Formaður VR slær verkföll í haust ekki út af borðinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. ágúst 2022 14:32 Formaður VR slær verkföll í haust ekki út af borðinu. Vísir/Arnar Formaður VR segir stjórnvöld hafa sofið á verðinum í húsnæðismálum og ekki hafa efnt loforð úr síðustu kjarasamningum. Hann segir verkalýðshreyfinguna klára í slaginn og slær verkföll ekki út af borðinu. Hátt í 200 kjarasamningar verða lausir í haust og um 300 á næstu níu mánuðum. Mikið samningstímabil verður því í kjaramálum í vetur sem ráðgera má að verði hart en atvinnulífið, stjórnvöld og verkalýðshreyfingin hafa deilt mikið undanfarið vegna vaxandi verðbólgu og aðgerðarleysis að mati hreyfingarinnar. „Stjórnvöld hafa brugðist algerlega, sofið á verðinum og vaktinni varðandi húsnæðismarkaðinn og húsnæðismálin. Seðlabankinn er að keyra hér upp stýrivexti langt umfram það sem þekkist annars staðar í þeim löndum sem við berum okkur saman við,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Fjöldi atriða sem samið var í síðustu kjarasamningum hafi ekki verið efndur. „Síðan eru bara svo mörg atriði frá síðustu kjarasamningum sem við sömdum um varðandi til dæmis verðtrygginguna, vaxtastig og húsnæðismálin sem hefur ekki verið efnt,“ segir Ragnar. Atvinnulífið hafi gert illt verra. „Við erum að sjá gríðarlega góða afkomu hjá smásölurisunum sem hafa ekki haldið að sér höndum hvað varðar álagningu og ekki lagt sitt af mörkum til að skapa hér sátt í samfélaginu og reynt að vinna á og sporna gegn þessari miklu verðbólgu sem er að hellast núna yfir almenning í landinu.“ Kominn sé tími til að stjórnmálamennirnir og seðlabankinn axli ábyrgð á gjörðum sínum. „Það getum við gert í gegn um okkar rétt til samninga meðal annars verkfallsréttinn og miðað við hvernig stjórnmálafólkið okkar hefur talað upp á síðkastið, núna síðast forsætisráðherra sem hefur hækkað núna síðustu sex árin um rétt tæplega þreföld lágmarkslaun. Við erum bara klár í slaginn.“ Kjaramál Sprengisandur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ekki megi falla í freistni og lofa meiru en Ísland geti staðið undir Verðbólga einkennir nú öll hagkerfi heimsins og er Ísland þar engin undantekning að sögn prófessors í hagfræði. Seðlabankastjóri hefur boðað aðgerðir en verkalýðshreyfingin stendur föst á sínu fyrir komandi kjaraviðræður. Vernda þurfi viðkvæmasta hópinn en þó sé ekki mikið svigrúm fyrir launahækkanir í óvissunni sem fram undan er. 3. ágúst 2022 21:35 Ríkisstjórnin þurfi að bregðast við verðbólgunni: „Hún þarf að bretta upp ermar og átta sig á að alvaran er mjög mikil“ Ábyrgð ríkisstjórnarinnar og aðila vinnumarkaðarins er mikil fyrir komandi kjaraviðræður að mati formanns Viðreisnar. Ríkisstjórnin hafi gert mörg mistök sem hafi að hluta til leitt til aukinnar verðbólgu. Verja þurfi viðkvæmustu hópa samfélagsins án mikilla almennra launahækkanna. 29. júlí 2022 23:00 Hægt sé að koma böndum á verðbólguna en allir þurfi að vera samstíga Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir það áhyggjuefni að búast megi við mikilli verðbólgu fram á næsta ár. Mikilvægt sé að vernda veikasta hópinn án þess þó að skapa íþyngjandi umhverfi fyrir fyrirtæki í landinu með skattahækkunum. Ljóst sé að allir aðilar þurfi að vera samstíga fyrir erfiðar kjaraviðræður í haust. 28. júlí 2022 19:06 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira
Hátt í 200 kjarasamningar verða lausir í haust og um 300 á næstu níu mánuðum. Mikið samningstímabil verður því í kjaramálum í vetur sem ráðgera má að verði hart en atvinnulífið, stjórnvöld og verkalýðshreyfingin hafa deilt mikið undanfarið vegna vaxandi verðbólgu og aðgerðarleysis að mati hreyfingarinnar. „Stjórnvöld hafa brugðist algerlega, sofið á verðinum og vaktinni varðandi húsnæðismarkaðinn og húsnæðismálin. Seðlabankinn er að keyra hér upp stýrivexti langt umfram það sem þekkist annars staðar í þeim löndum sem við berum okkur saman við,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Fjöldi atriða sem samið var í síðustu kjarasamningum hafi ekki verið efndur. „Síðan eru bara svo mörg atriði frá síðustu kjarasamningum sem við sömdum um varðandi til dæmis verðtrygginguna, vaxtastig og húsnæðismálin sem hefur ekki verið efnt,“ segir Ragnar. Atvinnulífið hafi gert illt verra. „Við erum að sjá gríðarlega góða afkomu hjá smásölurisunum sem hafa ekki haldið að sér höndum hvað varðar álagningu og ekki lagt sitt af mörkum til að skapa hér sátt í samfélaginu og reynt að vinna á og sporna gegn þessari miklu verðbólgu sem er að hellast núna yfir almenning í landinu.“ Kominn sé tími til að stjórnmálamennirnir og seðlabankinn axli ábyrgð á gjörðum sínum. „Það getum við gert í gegn um okkar rétt til samninga meðal annars verkfallsréttinn og miðað við hvernig stjórnmálafólkið okkar hefur talað upp á síðkastið, núna síðast forsætisráðherra sem hefur hækkað núna síðustu sex árin um rétt tæplega þreföld lágmarkslaun. Við erum bara klár í slaginn.“
Kjaramál Sprengisandur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ekki megi falla í freistni og lofa meiru en Ísland geti staðið undir Verðbólga einkennir nú öll hagkerfi heimsins og er Ísland þar engin undantekning að sögn prófessors í hagfræði. Seðlabankastjóri hefur boðað aðgerðir en verkalýðshreyfingin stendur föst á sínu fyrir komandi kjaraviðræður. Vernda þurfi viðkvæmasta hópinn en þó sé ekki mikið svigrúm fyrir launahækkanir í óvissunni sem fram undan er. 3. ágúst 2022 21:35 Ríkisstjórnin þurfi að bregðast við verðbólgunni: „Hún þarf að bretta upp ermar og átta sig á að alvaran er mjög mikil“ Ábyrgð ríkisstjórnarinnar og aðila vinnumarkaðarins er mikil fyrir komandi kjaraviðræður að mati formanns Viðreisnar. Ríkisstjórnin hafi gert mörg mistök sem hafi að hluta til leitt til aukinnar verðbólgu. Verja þurfi viðkvæmustu hópa samfélagsins án mikilla almennra launahækkanna. 29. júlí 2022 23:00 Hægt sé að koma böndum á verðbólguna en allir þurfi að vera samstíga Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir það áhyggjuefni að búast megi við mikilli verðbólgu fram á næsta ár. Mikilvægt sé að vernda veikasta hópinn án þess þó að skapa íþyngjandi umhverfi fyrir fyrirtæki í landinu með skattahækkunum. Ljóst sé að allir aðilar þurfi að vera samstíga fyrir erfiðar kjaraviðræður í haust. 28. júlí 2022 19:06 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira
Ekki megi falla í freistni og lofa meiru en Ísland geti staðið undir Verðbólga einkennir nú öll hagkerfi heimsins og er Ísland þar engin undantekning að sögn prófessors í hagfræði. Seðlabankastjóri hefur boðað aðgerðir en verkalýðshreyfingin stendur föst á sínu fyrir komandi kjaraviðræður. Vernda þurfi viðkvæmasta hópinn en þó sé ekki mikið svigrúm fyrir launahækkanir í óvissunni sem fram undan er. 3. ágúst 2022 21:35
Ríkisstjórnin þurfi að bregðast við verðbólgunni: „Hún þarf að bretta upp ermar og átta sig á að alvaran er mjög mikil“ Ábyrgð ríkisstjórnarinnar og aðila vinnumarkaðarins er mikil fyrir komandi kjaraviðræður að mati formanns Viðreisnar. Ríkisstjórnin hafi gert mörg mistök sem hafi að hluta til leitt til aukinnar verðbólgu. Verja þurfi viðkvæmustu hópa samfélagsins án mikilla almennra launahækkanna. 29. júlí 2022 23:00
Hægt sé að koma böndum á verðbólguna en allir þurfi að vera samstíga Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir það áhyggjuefni að búast megi við mikilli verðbólgu fram á næsta ár. Mikilvægt sé að vernda veikasta hópinn án þess þó að skapa íþyngjandi umhverfi fyrir fyrirtæki í landinu með skattahækkunum. Ljóst sé að allir aðilar þurfi að vera samstíga fyrir erfiðar kjaraviðræður í haust. 28. júlí 2022 19:06