Nýtt gostímabil: Samfélagið þarf að aðlagast nýjum veruleika Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. ágúst 2022 15:28 Prófessor í eldfjallafræði telur skjálftahrinuna enn frekari staðfestingu á því að nýtt gostímabil sé hafið á Reykjanesi. vísir/Egill Íslendingar þurfa að aðlagast nýjum veruleika segir prófessor í eldfjallafræði sem telur skjálftahrinuna staðfesta að nýtt gostímabil sé hafið. Hann telur líklegt að það gjósi á Reykjanesi í haust. Jörð skelfur enn á Reykjanesi og fjöldi lítilla skjálfta hafa mælst í dag. Upptökin eru nú að mestu við Kleifarvatn líkt og í nótt þegar skjálfti af stærðinni fimm reið yfir. Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands segir kviku vera að búa sér til pláss og byggja upp spennu. „Síðan verður sú spenna bara nægilega mikil og meiri en styrkur skorpunnar og veldur því að skorpan brotnar.“ Samkvæmt gervitunglamynd sem Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands birti í morgun sést gliðnun norðan Fagradalsfjalls og kvika er sögð vera að troða sér upp í efri lög jarðskorpunnar. Þorvaldur segir aflögunina þó ekki mikla og reiknar ekki með gosi á allra næstu dögum. „Ég myndi nú halda að það væri frekar með haustinu sem við gætum séð gos. Þó svo að við fáum skjálfta tiltölulega grunnt höfum við ekki séð verulegan gosóróa enn. Þannig að ef þetta er kvika að reyna að brjóta sér leið á hún í einhverjum erfiðleikum með að komast alla leið.“ Leiði þessi umbrotahrina til goss verði það líklega á sömu slóðum og í fyrra, eða við Fagradalsfjall. Ekki sé þó hægt að útiloka gos á Krýsuvíkursvæði eða í grennd við Þorbjörn. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur.Vísir/Vilhelm Hann telur skjálftahrinuna staðfesta að Íslendingar séu komnir inn í nýtt gostímabil sem gæti varað í lengri tíma. „Við getum alveg búist við eldgosum á Reykjanesinu á næstu árhundruðum þess vegna. Mjög líklegt er að sú eldvirkni muni koma upp í svokölluðum eldum. Þá erum við með tímabil og jafnvel áratugi þar sem koma upp gos af og til í ákveðnu kerfi eins og gerðist til dæmis 1210 til 1240 á Reykjanesi,“ segir Þorvaldur. „Þetta er nýr veruleiki sem við þurfum bæði að átta okkur á og kannski venjast. Samfélagið þarf að laga sig að þessum nýja veruleika.“ Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Fleiri fréttir Fjölmiðlar, bókmennir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Sjá meira
Jörð skelfur enn á Reykjanesi og fjöldi lítilla skjálfta hafa mælst í dag. Upptökin eru nú að mestu við Kleifarvatn líkt og í nótt þegar skjálfti af stærðinni fimm reið yfir. Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands segir kviku vera að búa sér til pláss og byggja upp spennu. „Síðan verður sú spenna bara nægilega mikil og meiri en styrkur skorpunnar og veldur því að skorpan brotnar.“ Samkvæmt gervitunglamynd sem Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands birti í morgun sést gliðnun norðan Fagradalsfjalls og kvika er sögð vera að troða sér upp í efri lög jarðskorpunnar. Þorvaldur segir aflögunina þó ekki mikla og reiknar ekki með gosi á allra næstu dögum. „Ég myndi nú halda að það væri frekar með haustinu sem við gætum séð gos. Þó svo að við fáum skjálfta tiltölulega grunnt höfum við ekki séð verulegan gosóróa enn. Þannig að ef þetta er kvika að reyna að brjóta sér leið á hún í einhverjum erfiðleikum með að komast alla leið.“ Leiði þessi umbrotahrina til goss verði það líklega á sömu slóðum og í fyrra, eða við Fagradalsfjall. Ekki sé þó hægt að útiloka gos á Krýsuvíkursvæði eða í grennd við Þorbjörn. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur.Vísir/Vilhelm Hann telur skjálftahrinuna staðfesta að Íslendingar séu komnir inn í nýtt gostímabil sem gæti varað í lengri tíma. „Við getum alveg búist við eldgosum á Reykjanesinu á næstu árhundruðum þess vegna. Mjög líklegt er að sú eldvirkni muni koma upp í svokölluðum eldum. Þá erum við með tímabil og jafnvel áratugi þar sem koma upp gos af og til í ákveðnu kerfi eins og gerðist til dæmis 1210 til 1240 á Reykjanesi,“ segir Þorvaldur. „Þetta er nýr veruleiki sem við þurfum bæði að átta okkur á og kannski venjast. Samfélagið þarf að laga sig að þessum nýja veruleika.“
Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Fleiri fréttir Fjölmiðlar, bókmennir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Sjá meira