til aðstoða Menn stóðu í ströngu á Oddeyrinni á Akureyri í dag vegna gríðarlegs vatnsflaums sem þar hafði flætt um götur og inn í hús á neðsta hluta Eyrinnar. Íbúar í nærliggjandi götum voru mættir á vettvang til að leggja opinberum starfsmönnum lið í baráttunni. 25. september 2022 18:02
Eina hjólabrettaskálin á Íslandi að verða að veruleika Eina íslenska hjólabrettaskálin verður brátt að veruleika á Akureyri. Fjármögnun hennar kom úr óvæntri átt. 26. september 2020 11:01
Nennti ekki að bíða lengur og byggði hjólabrettavöll frá grunni Það styttist óðum í að draumur brettakappans Eika Helgasonar um innanhúsaðstöðu fyrir hjólabretti á Akureyri rætist. 27. mars 2020 09:02