Víkingar mest með boltann | ÍBV með flestar langar sendingar og brot Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. september 2022 14:02 Eiður Aron Sigurbjörnsson og félagar hafa verið duglegir að brjóta af sér í sumar. Vísir/Diego Líkt og undanfarin ár heldur WyScout utan um alla tölfræði tengda Bestu deildar karla og kvenna í fótbolta. Þegar tölfræði Bestu deildar karla er skoðuð eru nokkrir hlutir sem koma á óvart, til að mynda að Breiðablik sé með næstflestar langar sendingar í deildinni og að Stjarnan sé aðeins með fjórða lægsta meðalaldurinn. Hefðbundinni deildarkeppni Bestu deildar karla lauk á laugardag með sex leikjum. Breiðablik jók forskot sitt á toppnum á meðan sigur Leiknis Reykjavíkur lyfti þeim upp úr fallsæti. Ef mótið væri með hefðbundnu sniði þá væri Breiðablik löngu orðið Íslandsmeistari á meðan FH og ÍA væru fallin niður í Lengjudeildina. Það eru hins vegar fimm umferðir eftir og að þeim loknum verður loks ljóst hvaða lið stendur uppi sem sigurvegari, hvaða lið fara í Evrópu og hvaða lið falla. Á vef WyScout má finna ýmsa tölfræði, sumar áhugaverðari en aðra. Víkingur, markahæsta lið deildarinnar með 58 mörk - þremur meira en topplið Breiðabliks, var aðeins með 42 í xG eða vænt mörk. Það þýðir að færin sem Víkingar hafa skapað sér ættu öllu jafna að leiða til 42 marka. Erlingur Agnarsson er markahæstur Víkinga með sjö mörk.Vísir/Hulda Margrét Að liðið hafi skorað 58 þýðir annað hvort að markverðir deildarinnar hafi nær alltaf átt slakan dag gegn Víkingum eða að leikmenn liðsins hafi reimað á sig markaskóna leik eftir leik. Þá virðist sem Skagamenn hafi fengið alltof mörg mörk á sig. Alls fékk liðið á sig 53 mörk í leikjunum 22 en xG mótherja liðsins var aðeins upp á 43.5 mörk. Árni Marinó Einarsson hefur staðið milli stanganna í sjö af 22 leikjum ÍA í sumar. Hann er fæddur árið 2002.Vísir/Diego ÍA var með yngsta meðalaldur deildarinnar eða 24.1 ár. Stjarnan, sem hefur fengið mikið hrós fyrir fjölda ungra leikmanna í leikmannahópi sínum, var með meðalaldur upp á 25.7 ár. Íslandsmeistarar Víkings hélt boltanum hvað best í hinni hefðbundnu deildarkeppni. Var liðið með boltann 59.7 prósent að meðaltali í leik. Þar á eftir er topplið Breiðabliks með 57.6 prósent og svo FH með 54.6 prósent en Hafnfirðingar eru skera sig úr þar sem Breiðablik og Víkingur eru efstu tvö lið deildarinnar á meðan FH er í fallsæti. FH-ingar elska að vera með boltann og senda á milli. Það hefur þó ekki gefið þeim mörg stig í sumar.Vísir/Hulda Margrét Liðin sem voru hvað mest með boltann eru einnig þau lið sem hafa átt flestar sendingar. Alls gáfu Víkingar 10.856 sendingar, Blikar gáfu 10.104 og FH-ingar gáfu 9823. ÍBV var hins vegar það lið sem gaf flestar langar sendingar eða 1308 talsins á meðan Breiðablik er nokkuð óvænt í öðru sæti þess lista með 1267 langar sendingar. Eyjamenn voru einnig á toppnum yfir flest brot í deildinni en alls var 311 flautað á lærisveina Hermanns Hreiðarssonar. Þar á eftir koma KR (306) og Keflavík (301). Athygli vekur þó að ÍBV er ekki meðal fimm efstu liða þegar kemr að gulum spjöldum. Keflavík toppar þann lista með 72 slík á meðan Valsmenn nældu í 65 gul spjöld í sumar og KR-ingar 60 stykki. Eyjamenn nældu sér þó í fjögur rauð spjöld, flest allra í deildinni. Theodór Elmar Bjarnason gefur eina af 600 fyrirgjöfum KR í sumar.Vísir/Hulda Margrét Þá var ekkert lið nálægt KR þegar kom að því að gefa boltann fyrir markið. Lærisveinar Rúnars Kristinssonar hafa alls gefið 600 fyrirgjafir í sumar. FH er næst með 467 fyrirgjafir og KA þar á eftir með 461 fyrirgjöf. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Sjá meira
Hefðbundinni deildarkeppni Bestu deildar karla lauk á laugardag með sex leikjum. Breiðablik jók forskot sitt á toppnum á meðan sigur Leiknis Reykjavíkur lyfti þeim upp úr fallsæti. Ef mótið væri með hefðbundnu sniði þá væri Breiðablik löngu orðið Íslandsmeistari á meðan FH og ÍA væru fallin niður í Lengjudeildina. Það eru hins vegar fimm umferðir eftir og að þeim loknum verður loks ljóst hvaða lið stendur uppi sem sigurvegari, hvaða lið fara í Evrópu og hvaða lið falla. Á vef WyScout má finna ýmsa tölfræði, sumar áhugaverðari en aðra. Víkingur, markahæsta lið deildarinnar með 58 mörk - þremur meira en topplið Breiðabliks, var aðeins með 42 í xG eða vænt mörk. Það þýðir að færin sem Víkingar hafa skapað sér ættu öllu jafna að leiða til 42 marka. Erlingur Agnarsson er markahæstur Víkinga með sjö mörk.Vísir/Hulda Margrét Að liðið hafi skorað 58 þýðir annað hvort að markverðir deildarinnar hafi nær alltaf átt slakan dag gegn Víkingum eða að leikmenn liðsins hafi reimað á sig markaskóna leik eftir leik. Þá virðist sem Skagamenn hafi fengið alltof mörg mörk á sig. Alls fékk liðið á sig 53 mörk í leikjunum 22 en xG mótherja liðsins var aðeins upp á 43.5 mörk. Árni Marinó Einarsson hefur staðið milli stanganna í sjö af 22 leikjum ÍA í sumar. Hann er fæddur árið 2002.Vísir/Diego ÍA var með yngsta meðalaldur deildarinnar eða 24.1 ár. Stjarnan, sem hefur fengið mikið hrós fyrir fjölda ungra leikmanna í leikmannahópi sínum, var með meðalaldur upp á 25.7 ár. Íslandsmeistarar Víkings hélt boltanum hvað best í hinni hefðbundnu deildarkeppni. Var liðið með boltann 59.7 prósent að meðaltali í leik. Þar á eftir er topplið Breiðabliks með 57.6 prósent og svo FH með 54.6 prósent en Hafnfirðingar eru skera sig úr þar sem Breiðablik og Víkingur eru efstu tvö lið deildarinnar á meðan FH er í fallsæti. FH-ingar elska að vera með boltann og senda á milli. Það hefur þó ekki gefið þeim mörg stig í sumar.Vísir/Hulda Margrét Liðin sem voru hvað mest með boltann eru einnig þau lið sem hafa átt flestar sendingar. Alls gáfu Víkingar 10.856 sendingar, Blikar gáfu 10.104 og FH-ingar gáfu 9823. ÍBV var hins vegar það lið sem gaf flestar langar sendingar eða 1308 talsins á meðan Breiðablik er nokkuð óvænt í öðru sæti þess lista með 1267 langar sendingar. Eyjamenn voru einnig á toppnum yfir flest brot í deildinni en alls var 311 flautað á lærisveina Hermanns Hreiðarssonar. Þar á eftir koma KR (306) og Keflavík (301). Athygli vekur þó að ÍBV er ekki meðal fimm efstu liða þegar kemr að gulum spjöldum. Keflavík toppar þann lista með 72 slík á meðan Valsmenn nældu í 65 gul spjöld í sumar og KR-ingar 60 stykki. Eyjamenn nældu sér þó í fjögur rauð spjöld, flest allra í deildinni. Theodór Elmar Bjarnason gefur eina af 600 fyrirgjöfum KR í sumar.Vísir/Hulda Margrét Þá var ekkert lið nálægt KR þegar kom að því að gefa boltann fyrir markið. Lærisveinar Rúnars Kristinssonar hafa alls gefið 600 fyrirgjafir í sumar. FH er næst með 467 fyrirgjafir og KA þar á eftir með 461 fyrirgjöf.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast