Klopp sýnir Ten Hag enga samúð Sindri Sverrisson skrifar 22. ágúst 2022 08:01 Erik ten Hag og Jürgen Klopp verða á hliðarlínunni á Old Trafford í kvöld þegar Manchester United og Liverpool mætast í leik þar sem bæði lið þurfa sárlega á sigri að halda. Getty/Mike Hewitt Hollendingurinn Erik ten Hag stendur nú í svipuðum sporum og Þjóðverjinn Jürgen Klopp var í fyrir sjö árum. Ten Hag er ætlað að koma stórveldi Manchester United aftur í hæstu hæðir en strax heyrast efasemdaraddir um að hann sé maðurinn til þess, eftir slæm úrslit í fyrstu tveimur umferðum ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Klopp mætir með sína menn í Liverpool á Old Trafford í kvöld og vonast sjálfsagt eftir sams konar yfirburðum og í fyrra, þegar Liverpool vann þar 5-0 risasigur eftir að hafa skorað fjögur mörk í fyrri hálfleik. Hann finnur að minnsta kosti enga þörf til að vorkenna Ten Hag yfir þeirri stöðu sem Hollendingurinn er í – að hafa byrjað svo illa í tilraun sinni til að endurmóta leikmannahóp og leikstíl United, eftir að hafa náð frábærum árangri í sínu fyrra starfi rétt eins og Klopp þegar hann mætti til Liverpool á sínum tíma. „Finn ég fyrir samúð? Nei,“ sagði Klopp samkvæmt Liverpool Echo. „Ef þetta snýst um fótboltavandræði þá erum við allir að glíma við vandræði. Ég efast um að þið farið núna til Manchester United og spyrjið Erik ten Hag hvort honum finnist við vera að glíma við einum of mörg meiðsli. Þannig virkar þetta ekki,“ sagði Klopp. Meiðsli hafa herjað á lið Liverpool og ekki bætti úr skák að nýi maðurinn, Darwin Nunez, lét nappa sig í gildru í síðasta leik og uppskar rautt spjald fyrir að skalla Joachim Andersen, leikmann Crystal Palace. Liverpool er enn án sigurs og getur misst United upp fyrir sig í kvöld. „Hafið er fullt af hákörlum í fótboltaheiminum. Það er ekki nauðsynlegt að ég sýni einhverja samúð. Það myndi ekki hjálpa þeim og það skaðar þá ekki að ég geri það ekki. Við erum allir að glíma við okkar vandamál og svo einfalt er það,“ sagði Klopp. Enski boltinn Mest lesið Fulltrúi Íslands í áfalli eftir aðalfund sem fór í háaloft: „Eins og eldur í púðurtunnu“ Sport Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - Víkingur | Víkingur vann toppslaginn fyrir vestan Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - ÍA 1-4 | Skagamenn völtuðu yfir Blika Íslenski boltinn Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Enski boltinn Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Íslenski boltinn Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Sport Hafnaði Manchester fyrir borg englanna Fótbolti Leik lokið: Afturelding - Valur 0-2 | Engin vandræði á Val í Mosó Íslenski boltinn Leik lokið: Fram - KA 1-2 | Færeyingurinn hetjan í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Niðurbrotinn Klopp í sjokki Man City vilja Reijnders áður en HM félagsliða hefst Settu met í töpum en spila í Meistaradeild Evrópu Wirtz vill bara Liverpool og metupphæð komin á borðið Bein útsending: Englandsmeistaratitlinum fagnað í Liverpool Allt klárt fyrir fyrstu kaup Man. Utd í sumar Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Sjá meira
Klopp mætir með sína menn í Liverpool á Old Trafford í kvöld og vonast sjálfsagt eftir sams konar yfirburðum og í fyrra, þegar Liverpool vann þar 5-0 risasigur eftir að hafa skorað fjögur mörk í fyrri hálfleik. Hann finnur að minnsta kosti enga þörf til að vorkenna Ten Hag yfir þeirri stöðu sem Hollendingurinn er í – að hafa byrjað svo illa í tilraun sinni til að endurmóta leikmannahóp og leikstíl United, eftir að hafa náð frábærum árangri í sínu fyrra starfi rétt eins og Klopp þegar hann mætti til Liverpool á sínum tíma. „Finn ég fyrir samúð? Nei,“ sagði Klopp samkvæmt Liverpool Echo. „Ef þetta snýst um fótboltavandræði þá erum við allir að glíma við vandræði. Ég efast um að þið farið núna til Manchester United og spyrjið Erik ten Hag hvort honum finnist við vera að glíma við einum of mörg meiðsli. Þannig virkar þetta ekki,“ sagði Klopp. Meiðsli hafa herjað á lið Liverpool og ekki bætti úr skák að nýi maðurinn, Darwin Nunez, lét nappa sig í gildru í síðasta leik og uppskar rautt spjald fyrir að skalla Joachim Andersen, leikmann Crystal Palace. Liverpool er enn án sigurs og getur misst United upp fyrir sig í kvöld. „Hafið er fullt af hákörlum í fótboltaheiminum. Það er ekki nauðsynlegt að ég sýni einhverja samúð. Það myndi ekki hjálpa þeim og það skaðar þá ekki að ég geri það ekki. Við erum allir að glíma við okkar vandamál og svo einfalt er það,“ sagði Klopp.
Enski boltinn Mest lesið Fulltrúi Íslands í áfalli eftir aðalfund sem fór í háaloft: „Eins og eldur í púðurtunnu“ Sport Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - Víkingur | Víkingur vann toppslaginn fyrir vestan Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - ÍA 1-4 | Skagamenn völtuðu yfir Blika Íslenski boltinn Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Enski boltinn Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Íslenski boltinn Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Sport Hafnaði Manchester fyrir borg englanna Fótbolti Leik lokið: Afturelding - Valur 0-2 | Engin vandræði á Val í Mosó Íslenski boltinn Leik lokið: Fram - KA 1-2 | Færeyingurinn hetjan í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Niðurbrotinn Klopp í sjokki Man City vilja Reijnders áður en HM félagsliða hefst Settu met í töpum en spila í Meistaradeild Evrópu Wirtz vill bara Liverpool og metupphæð komin á borðið Bein útsending: Englandsmeistaratitlinum fagnað í Liverpool Allt klárt fyrir fyrstu kaup Man. Utd í sumar Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Sjá meira