Skráning opin í neðri deildir Ljósleiðaradeildarinnar Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. september 2022 14:30 Sjöunda tímabil Ljósleiðaradeildarinnar er handan við hornið. Nú styttist heldur betur í að Ljósleiðaradeildin í CS:GO hefji göngu sína á ný, en framundan er sjöunda tímabil deildarinnar. Skráning er nú opin í neðri deildir Ljósleiðaradeildarinnar þar sem liðum gefst tækifæri til að sanna sig gegn öðrum liðum landsins. Lið sem kepptu á síðasta tímabili deildarinnar halda sæti sínu aðeins ef þau skrá sig og greiða þátttökugjaldið fyrir miðnætti 21. september, en hægt er að skrá lið með því að smella hér. Önnur lið sem ekki hafa átt sæti í neðri deildum Ljósleiðaradeildarinnar get skráð sig í svokallað Fast-Trac mót sem gefur þátttökurétt í neðri deildunum. Ekki er nauðsynlegt að taka þátt í mótinu til að fá sæti í deildinni en niðurstöður mótsins verða til hliðsjónar þegar raðað verður í deildir með opin pláss. Ókeypis er að keppa í mótinu en þátttökugjald verður í deildarkeppni. Skráning í neðri deildir Ljósleiðaradeildarinnar stendur yfir fram á miðnætti þann 21. september næstkomandi, en allar upplýsingar um mótin má finna á heimasíðu Rafíþróttasamtaka Íslands. Ljósleiðaradeildin Rafíþróttir Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti
Skráning er nú opin í neðri deildir Ljósleiðaradeildarinnar þar sem liðum gefst tækifæri til að sanna sig gegn öðrum liðum landsins. Lið sem kepptu á síðasta tímabili deildarinnar halda sæti sínu aðeins ef þau skrá sig og greiða þátttökugjaldið fyrir miðnætti 21. september, en hægt er að skrá lið með því að smella hér. Önnur lið sem ekki hafa átt sæti í neðri deildum Ljósleiðaradeildarinnar get skráð sig í svokallað Fast-Trac mót sem gefur þátttökurétt í neðri deildunum. Ekki er nauðsynlegt að taka þátt í mótinu til að fá sæti í deildinni en niðurstöður mótsins verða til hliðsjónar þegar raðað verður í deildir með opin pláss. Ókeypis er að keppa í mótinu en þátttökugjald verður í deildarkeppni. Skráning í neðri deildir Ljósleiðaradeildarinnar stendur yfir fram á miðnætti þann 21. september næstkomandi, en allar upplýsingar um mótin má finna á heimasíðu Rafíþróttasamtaka Íslands.
Ljósleiðaradeildin Rafíþróttir Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti