Þessi tilfinning Jódís Skúladóttir skrifar 6. ágúst 2022 11:00 Ótti og skömm í bland við ást, þrá og skilningsleysi. Ég get ekki alveg skilgreint hvernig mér leið sem unglingi og ungri konu. Ég var ein. Ég þekkti enga aðra hinsegin manneskju og hvar sem hommar og lesbíur bárust í tal var það yfirleitt niðrandi og gróft kynferðislegt grín. Ég var bara venjuleg stelpa að alast upp í þorpi úti á landi. Ég var svo uppfull af áunninni skömm sem samfélagið nærði með dómhörku sinni, þögn og einsleitum staðalímyndum. Ég upplifði gríðarlega gjá milli mín og annarra því þó að fólk vildi mér vel var mín tilfinning alltaf að ég lifði í lygi. Ef ég segði þeim hver ég raunverulega væri og hvernig mér liði myndi fólk snúa við mér baki. Hinseginleiki var ósýnilegur Það að komast út úr þessum aðstæðum, finna rödd til þess að segja upphátt hver ég er tók mig langan tíma og þó ég vildi geta sagt að öll hafi tekið því vel væri það ekki satt. Mér var hafnað og ég upplifði útskúfun. Mín leið var að flýja aðstæður, annað hvort inn í óminnisástand áfengisneyslu eða með því að skipta um umhverfi, vinnu, vinahópa. En ég tók sjálfa mig alltaf með hvert sem ég fór og því gat ég ekki annað en horfst í augu við þá staðreynd að þar sem ég gæti ekki breytt mér yrði ég bara að breyta heiminum. Frá þeirri stundu hef ég alltaf og alls staðar reynt að standa með sjálfri mér, hinsegin baráttunni og mannréttindum almennt. Ég var stundum hugsi yfir baráttunni, hvað áttu hommar og lesbíur yfir höfuð sameiginlegt, verandi gjörólíkir hópar með ólíka sýn og menningu? Af hverju ætti gagnkynhneigt fólk að vera skráð í baráttusamtök hinsegin fólks? Eftir því sem árin liðu kynntist ég fólki úr öllum kimum hinsegin samfélagsins og hópunum hefur fjölgað hratt. Sem betur fer lærði ég það á vegferð minni að það er meira sem tengir okkur saman en aðgreinir okkur Við eigum öll að njóta mannréttinda og virðingar í samfélaginu hver sem við erum og hvaðan sem við komum. Við þurfum sem samfélag öll að taka ábyrgð því þannig vinnast sigrar jaðarsettra hópa. Samfélagið er fullt af jaðarsettu fólki sem náð hefur mislangt í baráttu sinni en þar sem best hefur gengið hefur þjóðin sameinast um að standa með mannréttindum. Það þurfum við núna! Bakslag í réttindabaráttu hinsegin fólks innan lands sem utan er gríðarleg ógn og við verðum að snúa þeirri þróun við og vinna markvist að því að róa í rétta átt. Ég vil benda á það að hér í okkar samfélagi, sem er talið framarlega og umburðarlynt að mörgu leyti, hér veigra mjög mörg sér við að gangast við sinni kynhneigð opinberlega. Fólk getur orðið fyrir útskúfun, aðkasti, ofbeldi og það í þessu opna og góða samfélagi sem við lifum í. Þrátt fyrir áskoranirnar er fullt tilefni til þess að líta björtum augum fram á veginn Það er mikið gleðiefni að Ísland hefur færst upp um fimm sæti á milli ára á regnbogakorti ILGA-Europe og áfram höldum við með aðgerðaáætlun í málefnum hinsegin fólks 2022–2025 sem forsætisráðherra fékk samþykkta á seinasta þingi og tekur á mikilvægum réttarbótum fyrir hinsegin fólk. Stóraukið fjármagn til málaflokksins á undanförnum árum hefur líka skipt sköpum. Það að ríkisstjórnin standi að réttlátum breytingum í þessum málaflokkum, tvö kjörtímabil í röð eru skýr merki um áhrif Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Við viljum gera betur og við höldum áfram að standa með hinsegin samfélaginu. Gleðilega Hinsegin daga Höfundur er þingmaður VG í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jódís Skúladóttir Hinsegin Vinstri græn Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ótti og skömm í bland við ást, þrá og skilningsleysi. Ég get ekki alveg skilgreint hvernig mér leið sem unglingi og ungri konu. Ég var ein. Ég þekkti enga aðra hinsegin manneskju og hvar sem hommar og lesbíur bárust í tal var það yfirleitt niðrandi og gróft kynferðislegt grín. Ég var bara venjuleg stelpa að alast upp í þorpi úti á landi. Ég var svo uppfull af áunninni skömm sem samfélagið nærði með dómhörku sinni, þögn og einsleitum staðalímyndum. Ég upplifði gríðarlega gjá milli mín og annarra því þó að fólk vildi mér vel var mín tilfinning alltaf að ég lifði í lygi. Ef ég segði þeim hver ég raunverulega væri og hvernig mér liði myndi fólk snúa við mér baki. Hinseginleiki var ósýnilegur Það að komast út úr þessum aðstæðum, finna rödd til þess að segja upphátt hver ég er tók mig langan tíma og þó ég vildi geta sagt að öll hafi tekið því vel væri það ekki satt. Mér var hafnað og ég upplifði útskúfun. Mín leið var að flýja aðstæður, annað hvort inn í óminnisástand áfengisneyslu eða með því að skipta um umhverfi, vinnu, vinahópa. En ég tók sjálfa mig alltaf með hvert sem ég fór og því gat ég ekki annað en horfst í augu við þá staðreynd að þar sem ég gæti ekki breytt mér yrði ég bara að breyta heiminum. Frá þeirri stundu hef ég alltaf og alls staðar reynt að standa með sjálfri mér, hinsegin baráttunni og mannréttindum almennt. Ég var stundum hugsi yfir baráttunni, hvað áttu hommar og lesbíur yfir höfuð sameiginlegt, verandi gjörólíkir hópar með ólíka sýn og menningu? Af hverju ætti gagnkynhneigt fólk að vera skráð í baráttusamtök hinsegin fólks? Eftir því sem árin liðu kynntist ég fólki úr öllum kimum hinsegin samfélagsins og hópunum hefur fjölgað hratt. Sem betur fer lærði ég það á vegferð minni að það er meira sem tengir okkur saman en aðgreinir okkur Við eigum öll að njóta mannréttinda og virðingar í samfélaginu hver sem við erum og hvaðan sem við komum. Við þurfum sem samfélag öll að taka ábyrgð því þannig vinnast sigrar jaðarsettra hópa. Samfélagið er fullt af jaðarsettu fólki sem náð hefur mislangt í baráttu sinni en þar sem best hefur gengið hefur þjóðin sameinast um að standa með mannréttindum. Það þurfum við núna! Bakslag í réttindabaráttu hinsegin fólks innan lands sem utan er gríðarleg ógn og við verðum að snúa þeirri þróun við og vinna markvist að því að róa í rétta átt. Ég vil benda á það að hér í okkar samfélagi, sem er talið framarlega og umburðarlynt að mörgu leyti, hér veigra mjög mörg sér við að gangast við sinni kynhneigð opinberlega. Fólk getur orðið fyrir útskúfun, aðkasti, ofbeldi og það í þessu opna og góða samfélagi sem við lifum í. Þrátt fyrir áskoranirnar er fullt tilefni til þess að líta björtum augum fram á veginn Það er mikið gleðiefni að Ísland hefur færst upp um fimm sæti á milli ára á regnbogakorti ILGA-Europe og áfram höldum við með aðgerðaáætlun í málefnum hinsegin fólks 2022–2025 sem forsætisráðherra fékk samþykkta á seinasta þingi og tekur á mikilvægum réttarbótum fyrir hinsegin fólk. Stóraukið fjármagn til málaflokksins á undanförnum árum hefur líka skipt sköpum. Það að ríkisstjórnin standi að réttlátum breytingum í þessum málaflokkum, tvö kjörtímabil í röð eru skýr merki um áhrif Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Við viljum gera betur og við höldum áfram að standa með hinsegin samfélaginu. Gleðilega Hinsegin daga Höfundur er þingmaður VG í Norðausturkjördæmi.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar