Tveir sem spiluðu úrslitaleik HM 2014 gætu mætt á Kópavogsvöll Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. júlí 2022 14:30 Mesut Özil og Lucas Biglia í úrslitaleik Þýskalands og Argentínu á HM 2014. Þeir gætu mætt á Kópavogsvöll í næstu viku. getty/Matthias Hangst Breiðablik fær heldur betur krefjandi verkefni í 3. umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Í liði andstæðinganna eru meðal annars tveir leikmenn sem byrjuðu inn á í úrslitaleik HM 2014. Þrátt fyrir 2-1 tap fyrir Buducnost í Podgorica í Svartfjallalandi í gær komst Breiðablik áfram í 3. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar. Blikar unnu fyrri leikinn á Kópavogsvelli, 2-0, og einvígið, 3-2 samanlagt. Í 3. umferðinni mætir Breiðablik Istanbul Basaksehir. Liðið hefur verið í hópi þeirra sterkustu í Tyrklandi undanfarin ár og varð meistari þar í landi 2020. Tímabilið eftir tók Istanbul þátt í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu og vann þá meðal annars Manchester United, 2-1, á heimavelli. Þess má geta að Istanbul er eftirlætis lið Receps Erdogan Tyrklandsforseta. Leikmenn Istanbul Basaksehir fagna marki í sigrinum á Manchester United haustið 2020.getty/Burak Kara Istanbul virðast hafa talsvert aðdráttarafl en á undanförnum árum hefur liðið sankað að sér þekktum leikmönnum sem eru komnir aðeins yfir sitt besta. Í leikmannahópi Istanbul í dag má meðal annars finna tvo leikmenn sem spiluðu úrslitaleik HM í Brasilíu fyrir átta árum. Þetta er annars vegar þýska stórstjarnan Mesut Özil og hins vegar Argentínumaðurinn Lucas Biglia. Özil gekk í raðir Istanbul í sumar eftir að samningi hans við Fenerbache var rift. Özil á enn eftir að þreyta frumraun sína með Istanbul en hann var utan hóps þegar liðið sigraði Maccabi Netanya frá Ísrael, 0-1, í gær. Biglia spilaði aftur á móti allan leikinn. Hann kom til Istanbul frá Fatih Karagümrük í ár. Hann lék áður meðal annars með Lazio og AC Milan á Ítalíu. Sem fyrr sagði áttust Biglia og Özil við þegar Argentína og Þýskaland mættust í úrslitaleik HM 2014. Þeir voru báðir í byrjunarliðinu en Özil var tekinn af velli undir lok leiks. Þjóðverjar unnu leikinn, 1-0, með marki Marios Götze og urðu þar með heimsmeistarar í fjórða sinn. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=0MIea7FY8U4">watch on YouTube</a> Meðal annarra þekktra leikmanna í röðum Istanbul má nefna Nacer Chadli, þrautreyndan belgískan landsliðsmann og fyrrverandi leikmann Tottenham, Volkan Babacan sem varði mark tyrkneska landsliðsins um tíma og ítalska framherjann Stefano Okaka. Þjálfari Istanbul er einnig þekkt stærð, Emre Belözoglu. Hann lék 101 landsleik og var hluti af tyrkneska landsliðinu sem vann til bronsverðlauna á HM 2002. Emre lék um fjögurra ára skeið með Inter og spilaði svo fyrir Newcastle United á árunum 2005-08. Hann tók við Istanbul í október á síðasta ári. Fyrri leikur Breiðabliks og Istanbul fer fram á Kópavogsvelli á fimmtudaginn. Liðin mætast svo á Fatih Terim leikvanginum í Istanbúl 11. ágúst. Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Tyrkneski boltinn Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Fleiri fréttir Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Sjá meira
Þrátt fyrir 2-1 tap fyrir Buducnost í Podgorica í Svartfjallalandi í gær komst Breiðablik áfram í 3. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar. Blikar unnu fyrri leikinn á Kópavogsvelli, 2-0, og einvígið, 3-2 samanlagt. Í 3. umferðinni mætir Breiðablik Istanbul Basaksehir. Liðið hefur verið í hópi þeirra sterkustu í Tyrklandi undanfarin ár og varð meistari þar í landi 2020. Tímabilið eftir tók Istanbul þátt í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu og vann þá meðal annars Manchester United, 2-1, á heimavelli. Þess má geta að Istanbul er eftirlætis lið Receps Erdogan Tyrklandsforseta. Leikmenn Istanbul Basaksehir fagna marki í sigrinum á Manchester United haustið 2020.getty/Burak Kara Istanbul virðast hafa talsvert aðdráttarafl en á undanförnum árum hefur liðið sankað að sér þekktum leikmönnum sem eru komnir aðeins yfir sitt besta. Í leikmannahópi Istanbul í dag má meðal annars finna tvo leikmenn sem spiluðu úrslitaleik HM í Brasilíu fyrir átta árum. Þetta er annars vegar þýska stórstjarnan Mesut Özil og hins vegar Argentínumaðurinn Lucas Biglia. Özil gekk í raðir Istanbul í sumar eftir að samningi hans við Fenerbache var rift. Özil á enn eftir að þreyta frumraun sína með Istanbul en hann var utan hóps þegar liðið sigraði Maccabi Netanya frá Ísrael, 0-1, í gær. Biglia spilaði aftur á móti allan leikinn. Hann kom til Istanbul frá Fatih Karagümrük í ár. Hann lék áður meðal annars með Lazio og AC Milan á Ítalíu. Sem fyrr sagði áttust Biglia og Özil við þegar Argentína og Þýskaland mættust í úrslitaleik HM 2014. Þeir voru báðir í byrjunarliðinu en Özil var tekinn af velli undir lok leiks. Þjóðverjar unnu leikinn, 1-0, með marki Marios Götze og urðu þar með heimsmeistarar í fjórða sinn. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=0MIea7FY8U4">watch on YouTube</a> Meðal annarra þekktra leikmanna í röðum Istanbul má nefna Nacer Chadli, þrautreyndan belgískan landsliðsmann og fyrrverandi leikmann Tottenham, Volkan Babacan sem varði mark tyrkneska landsliðsins um tíma og ítalska framherjann Stefano Okaka. Þjálfari Istanbul er einnig þekkt stærð, Emre Belözoglu. Hann lék 101 landsleik og var hluti af tyrkneska landsliðinu sem vann til bronsverðlauna á HM 2002. Emre lék um fjögurra ára skeið með Inter og spilaði svo fyrir Newcastle United á árunum 2005-08. Hann tók við Istanbul í október á síðasta ári. Fyrri leikur Breiðabliks og Istanbul fer fram á Kópavogsvelli á fimmtudaginn. Liðin mætast svo á Fatih Terim leikvanginum í Istanbúl 11. ágúst.
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Tyrkneski boltinn Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Fleiri fréttir Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Sjá meira