Fyrrverandi starfsmenn lýsa afar ófaglegum vinnubrögðum safnstjórans Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 2. september 2022 12:22 Harpa Þórsdóttir hefur starfað sem safnstjóri Listasafns Íslands síðustu ár og var skipuð nýr þjóðminjavörður á dögunum. Á myndinni er Harpa með Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra. Stjr Nokkrir fyrrverandi starfsmenn Listasafns Íslands lýsa afar ófaglegum stjórnunarstíl fyrrum safnsstjóra sem hefur nú verið skipuð án auglýsingar sem þjóðminjavörður. Nefndarmaður Pírata í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd Alþingis vill fá menningarmálaráðherra fyrir nefndina vegna ráðningarinnar. Menningarmálaráðherra hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að ráða Hörpu Þórsdóttur sem þjóðminjavörð án auglýsingar en hún hefur frá árinu 2017 verið safnstjóri Listasafns Íslands. Fagfélög fornleifafræðinga og þjóðfræðinga hafa harðlega gagnrýnt ráðninguna og þá hafa fornleifafræðingar kvartað til umboðsmanns Alþingis. Þá hafa starfsmenn Þjóðminjasafnsins gert athugasemd við ráðninguna. Lilja Alfreðsdóttir hefur gefið þær skýringar að Harpa Þórsdóttir sé hæf í starfið og hafi verið afar farsæll stjórnandi. Nokkrir fyrrverandi starfsmenn Listasafns Íslands sem fréttastofa ræddi við í morgun eru afar undrandi yfir þessum ummælum sem gangi þvert á þeirra upplifun þegar þeir störfuðu með Hörpu. Þeir lýsa afar ófaglegum vinnubrögðum. Á stuttum tíma eftir að Harpa hafi tekið við starfi safnstjórans árið 2017 hafi um og yfir tíu manns hætt að starfa þar. Fréttastofa óskaði í morgun eftir viðtali við Hörpu en fékk ekki viðbrögð. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata situr í stjórnskipunar og eftirlitsnefnd Alþingis en fram hefur komið að eftir helgi verði fundur í nefndinn um málið. „Það kemur talsvert á óvart að ráðherrar séu enn að gera þetta, séu að gera þetta aftur og aftur þrátt fyrir mikla óánægju og mikla gagnrýni og mikil mótmæli þegar þetta hefur komið upp á yfirborðið á undanförnum misserum. Rökstuðningurinn kemur á óvart, hann virðist fyrst og fremst vera sá að að ráðherra megi gera þetta, sem er í fyrsta lagi umdeilanlegt,“ segir Arndís Anna. Hún segist vilja fá menningarmálaráðherra fyrir nefndina. „Við þingmenn Pírata höfum fengið erindi utan úr bæ frá þónokkrum vegna málsins.“ Stjórnsýsla Deilur um skipun þjóðminjavarðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Aðrir eru rændir möguleika á starfinu og þar liggur vandinn“ Félag fornleifafræðinga hefur kvartað til umboðsmanns Alþingis vegna ákvörðunar Lilju Alfreðsdóttur, ráðherra menningarmála, að skipa Hörpu Þórsdóttur þjóðminjavörð án þess að auglýsa embættið. 2. september 2022 07:11 Starfsmenn Þjóðminjasafns harma verklag Lilju Enn ein yfirlýsingin hefur nú litið dagsins ljós þar sem skipan Lilju D. Alfreðsdóttur safnaráðherra á Hörpu Þórsdóttur sem nýjum þjóðminjaverði er fordæmd. Þannig liggur fyrir að Harpa er ekki að taka við stöðunni við ákjósanlegustu aðstæður. 1. september 2022 13:39 Fornleifafræðingar og þjóðfræðingar gefa lítið fyrir svör Lilju Stjórnir Félags fornleifafræðinga og Félags þjóðfræðinga gefa lítið fyrir svör Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, við gagnrýni á ákvörðun hennar um skipun nýs þjóðminjavarðar. Að mati félaganna lýsir skipunin alvarlegum skilningsskorti ráðherrans á hlutverki Þjóðminjasafnsins og mikilvægis þess í íslensku samfélagi. 31. ágúst 2022 08:32 Mest lesið Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Innlent Fleiri fréttir Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Sjá meira
Menningarmálaráðherra hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að ráða Hörpu Þórsdóttur sem þjóðminjavörð án auglýsingar en hún hefur frá árinu 2017 verið safnstjóri Listasafns Íslands. Fagfélög fornleifafræðinga og þjóðfræðinga hafa harðlega gagnrýnt ráðninguna og þá hafa fornleifafræðingar kvartað til umboðsmanns Alþingis. Þá hafa starfsmenn Þjóðminjasafnsins gert athugasemd við ráðninguna. Lilja Alfreðsdóttir hefur gefið þær skýringar að Harpa Þórsdóttir sé hæf í starfið og hafi verið afar farsæll stjórnandi. Nokkrir fyrrverandi starfsmenn Listasafns Íslands sem fréttastofa ræddi við í morgun eru afar undrandi yfir þessum ummælum sem gangi þvert á þeirra upplifun þegar þeir störfuðu með Hörpu. Þeir lýsa afar ófaglegum vinnubrögðum. Á stuttum tíma eftir að Harpa hafi tekið við starfi safnstjórans árið 2017 hafi um og yfir tíu manns hætt að starfa þar. Fréttastofa óskaði í morgun eftir viðtali við Hörpu en fékk ekki viðbrögð. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata situr í stjórnskipunar og eftirlitsnefnd Alþingis en fram hefur komið að eftir helgi verði fundur í nefndinn um málið. „Það kemur talsvert á óvart að ráðherrar séu enn að gera þetta, séu að gera þetta aftur og aftur þrátt fyrir mikla óánægju og mikla gagnrýni og mikil mótmæli þegar þetta hefur komið upp á yfirborðið á undanförnum misserum. Rökstuðningurinn kemur á óvart, hann virðist fyrst og fremst vera sá að að ráðherra megi gera þetta, sem er í fyrsta lagi umdeilanlegt,“ segir Arndís Anna. Hún segist vilja fá menningarmálaráðherra fyrir nefndina. „Við þingmenn Pírata höfum fengið erindi utan úr bæ frá þónokkrum vegna málsins.“
Stjórnsýsla Deilur um skipun þjóðminjavarðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Aðrir eru rændir möguleika á starfinu og þar liggur vandinn“ Félag fornleifafræðinga hefur kvartað til umboðsmanns Alþingis vegna ákvörðunar Lilju Alfreðsdóttur, ráðherra menningarmála, að skipa Hörpu Þórsdóttur þjóðminjavörð án þess að auglýsa embættið. 2. september 2022 07:11 Starfsmenn Þjóðminjasafns harma verklag Lilju Enn ein yfirlýsingin hefur nú litið dagsins ljós þar sem skipan Lilju D. Alfreðsdóttur safnaráðherra á Hörpu Þórsdóttur sem nýjum þjóðminjaverði er fordæmd. Þannig liggur fyrir að Harpa er ekki að taka við stöðunni við ákjósanlegustu aðstæður. 1. september 2022 13:39 Fornleifafræðingar og þjóðfræðingar gefa lítið fyrir svör Lilju Stjórnir Félags fornleifafræðinga og Félags þjóðfræðinga gefa lítið fyrir svör Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, við gagnrýni á ákvörðun hennar um skipun nýs þjóðminjavarðar. Að mati félaganna lýsir skipunin alvarlegum skilningsskorti ráðherrans á hlutverki Þjóðminjasafnsins og mikilvægis þess í íslensku samfélagi. 31. ágúst 2022 08:32 Mest lesið Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Innlent Fleiri fréttir Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Sjá meira
„Aðrir eru rændir möguleika á starfinu og þar liggur vandinn“ Félag fornleifafræðinga hefur kvartað til umboðsmanns Alþingis vegna ákvörðunar Lilju Alfreðsdóttur, ráðherra menningarmála, að skipa Hörpu Þórsdóttur þjóðminjavörð án þess að auglýsa embættið. 2. september 2022 07:11
Starfsmenn Þjóðminjasafns harma verklag Lilju Enn ein yfirlýsingin hefur nú litið dagsins ljós þar sem skipan Lilju D. Alfreðsdóttur safnaráðherra á Hörpu Þórsdóttur sem nýjum þjóðminjaverði er fordæmd. Þannig liggur fyrir að Harpa er ekki að taka við stöðunni við ákjósanlegustu aðstæður. 1. september 2022 13:39
Fornleifafræðingar og þjóðfræðingar gefa lítið fyrir svör Lilju Stjórnir Félags fornleifafræðinga og Félags þjóðfræðinga gefa lítið fyrir svör Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, við gagnrýni á ákvörðun hennar um skipun nýs þjóðminjavarðar. Að mati félaganna lýsir skipunin alvarlegum skilningsskorti ráðherrans á hlutverki Þjóðminjasafnsins og mikilvægis þess í íslensku samfélagi. 31. ágúst 2022 08:32