Yfirklór SFS – Fiskvinnslufólk á ofurlaunum Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar 3. ágúst 2022 11:30 Það þarf ekki að koma á óvart að Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) grípi til varna þegar við horfum enn og aftur upp á frekari samþjöppun í sjávarútvegi nú þegar Síldarvinnslan hefur eignast sjávarútvegsfyrirtækið Vísi hf. í Grindavík, sem áður hafði komist yfir nokkur öflug sjávarútvegsfyrirtæki á landsbyggðinni. Fyrirtæki sem voru máttarstólpar í viðkomandi byggðarlögum, ég nefni Húsavík, Þingeyri og Djúpavog. Loforð Vísismanna um að efla staðina með kaupum á aflaheimildum og vinnslum dugðu skammt og eru efni í aðra grein, enda mikil sorgarsaga. Því miður á þetta ekki bara við um sjávarútvegsfyrirtækið Vísi hf. í Grindavík. Önnur stór sjávarútvegsfyrirtæki hafa leikið þennan sama leik í gegnum tíðina í skjóli stjórnmálamanna og aðgengis að óheftu fjármagni í bankakerfinu, afleiðingarnar liggja fyrir með tilheyrandi byggðaröskun víða um land. Rétt er að taka fram að samkvæmt fréttum eru kaupin á Vísi gerð með fyrirvara um samþykkt hluthafa Síldarvinnslunnar og Samkeppniseftirlitsins. Þegar Vísir hf. komst yfir Fiskiðjusamlag Húsavíkur á sínum tíma var unnið þar úr um 3.000 tonnum af bolfiski og 8.000 tonnum af rækju. Veiðiheimildir voru um 2.000 þorskígildistonn. Starfsmenn voru um 120 fyrir utan tengda starfsemi. Útgerð og vinnslu á þessum þremur stöðum á vegum Vísis hf. var nokkrum árum síðar hætt sbr. Húsavík og kvótinn fluttur suður til Grindavíkur árið 2014. Starfsfólkinu var boðið að fylgja með, sem fjölmargir þáðu enda beið þeirra flestra ekkert annað en atvinnuleysi. Boðið var upp á sætaferðir og húsnæði í Grindavík. Á Alþingi var talað um stórkostlegustu hreppaflutninga síðari tíma þar sem stjórnarandstaðan mótmælti þessum gjörningi hástöfum. Upp í hugann koma líka átökin sem urðu fyrir nokkrum árum innan bæjarstjórnar Grindavíkur við söluna á línuveiðibátnum Sandfelli SU 75 ásamt sölu á veiðiheimildum frá Grindavík til Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði. Einn af eigendum Vísis hf. sem þá var bæjarfulltrúi í Grindavík og jafnframt þingmaður Framsóknar fór mjög hörðum orðum um söluna á aflaheimildum úr plássinu. Í fréttum kom fram að það hefði soðið upp úr á fundinum og bæjarfulltrúinn hefði sakað aðra bæjarfulltrúa um ábyrgðar- og dómgreindarleysi, störf myndu tapast og fólk væri farið að tala um að flytja úr bænum. Á þessum tíma deildi ég þessum áhyggjum með bæjarfulltrúanum enda alltaf slæmt að missa veiðiheimildir úr byggðarlögum, ekki síst þar sem atvinnulífið er frekar einhæft fyrir. Bæjarfulltrúinn hafði hins vegar engar áhyggjur af þeim byggðarlögum sem urðu af fiskiveiðiheimildum vegna ákvörðunar Vísis hf. um að leggja niður starfsemina og flytja heimildirnar til Grindavíkur. Hann virðist heldur ekki hafa miklar áhyggjur af stöðunni í Grindavík nú þegar fyrirtæki í hans eigu hefur selt reksturinn og þar með veiðiheimildirnar úr bænum austur á firði. Getur verið að milljarðarnir sem renna í vasa hans við söluna á fjölskyldufyrirtækinu Vísi hf. orsaki þetta skoðanaleysi? Vonandi fer ekki svo að útgerð og fiskvinnsla í Grindavík beri skarðan hlut frá borði við þessi vistaskipti á veiðiheimilum frá útgerðarbænum austur á firði. Ég geri hins vegar ekkert með yfirlýsingar framkvæmdastjóra Síldarvinnslunnar sem hefur lofað því að áfram verði rekinn öflugur sjávarútvegur frá Grindavík á vegum fyrirtækisins. Rifjum upp frétt frá árinu 1997 úr því ágæta blaði Bæjarins besta á Ísafirði; „Ísfirðingar og Vestfirðingar virðast þó ekki þurfa að óttast að Guðbjörgin hverfi til nýrra lendna því bæði Samherjamenn og Hrannarmenn hafa keppst við að lýsa yfir að Guðbjörg verði áfram gerð út frá Ísafirði og með sömu áhöfn“. Hvernig fór, er Guggan gul í dag? Vissulega er fólki um land allt misboðið hvernig fámennur en valdamikill hópur í þjóðfélaginu getur ráðskast með fiskveiðikvótann sem er þjóðareign. Því miður er ekki að sjá að stjórnmálamenn hafi burði eða kjark til að takast á við þetta stóra mein í íslensku samfélagi þar sem margir þeirra eru flæktir í málið með einum eða öðrum hætti sem er miður. Hugsanlega er málið hreinlega tapað. Í upphafi greinarinnar vitna ég í viðbrögð Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi við umræðunni um söluna á Vísi hf. Framkvæmdastjóri SFS taldi sig knúna til að bregðast við umræðunni á dögunum með grein sem ber yfirskriftina; „Yfirráð í sjávarútvegi – hver er reglan?“. Þar er komið inn á söluna og umræðuna um yfirráð og tengsl aðila í sjávarútvegi auk þess sem fjallað er um ávinninginn af núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. Því miður eins og oft áður er sannleikurinn ekki alltaf hafður með í skríninu þegar forsvarsmenn sjávarútvegsins ryðjast fram á ritvöllinn með sinn gegndarlausa áróður. Í greininni er fullyrt að laun í fiskvinnslu á Íslandi séu hærri en meðallaun í landinu og þau hæstu í heiminum. Sem fyrrverandi fiskvinnslumaður og núverandi talsmaður þeirra sem formaður í stéttarfélagi verkafólks verður manni hreinlega misboðið að sitja undir svona áróðri, þrátt fyrir að vera vanur ýmsu frá þessum samtökum. Reiknimeistarar SFS þurfa greinilega á endurmenntunarnámskeiði að halda varðandi útreikning á kjörum fiskvinnslufólks. Ég hef þegar óskað eftir því að samtökin leggi fram gögn máli sínu til stuðnings. Bæði hvað varðar samanburðartölur um launakjör á Íslandi og eins á launakjörum fiskvinnslufólks milli landa þar sem SFS fullyrðir að launakjör fiskvinnslufólks á Íslandi séu þau bestu í heimi. Ég sem formaður í stéttarfélagi ætti að gleðjast yfir því enda væri fullyrðingin um ofurlaun fiskvinnslufólks byggð á rökum. En þar sem hún er byggð á sandi er ekki yfir neinu að gleðjast. Þegar rýnt er í tölfræði Hagstofunnar, sem heldur utan um þessar upplýsingar, má sjá það rétta í málinu. Laun í fiskvinnslu eru ekki hærri en meðallaun á Íslandi. Á árinu 2021, voru meðallaun fullvinnandi í fiskvinnslu kr. 611.000,- ef miðað er við heildarlaun. Meðal heildarlaun á vinnumarkaði voru á sama tímabili kr. 823.000,-. Fyrir almenna vinnumarkaðinn er meðaltalið kr. 808.000,- á mánuði en hæst hjá ríkisstarfsmönnum þar sem það er kr. 903.000,-. Með heildarlaunum er átt við öll laun einstaklinga, þ.m.t. regluleg laun, auk álags, bónusa og yfirvinnu ásamt óreglulegum greiðslum s.s. orlofs- og desemberuppbót, eingreiðslur, ákvæðisgreiður og uppgjörs vegna uppmælinga. Hafa ber í huga að á bak við laun fiskvinnslufólks eru fleiri vinnustundir en gengur og gerist á vinnumarkaði. Greiddar stundir voru þannig 195 að meðaltali á mánuði hjá fiskvinnslufólki borið saman við 177 stundir að jafnaði á vinnumarkaði. Munurinn er því meiri ef skoðað er meðaltímakaup. Það stendur ekki á mér að eiga gott samtal við forsvarsmenn SFS í komandi kjaraviðræðum um að tryggja fiskvinnslufólki á Íslandi bestu launakjör sem þekkjast í þessari atvinnugrein í heiminum og að kjör fiskvinnslufólks komist yfir meðallaun á Íslandi. Ég efast ekki um að samtökin vilji standa við stóru orðin um að þetta sé raunveruleikinn sem við búum við í dag. Það sem styrkir okkur í þeirri trú að þetta geti gengið eftir, eru fullyrðingar SFS um að sjávarútvegur á Íslandi sé sá arðsamasti í heimi sem ber að gleðjast yfir. Í ljósi þess, látum verkin tala og tryggjum fiskvinnslufólki mannsæmandi laun. Til fróðleiks má geta þess að föst mánaðarlaun hjá fiskvinnslufólki á Íslandi eru á bilinu kr. 370.000 upp í kr. 387.000,- samkvæmt gildandi launatöflum aðila vinnumarkaðarins. Launatöflurnar eru aðgengilegar á netinu. Skyldu reiknimeistarar SFS vita af því? Höfundur er formaður Framsýnar stéttarfélags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Kjaramál Aðalsteinn Árni Baldursson Byggðamál Vinnumarkaður Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Sjá meira
Það þarf ekki að koma á óvart að Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) grípi til varna þegar við horfum enn og aftur upp á frekari samþjöppun í sjávarútvegi nú þegar Síldarvinnslan hefur eignast sjávarútvegsfyrirtækið Vísi hf. í Grindavík, sem áður hafði komist yfir nokkur öflug sjávarútvegsfyrirtæki á landsbyggðinni. Fyrirtæki sem voru máttarstólpar í viðkomandi byggðarlögum, ég nefni Húsavík, Þingeyri og Djúpavog. Loforð Vísismanna um að efla staðina með kaupum á aflaheimildum og vinnslum dugðu skammt og eru efni í aðra grein, enda mikil sorgarsaga. Því miður á þetta ekki bara við um sjávarútvegsfyrirtækið Vísi hf. í Grindavík. Önnur stór sjávarútvegsfyrirtæki hafa leikið þennan sama leik í gegnum tíðina í skjóli stjórnmálamanna og aðgengis að óheftu fjármagni í bankakerfinu, afleiðingarnar liggja fyrir með tilheyrandi byggðaröskun víða um land. Rétt er að taka fram að samkvæmt fréttum eru kaupin á Vísi gerð með fyrirvara um samþykkt hluthafa Síldarvinnslunnar og Samkeppniseftirlitsins. Þegar Vísir hf. komst yfir Fiskiðjusamlag Húsavíkur á sínum tíma var unnið þar úr um 3.000 tonnum af bolfiski og 8.000 tonnum af rækju. Veiðiheimildir voru um 2.000 þorskígildistonn. Starfsmenn voru um 120 fyrir utan tengda starfsemi. Útgerð og vinnslu á þessum þremur stöðum á vegum Vísis hf. var nokkrum árum síðar hætt sbr. Húsavík og kvótinn fluttur suður til Grindavíkur árið 2014. Starfsfólkinu var boðið að fylgja með, sem fjölmargir þáðu enda beið þeirra flestra ekkert annað en atvinnuleysi. Boðið var upp á sætaferðir og húsnæði í Grindavík. Á Alþingi var talað um stórkostlegustu hreppaflutninga síðari tíma þar sem stjórnarandstaðan mótmælti þessum gjörningi hástöfum. Upp í hugann koma líka átökin sem urðu fyrir nokkrum árum innan bæjarstjórnar Grindavíkur við söluna á línuveiðibátnum Sandfelli SU 75 ásamt sölu á veiðiheimildum frá Grindavík til Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði. Einn af eigendum Vísis hf. sem þá var bæjarfulltrúi í Grindavík og jafnframt þingmaður Framsóknar fór mjög hörðum orðum um söluna á aflaheimildum úr plássinu. Í fréttum kom fram að það hefði soðið upp úr á fundinum og bæjarfulltrúinn hefði sakað aðra bæjarfulltrúa um ábyrgðar- og dómgreindarleysi, störf myndu tapast og fólk væri farið að tala um að flytja úr bænum. Á þessum tíma deildi ég þessum áhyggjum með bæjarfulltrúanum enda alltaf slæmt að missa veiðiheimildir úr byggðarlögum, ekki síst þar sem atvinnulífið er frekar einhæft fyrir. Bæjarfulltrúinn hafði hins vegar engar áhyggjur af þeim byggðarlögum sem urðu af fiskiveiðiheimildum vegna ákvörðunar Vísis hf. um að leggja niður starfsemina og flytja heimildirnar til Grindavíkur. Hann virðist heldur ekki hafa miklar áhyggjur af stöðunni í Grindavík nú þegar fyrirtæki í hans eigu hefur selt reksturinn og þar með veiðiheimildirnar úr bænum austur á firði. Getur verið að milljarðarnir sem renna í vasa hans við söluna á fjölskyldufyrirtækinu Vísi hf. orsaki þetta skoðanaleysi? Vonandi fer ekki svo að útgerð og fiskvinnsla í Grindavík beri skarðan hlut frá borði við þessi vistaskipti á veiðiheimilum frá útgerðarbænum austur á firði. Ég geri hins vegar ekkert með yfirlýsingar framkvæmdastjóra Síldarvinnslunnar sem hefur lofað því að áfram verði rekinn öflugur sjávarútvegur frá Grindavík á vegum fyrirtækisins. Rifjum upp frétt frá árinu 1997 úr því ágæta blaði Bæjarins besta á Ísafirði; „Ísfirðingar og Vestfirðingar virðast þó ekki þurfa að óttast að Guðbjörgin hverfi til nýrra lendna því bæði Samherjamenn og Hrannarmenn hafa keppst við að lýsa yfir að Guðbjörg verði áfram gerð út frá Ísafirði og með sömu áhöfn“. Hvernig fór, er Guggan gul í dag? Vissulega er fólki um land allt misboðið hvernig fámennur en valdamikill hópur í þjóðfélaginu getur ráðskast með fiskveiðikvótann sem er þjóðareign. Því miður er ekki að sjá að stjórnmálamenn hafi burði eða kjark til að takast á við þetta stóra mein í íslensku samfélagi þar sem margir þeirra eru flæktir í málið með einum eða öðrum hætti sem er miður. Hugsanlega er málið hreinlega tapað. Í upphafi greinarinnar vitna ég í viðbrögð Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi við umræðunni um söluna á Vísi hf. Framkvæmdastjóri SFS taldi sig knúna til að bregðast við umræðunni á dögunum með grein sem ber yfirskriftina; „Yfirráð í sjávarútvegi – hver er reglan?“. Þar er komið inn á söluna og umræðuna um yfirráð og tengsl aðila í sjávarútvegi auk þess sem fjallað er um ávinninginn af núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. Því miður eins og oft áður er sannleikurinn ekki alltaf hafður með í skríninu þegar forsvarsmenn sjávarútvegsins ryðjast fram á ritvöllinn með sinn gegndarlausa áróður. Í greininni er fullyrt að laun í fiskvinnslu á Íslandi séu hærri en meðallaun í landinu og þau hæstu í heiminum. Sem fyrrverandi fiskvinnslumaður og núverandi talsmaður þeirra sem formaður í stéttarfélagi verkafólks verður manni hreinlega misboðið að sitja undir svona áróðri, þrátt fyrir að vera vanur ýmsu frá þessum samtökum. Reiknimeistarar SFS þurfa greinilega á endurmenntunarnámskeiði að halda varðandi útreikning á kjörum fiskvinnslufólks. Ég hef þegar óskað eftir því að samtökin leggi fram gögn máli sínu til stuðnings. Bæði hvað varðar samanburðartölur um launakjör á Íslandi og eins á launakjörum fiskvinnslufólks milli landa þar sem SFS fullyrðir að launakjör fiskvinnslufólks á Íslandi séu þau bestu í heimi. Ég sem formaður í stéttarfélagi ætti að gleðjast yfir því enda væri fullyrðingin um ofurlaun fiskvinnslufólks byggð á rökum. En þar sem hún er byggð á sandi er ekki yfir neinu að gleðjast. Þegar rýnt er í tölfræði Hagstofunnar, sem heldur utan um þessar upplýsingar, má sjá það rétta í málinu. Laun í fiskvinnslu eru ekki hærri en meðallaun á Íslandi. Á árinu 2021, voru meðallaun fullvinnandi í fiskvinnslu kr. 611.000,- ef miðað er við heildarlaun. Meðal heildarlaun á vinnumarkaði voru á sama tímabili kr. 823.000,-. Fyrir almenna vinnumarkaðinn er meðaltalið kr. 808.000,- á mánuði en hæst hjá ríkisstarfsmönnum þar sem það er kr. 903.000,-. Með heildarlaunum er átt við öll laun einstaklinga, þ.m.t. regluleg laun, auk álags, bónusa og yfirvinnu ásamt óreglulegum greiðslum s.s. orlofs- og desemberuppbót, eingreiðslur, ákvæðisgreiður og uppgjörs vegna uppmælinga. Hafa ber í huga að á bak við laun fiskvinnslufólks eru fleiri vinnustundir en gengur og gerist á vinnumarkaði. Greiddar stundir voru þannig 195 að meðaltali á mánuði hjá fiskvinnslufólki borið saman við 177 stundir að jafnaði á vinnumarkaði. Munurinn er því meiri ef skoðað er meðaltímakaup. Það stendur ekki á mér að eiga gott samtal við forsvarsmenn SFS í komandi kjaraviðræðum um að tryggja fiskvinnslufólki á Íslandi bestu launakjör sem þekkjast í þessari atvinnugrein í heiminum og að kjör fiskvinnslufólks komist yfir meðallaun á Íslandi. Ég efast ekki um að samtökin vilji standa við stóru orðin um að þetta sé raunveruleikinn sem við búum við í dag. Það sem styrkir okkur í þeirri trú að þetta geti gengið eftir, eru fullyrðingar SFS um að sjávarútvegur á Íslandi sé sá arðsamasti í heimi sem ber að gleðjast yfir. Í ljósi þess, látum verkin tala og tryggjum fiskvinnslufólki mannsæmandi laun. Til fróðleiks má geta þess að föst mánaðarlaun hjá fiskvinnslufólki á Íslandi eru á bilinu kr. 370.000 upp í kr. 387.000,- samkvæmt gildandi launatöflum aðila vinnumarkaðarins. Launatöflurnar eru aðgengilegar á netinu. Skyldu reiknimeistarar SFS vita af því? Höfundur er formaður Framsýnar stéttarfélags.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun