Sigmundur Davíð ekki á fundi með sænskum þjóðernisöfgamönnum Jakob Bjarnar skrifar 5. ágúst 2022 13:30 Sigmundur Davíð segir áhyggjur Stundarinnar óþarfar, hann komist ekki á sænsku ráðstefnuna. vísir/vilhelm Stundin sló því upp í vikunni að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra landsins, verði meðal ræðumanna á ráðstefnu í félagsskap gyðingahatara, nýnasista og annarra miður þokkaðra á ráðstefnu sem til stendur að halda í Svíþjóð. Vísir náði tali af Sigmundi Davíð nú fyrir stundu og bar það undir hann hvort hann væri kominn í samkrull með sænskum þjóðernisöfgamönnum? Sigmundur Davíð svaraði því til að hann viti nú ekki alveg hverjar skilgreiningar Stundarinnar eru á slíku. „En ég veit að þeir eru ekkert sérstaklega hrifnir af mér,“ segir Sigmundur Davíð. Og heldur á honum að skilja að honum sé skemmt fremur en að hann hafi af þessum tíðindum mikinn ama. „Áhyggjur Stundarinnar eru óþarfar. Ég kemst hvort sem er ekki á þessa hátíð síðan legið hefur fyrir að skýrsla Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka verður til umræðu á sama tíma,“ segir Sigmundur Davíð. Segir ræðumenn fjölbreytilegan hóp Eins og Vísir greindi frá í vikunni hefur ríkisendurskoðandi boðað að skýrslan verði lögð fram í þessum mánuði og gera menn ráð fyrir því að það verði um miðjan mánuð. Þá mun þingið koma saman. En aftur að þessari ráðstefnu sem að sögn Stundarinnar er skipulögð af sænskum þjóðernisöfgamönnum. „Þorri ræðumanna er tengdur stjórnmálaflokkum og samtökum sem breiða út kynþáttahatur og reka harða innflytjendastefnu,“ segir í umfjöllun. Sigmundur Davíð segist ekki þekkja nokkurn mann á ráðstefnunni. „En ég sé að þarna eru ýmsir með erindi, meira að segja fyrrverandi formaður Sænska kommúnistaflokksins, og líka einn af forsprökkum umhverfisverndarsamtaka sem heita Extinciton Rebellion. Þarna eru ljóðskáld, rithöfundar og hinir og þessir. Greinilega fjölbreyttur hópur en verður því miður að vera án mín að þessu sinni.“ Ætlaði að ræða reynslu Íslendinga af fjármálakrísunni En hvernig má það vera að Sigmundur Davíð var sagður á dagskrá á umræddri ráðstefnu sem er undir yfirskriftinni Svenska Bok- og Mediaässan, eða Sænska bóka- og fjölmiðlamessan og verður haldin í Stokkhólmi 20. ágúst komandi? „Þetta kom þannig til að ég hélt smá ræðu fyrr í sumar í Osló um breska heimspekinginn Roger Scruton sem ég held að hafi verið helsti heimspekingur Bretlands á seinni hluta tuttugustu aldar. Hann lét sig skipulag og fegurð í arkíktetúr miklu varða en skrifaði auðvitað um margt annað. En þetta var sérstakt umfjöllunarefni hjá honum og hann fór fyrir nefnd breskra stjórnvalda hvernig bæta mætti umhverfið. Ég sem sagt hélt erindi um þennan merka mann sem vakti athygli. Eftir það hef ég fengið nokkrar fyrirspurnir og óskir um að mæta með erindi um eitt og annað.“ Sigmundur Davíð segir að þau sem stýra dagskránni á þessari sænsku bókahátíð vildu fá sig til að tala um reynslu Íslands af fjármálakrísunni í ljósi stöðunnar núna. „Ég tók náttúrlega vel í það. Ég reyni yfirleitt að verða við því þegar ég er beðinn um að tala um eitthvað sem ég hef áhuga á. Ég hef meira að segja haldið erindi hjá Vinstri grænum.“ Miðflokkurinn Svíþjóð Tengdar fréttir Skýrslan um sölu Íslandsbanka væntanleg í þessum mánuði Skýrsla ríkisendurskoðunar um umdeilda sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka hefur frestast en ríkisendurskoðandi boðar að hún verði lögð fram til þinglegrar meðferðar í þessum mánuði. 2. ágúst 2022 14:36 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira
Vísir náði tali af Sigmundi Davíð nú fyrir stundu og bar það undir hann hvort hann væri kominn í samkrull með sænskum þjóðernisöfgamönnum? Sigmundur Davíð svaraði því til að hann viti nú ekki alveg hverjar skilgreiningar Stundarinnar eru á slíku. „En ég veit að þeir eru ekkert sérstaklega hrifnir af mér,“ segir Sigmundur Davíð. Og heldur á honum að skilja að honum sé skemmt fremur en að hann hafi af þessum tíðindum mikinn ama. „Áhyggjur Stundarinnar eru óþarfar. Ég kemst hvort sem er ekki á þessa hátíð síðan legið hefur fyrir að skýrsla Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka verður til umræðu á sama tíma,“ segir Sigmundur Davíð. Segir ræðumenn fjölbreytilegan hóp Eins og Vísir greindi frá í vikunni hefur ríkisendurskoðandi boðað að skýrslan verði lögð fram í þessum mánuði og gera menn ráð fyrir því að það verði um miðjan mánuð. Þá mun þingið koma saman. En aftur að þessari ráðstefnu sem að sögn Stundarinnar er skipulögð af sænskum þjóðernisöfgamönnum. „Þorri ræðumanna er tengdur stjórnmálaflokkum og samtökum sem breiða út kynþáttahatur og reka harða innflytjendastefnu,“ segir í umfjöllun. Sigmundur Davíð segist ekki þekkja nokkurn mann á ráðstefnunni. „En ég sé að þarna eru ýmsir með erindi, meira að segja fyrrverandi formaður Sænska kommúnistaflokksins, og líka einn af forsprökkum umhverfisverndarsamtaka sem heita Extinciton Rebellion. Þarna eru ljóðskáld, rithöfundar og hinir og þessir. Greinilega fjölbreyttur hópur en verður því miður að vera án mín að þessu sinni.“ Ætlaði að ræða reynslu Íslendinga af fjármálakrísunni En hvernig má það vera að Sigmundur Davíð var sagður á dagskrá á umræddri ráðstefnu sem er undir yfirskriftinni Svenska Bok- og Mediaässan, eða Sænska bóka- og fjölmiðlamessan og verður haldin í Stokkhólmi 20. ágúst komandi? „Þetta kom þannig til að ég hélt smá ræðu fyrr í sumar í Osló um breska heimspekinginn Roger Scruton sem ég held að hafi verið helsti heimspekingur Bretlands á seinni hluta tuttugustu aldar. Hann lét sig skipulag og fegurð í arkíktetúr miklu varða en skrifaði auðvitað um margt annað. En þetta var sérstakt umfjöllunarefni hjá honum og hann fór fyrir nefnd breskra stjórnvalda hvernig bæta mætti umhverfið. Ég sem sagt hélt erindi um þennan merka mann sem vakti athygli. Eftir það hef ég fengið nokkrar fyrirspurnir og óskir um að mæta með erindi um eitt og annað.“ Sigmundur Davíð segir að þau sem stýra dagskránni á þessari sænsku bókahátíð vildu fá sig til að tala um reynslu Íslands af fjármálakrísunni í ljósi stöðunnar núna. „Ég tók náttúrlega vel í það. Ég reyni yfirleitt að verða við því þegar ég er beðinn um að tala um eitthvað sem ég hef áhuga á. Ég hef meira að segja haldið erindi hjá Vinstri grænum.“
Miðflokkurinn Svíþjóð Tengdar fréttir Skýrslan um sölu Íslandsbanka væntanleg í þessum mánuði Skýrsla ríkisendurskoðunar um umdeilda sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka hefur frestast en ríkisendurskoðandi boðar að hún verði lögð fram til þinglegrar meðferðar í þessum mánuði. 2. ágúst 2022 14:36 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira
Skýrslan um sölu Íslandsbanka væntanleg í þessum mánuði Skýrsla ríkisendurskoðunar um umdeilda sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka hefur frestast en ríkisendurskoðandi boðar að hún verði lögð fram til þinglegrar meðferðar í þessum mánuði. 2. ágúst 2022 14:36