Voru um borð í vélinni sem fórst í Eystrasalti Atli Ísleifsson skrifar 5. september 2022 08:01 Peter Griesemann og eiginkona hans Juliane voru í hópi þeirra sem voru um borð í vélinni. Blauen-Funken Þýski frumkvöðullinn Peter Griesemann, eiginkona hans Juliane og dóttir þeirra Lisa, auk annars karlmanns, voru um borð í einkaflugvélinni sem hrapaði á lettnesku hafsvæði í Eystrasalti í gærkvöldi. Þetta staðfesta vinir fjölskyldunnar í samtali við þýska blaðið Express. Búið er að finna brak úr vélinni, en ekki þau sem voru um borð. Hinum 72 ára Griesemann er lýst sem „ástríðufullum flugmanni“ og var hann eigandi fyrirtækisins Quick Air sem sérhæfði sig í rekstri smærri einkaflugvéla. Hann er auk þess heiðursformaður Köln-karneval Blauen Funken og stjórnarformaður byggingafélagsins Sachsenturm. Griesemann á sjálfur að hafa flogið vélinni sem tók á loft frá Jerez á suðurhluta Spánar þar sem fjölskyldan á hús. Ekki var óalgengt að fjölskyldan flygi milli Jerez og Kölnar þar sem höfuðstöðvar flugfélagsins er að finna. Flugvélin var af gerðinni Cessna Citation 551, en brak úr vélinni hefur fundist í sjónum norðvestur af lettnesku hafnarborginni Ventspils. Juliane, eiginkona er 68 ára, dóttirin Lisa 26 ára og hinn karlmaðurinn um borð 27 ára. A Cessna 551 that was flying from Jerez was supposed to land in Cologne but the pilot didn't answer ATC calls and the aircraft contiued to fly on autopilot in a straight line before it lost altitude and crashed into Baltic sea close to the Latvian coast https://t.co/iIVNoMNksW pic.twitter.com/klQQosArTg— Flightradar24 (@flightradar24) September 4, 2022 Erlendir fjölmiðlar segja að flugmaðurinn hafi tilkynnt um vandræði með loftþrýstinginn í vélinni skömmu eftir flugtak á Spáni. Talsamband hafi rofnað skömmu eftir að flogið var inn í franska lofthelgi og hafi flugið verið óstöðugt á köflum og var beygt í tvígang, nærri París í Frakklandi annars vegar og svo aftur nærri Köln í Þýskalandi. Vélinni hafi svo verið flogið yfir Eystrasalt og svo loks hrapað undan ströndum Lettlands. Þýskaland Lettland Fréttir af flugi Tengdar fréttir Einkaþota hrapaði í Eystrasalt Talið er að lítil einkaþota með fjóra innanborðs hafi hrapað í Eystrasalt við Lettland. Samkvæmt flugáætlun var vélin á leið frá Spáni til Kölnar í Þýskalandi. Þegar vélin var flogin fram hjá Köln reyndu flugumferðarstjórar að ná sambandi við flugmenn hennar án árangurs. 4. september 2022 18:26 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Fleiri fréttir Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Sjá meira
Þetta staðfesta vinir fjölskyldunnar í samtali við þýska blaðið Express. Búið er að finna brak úr vélinni, en ekki þau sem voru um borð. Hinum 72 ára Griesemann er lýst sem „ástríðufullum flugmanni“ og var hann eigandi fyrirtækisins Quick Air sem sérhæfði sig í rekstri smærri einkaflugvéla. Hann er auk þess heiðursformaður Köln-karneval Blauen Funken og stjórnarformaður byggingafélagsins Sachsenturm. Griesemann á sjálfur að hafa flogið vélinni sem tók á loft frá Jerez á suðurhluta Spánar þar sem fjölskyldan á hús. Ekki var óalgengt að fjölskyldan flygi milli Jerez og Kölnar þar sem höfuðstöðvar flugfélagsins er að finna. Flugvélin var af gerðinni Cessna Citation 551, en brak úr vélinni hefur fundist í sjónum norðvestur af lettnesku hafnarborginni Ventspils. Juliane, eiginkona er 68 ára, dóttirin Lisa 26 ára og hinn karlmaðurinn um borð 27 ára. A Cessna 551 that was flying from Jerez was supposed to land in Cologne but the pilot didn't answer ATC calls and the aircraft contiued to fly on autopilot in a straight line before it lost altitude and crashed into Baltic sea close to the Latvian coast https://t.co/iIVNoMNksW pic.twitter.com/klQQosArTg— Flightradar24 (@flightradar24) September 4, 2022 Erlendir fjölmiðlar segja að flugmaðurinn hafi tilkynnt um vandræði með loftþrýstinginn í vélinni skömmu eftir flugtak á Spáni. Talsamband hafi rofnað skömmu eftir að flogið var inn í franska lofthelgi og hafi flugið verið óstöðugt á köflum og var beygt í tvígang, nærri París í Frakklandi annars vegar og svo aftur nærri Köln í Þýskalandi. Vélinni hafi svo verið flogið yfir Eystrasalt og svo loks hrapað undan ströndum Lettlands.
Þýskaland Lettland Fréttir af flugi Tengdar fréttir Einkaþota hrapaði í Eystrasalt Talið er að lítil einkaþota með fjóra innanborðs hafi hrapað í Eystrasalt við Lettland. Samkvæmt flugáætlun var vélin á leið frá Spáni til Kölnar í Þýskalandi. Þegar vélin var flogin fram hjá Köln reyndu flugumferðarstjórar að ná sambandi við flugmenn hennar án árangurs. 4. september 2022 18:26 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Fleiri fréttir Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Sjá meira
Einkaþota hrapaði í Eystrasalt Talið er að lítil einkaþota með fjóra innanborðs hafi hrapað í Eystrasalt við Lettland. Samkvæmt flugáætlun var vélin á leið frá Spáni til Kölnar í Þýskalandi. Þegar vélin var flogin fram hjá Köln reyndu flugumferðarstjórar að ná sambandi við flugmenn hennar án árangurs. 4. september 2022 18:26