Valgeir Lunddal áfram á toppnum í Svíþjóð | Öruggt hjá Bayern Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. september 2022 20:45 Valgeir Lunddal (lengst til hægri) og félagar eru enn á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar. @bkhackenofcl Glódís Perla Viggósdóttir spilaði allan leikinn í hjarta varnar Bayern München er liðið fór örugglega áfram í þýsku bikarkeppninni, lokatölur 7-0 Bæjurum í vil. Valgeir Lunddal Friðriksson er áfram á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar. Bayern heimsótti Ingolstadt og var Glódís Perla í hjarta varnarinnar. Sigurinn var einkar öruggur eins og lokatölur gefa til kynna en staðan var orðin 2-0 eftir aðeins átta mínútur og var 4-0 er flautað var til loka fyrri hálfleiks. Mit vier Toren und zahlreichen Chancen in die Halbzeitpause! #FCIFCB | 0:4 | 45' pic.twitter.com/WDsu1MRBEl— FC Bayern Frauen (@FCBfrauen) September 12, 2022 Lokatölur 7-0 og Bayern komið áfram í þýska bikarnum. Á síðustu leiktíð fór liðið alla leið í undanúrslit þar sem það beið lægri hlut gegn Wolfsburg. Í Svíþjóð gerðu Davíð Kristján Ólafsson og Valgeir Lunddal Friðriksson 1-1 jafntefli þegar lið þeirra Kalmar og Häcken mættust. Báðir léku allan leikinn í vinstri bakverði. Davíð Kristján nældi sér í gult spjald í leiknum. BK Häcken ligger under i halvtid med 1 0 på Guldfågeln Arena. Trots att laget öppnade starkt har man ännu inte lyckats få in ett mål bakom Kalmar FFs Ricardo Friedrich.#bkhäcken pic.twitter.com/4udwcSfi4V— BK Häcken (@bkhackenofcl) September 12, 2022 Valgeir Lunddal og félagar í Häcken eru enn á toppnum, nú með 46 stig að loknum 22 umferðum. Kalmar er á sama tíma í 6. sæti með 37 stig. Birkir Bjarnason spilaði tíu mínútur í dramatískum 3-2 sigri Adana Demirspor á Tyrklandsmeisturum Trabzonspor. Staðan var 2-1 Demirspor í vil þegar Birkir var sendur inn af bekknum. Gestirnir jöfnuðu en þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Samet Akaydin sigurmark leiksins. Birkir og félagar eru nú í 4. sæti deildarinnar með 13 stig að loknum sex umferðum, aðeins stigi á eftir toppliði Konyaspor. Aron Sigurðarson spilaði 76 mínútur í 2-1 tapi Horsens gegn Viborg á útivelli. Aron nældi sér í gult spjald í síðari hálfleik. Eftir leik kvöldsins er Horsens í 7. sæti með 11 stig eftir níu umferðir. Sverrir Ingi Ingason og félagar í PAOK unnu 1-0 sigur á Lamia í grísku úrvalsdeildinni. PAOK er í 3. sæti með tíu stig að loknum fjórum umferðum. Fótbolti Þýski boltinn Danski boltinn Sænski boltinn Gríski boltinn Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Fleiri fréttir David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Sjá meira
Bayern heimsótti Ingolstadt og var Glódís Perla í hjarta varnarinnar. Sigurinn var einkar öruggur eins og lokatölur gefa til kynna en staðan var orðin 2-0 eftir aðeins átta mínútur og var 4-0 er flautað var til loka fyrri hálfleiks. Mit vier Toren und zahlreichen Chancen in die Halbzeitpause! #FCIFCB | 0:4 | 45' pic.twitter.com/WDsu1MRBEl— FC Bayern Frauen (@FCBfrauen) September 12, 2022 Lokatölur 7-0 og Bayern komið áfram í þýska bikarnum. Á síðustu leiktíð fór liðið alla leið í undanúrslit þar sem það beið lægri hlut gegn Wolfsburg. Í Svíþjóð gerðu Davíð Kristján Ólafsson og Valgeir Lunddal Friðriksson 1-1 jafntefli þegar lið þeirra Kalmar og Häcken mættust. Báðir léku allan leikinn í vinstri bakverði. Davíð Kristján nældi sér í gult spjald í leiknum. BK Häcken ligger under i halvtid med 1 0 på Guldfågeln Arena. Trots att laget öppnade starkt har man ännu inte lyckats få in ett mål bakom Kalmar FFs Ricardo Friedrich.#bkhäcken pic.twitter.com/4udwcSfi4V— BK Häcken (@bkhackenofcl) September 12, 2022 Valgeir Lunddal og félagar í Häcken eru enn á toppnum, nú með 46 stig að loknum 22 umferðum. Kalmar er á sama tíma í 6. sæti með 37 stig. Birkir Bjarnason spilaði tíu mínútur í dramatískum 3-2 sigri Adana Demirspor á Tyrklandsmeisturum Trabzonspor. Staðan var 2-1 Demirspor í vil þegar Birkir var sendur inn af bekknum. Gestirnir jöfnuðu en þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Samet Akaydin sigurmark leiksins. Birkir og félagar eru nú í 4. sæti deildarinnar með 13 stig að loknum sex umferðum, aðeins stigi á eftir toppliði Konyaspor. Aron Sigurðarson spilaði 76 mínútur í 2-1 tapi Horsens gegn Viborg á útivelli. Aron nældi sér í gult spjald í síðari hálfleik. Eftir leik kvöldsins er Horsens í 7. sæti með 11 stig eftir níu umferðir. Sverrir Ingi Ingason og félagar í PAOK unnu 1-0 sigur á Lamia í grísku úrvalsdeildinni. PAOK er í 3. sæti með tíu stig að loknum fjórum umferðum.
Fótbolti Þýski boltinn Danski boltinn Sænski boltinn Gríski boltinn Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Fleiri fréttir David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Sjá meira