Koulibaly heldur áfram að safna rauðum spjöldum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. ágúst 2022 16:45 Koulibaly vissi upp á sig sökina og missir af næsta leik Chelsea. EPA-EFE/ANDREW YATES Kalidou Koulibaly, miðvörður Chelsea, nældi sér í tvö gul spjöld og þar með rautt er Chelsea steinlá gegn Leeds United í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta um helgina. Leikmaðurinn er duglegur að safna spjöldum og má ætla að hann næli í fleiri rauð í treyju Chelsea á komandi misserum. Koulibaly er harður í horn að taka og hafði verið orðaður við stórlið í ensku úrvalsdeildinni í dágóðan tíma áður en Chelsea festi loks kaup á honum í sumar. Þessi 31 árs gamli varnarmaður á það hins vegar til að láta senda sig í sturtu og það tók hann aðeins þrjá leiki með Chelsea að næla í sinn fyrsta reisupassa. Staðan var orðin 3-0 Leeds í vil er Koulibaly fékk sitt annað gula spjald og því þurfti Chelsea að klára leikinn manni færri. Bæði spjöld hans voru í klaufalegri kantinum sem og þeim grófari miðað við að hann var aðeins að stöðva skyndisókn. Ef til vill vissu þeir sem völdin fara á Brúnni þetta er leikmaðurinn var sóttur til Napoli en hann hefur verið duglegur að safna rauðum spjöldum þar. Reisupassinn sem hann fékk gegn Leeds var sá sjötti sem Koulibaly fær síðan haustið 2017. Enginn leikmaður í stærstu fimm deildum Evrópu hefur fengið fleiri rauð spjöld á þeim tíma. 6 - Since the start of the 2017-18 season, Kalidou Koulibaly has been sent off six times in Serie A and the Premier League combined - the most of any player in the big-five European leagues in this time. Dismissed. pic.twitter.com/ZTnXN0qJyN— OptaJoe (@OptaJoe) August 21, 2022 Thomas Tuchel þarf nú að gera breytingar í varnarlínu sinni en lið hans hefur fengið fimm mörk á sig í síðustu tveimur leikjum, eitthvað sem er ekki boðlegt að mati Tuchel. Það verður forvitnilegt að sjá hvernig Þjóðverjinn bregst við en Chelsea hefur aðeins unnið einn af fyrstu þremur leikjum sínum á leiktíðinni. Takk og bless.Robbie Jay Barratt/Getty Images Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Sjá meira
Koulibaly er harður í horn að taka og hafði verið orðaður við stórlið í ensku úrvalsdeildinni í dágóðan tíma áður en Chelsea festi loks kaup á honum í sumar. Þessi 31 árs gamli varnarmaður á það hins vegar til að láta senda sig í sturtu og það tók hann aðeins þrjá leiki með Chelsea að næla í sinn fyrsta reisupassa. Staðan var orðin 3-0 Leeds í vil er Koulibaly fékk sitt annað gula spjald og því þurfti Chelsea að klára leikinn manni færri. Bæði spjöld hans voru í klaufalegri kantinum sem og þeim grófari miðað við að hann var aðeins að stöðva skyndisókn. Ef til vill vissu þeir sem völdin fara á Brúnni þetta er leikmaðurinn var sóttur til Napoli en hann hefur verið duglegur að safna rauðum spjöldum þar. Reisupassinn sem hann fékk gegn Leeds var sá sjötti sem Koulibaly fær síðan haustið 2017. Enginn leikmaður í stærstu fimm deildum Evrópu hefur fengið fleiri rauð spjöld á þeim tíma. 6 - Since the start of the 2017-18 season, Kalidou Koulibaly has been sent off six times in Serie A and the Premier League combined - the most of any player in the big-five European leagues in this time. Dismissed. pic.twitter.com/ZTnXN0qJyN— OptaJoe (@OptaJoe) August 21, 2022 Thomas Tuchel þarf nú að gera breytingar í varnarlínu sinni en lið hans hefur fengið fimm mörk á sig í síðustu tveimur leikjum, eitthvað sem er ekki boðlegt að mati Tuchel. Það verður forvitnilegt að sjá hvernig Þjóðverjinn bregst við en Chelsea hefur aðeins unnið einn af fyrstu þremur leikjum sínum á leiktíðinni. Takk og bless.Robbie Jay Barratt/Getty Images
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Sjá meira