Ekki meiri uppbygging utan höfuðborgarinnar síðan 2008 Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. júlí 2022 14:15 Sérstaklega mikil húsnæðisuppbygging hefur verið á Suðurlandi. Vísir/Vilhelm Fleiri íbúðir hafa ekki verið í byggingu utan höfuðborgarsvæðisins síðan árið 2008. Uppbyggingin er þar af mest á Suðurlandi þar sem meira en 1.100 íbúðir eru nú í byggingu og hafa aldrei verið fleiri. Þetta kemur fram í nýrri hagsjá hagfræðideildar Landsbankans. Þar kemur fram að samkvæmt tölum frá Hagstofunni virðist íbúðaverð þróast með svipuðu móti á höfuðborgarsvæðinu og utan þess, íbúðaverð utan höfuðborgarsvæðisins hafi þó hækkað enn hraðar en innan þess. Mikil eftirspurn eftir húsnæði hefur verið undanfarin misseri og segir í hagsjánni að lágir vextir í kjölfar faraldursins og breyttar neysluvenjur hafi aukið þessa eftirspurn verulega, sala hafi aukist og verð hækkað. Hækkanir einskorðist ekki við höfuðborgarsvæðið heldur megi nema þær um allt land. Vísitala markaðsverðs íbúðarhúsnæðis hafi hækkað um 22 prósent í tilviki sérbýlis á höfuðborgarsvæðinu og fjölbíli um 24 prósent frá því í júlí í fyrra. Tólf mánaða breyting vísitölunnar utan höfuðborgarsvæðisins hafi hins vegar verið meiri, eða um 29 prósent. Ef miðað sé við febrúar 2020, fyrir faraldurinn, sé hækkunin nokkuð svipuð eða á bilinu 45 til 47 prósent, hvort sem litið er á sérbýli eða fjölbýli, utan höfuðborgarsvæðisins eða innan þess. Vesturland, Suðurnes og Norðurland eystra á siglingu Í lok júlí hafi þá samtals 2.672 íbúðir verið í byggingu utan höfuðborgarsvæðisins. Skipting milli fjölbýlis og sérbýlis sé þá nokkuð jöfn. Það sem af er ári hafi íbúðum í byggingu fjölgað um 12 prósent en þeim hafi þá fjölgað um rúm 33 prósent milli áramóta 2020 og 2021. Á árunum 2009 til 2016 hafi hlutfallslega fáar íbúðir komið inn á markaðinn þó að margar hafi verði í byggingu. „Ferlið virðist því vera orðið skilvirkara nú en áður og er því viðbúið að talsvert komi áfram inn af nýjum íbúðum á næstu misserum, enda mikil eftirspurn eftir íbúðum,“ segir í Hagsjánni. Eins og áður segir er uppbyggingin hlutfallslega mest á Suðurlandi og samkvæmt Hagsjánni stækkaði húsnæðisstofn svæðisins um 4 prósent milli ára í fyrra, sem gera tæplega 500 nýjar íbúðir. Á fyrstu sjö mánuðum þessa árs hafi húsnæðisstofninn stækkað um 1,6 prósent, sem geri rúmlega 200 nýjar íbúðir. Húsnæðisstofn Suðurnesja hafi þá vaxið um 2,5 prósent frá áramótum en hann hafi vaxið um tæp 2 prósent á öllu síðasta ári, sem sé jafn mikið og á Norðurlandi eystra þar sem 260 íbúðir voru fullbúnar á síðasta ári. Á Vesturlandi og Suðurnesjum eru tæplega 500 nýjar íbúðir í byggingu, um 350 á Norðurlandi eystra og undir 100 íbúðir á Austurlandi, Norðurlandi vestra og Vestfjörðum. Húsnæðismál Tengdar fréttir Verðbólgan að hluta til afleiðing áratuga stefnuleysis í húsnæðismálum Þingmaður Samfylkingarinnar kallar eftir því að stjórnvöld grípi til aðgerða vegna hækkandi verðbólgu, sem mælist nú tæplega tíu prósent. Framundan sé erfitt haust vegna kjaraviðræðna. 23. júlí 2022 12:10 Segir marga svekkta sem reyna við fasteignamarkaðinn Formaður Félags fasteignasala segir marga sitja eftir með sárt ennið sem gera tilboð í fasteignir eins og staðan er á markaðnum í dag. Þrátt fyrir yfirboð nái þeir ekki að festa kaup á húsnæði, samkeppnin sé of hörð. 20. júlí 2022 14:09 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Fleiri fréttir Tilnefnir nýjan þingflokksformann á morgun Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri hagsjá hagfræðideildar Landsbankans. Þar kemur fram að samkvæmt tölum frá Hagstofunni virðist íbúðaverð þróast með svipuðu móti á höfuðborgarsvæðinu og utan þess, íbúðaverð utan höfuðborgarsvæðisins hafi þó hækkað enn hraðar en innan þess. Mikil eftirspurn eftir húsnæði hefur verið undanfarin misseri og segir í hagsjánni að lágir vextir í kjölfar faraldursins og breyttar neysluvenjur hafi aukið þessa eftirspurn verulega, sala hafi aukist og verð hækkað. Hækkanir einskorðist ekki við höfuðborgarsvæðið heldur megi nema þær um allt land. Vísitala markaðsverðs íbúðarhúsnæðis hafi hækkað um 22 prósent í tilviki sérbýlis á höfuðborgarsvæðinu og fjölbíli um 24 prósent frá því í júlí í fyrra. Tólf mánaða breyting vísitölunnar utan höfuðborgarsvæðisins hafi hins vegar verið meiri, eða um 29 prósent. Ef miðað sé við febrúar 2020, fyrir faraldurinn, sé hækkunin nokkuð svipuð eða á bilinu 45 til 47 prósent, hvort sem litið er á sérbýli eða fjölbýli, utan höfuðborgarsvæðisins eða innan þess. Vesturland, Suðurnes og Norðurland eystra á siglingu Í lok júlí hafi þá samtals 2.672 íbúðir verið í byggingu utan höfuðborgarsvæðisins. Skipting milli fjölbýlis og sérbýlis sé þá nokkuð jöfn. Það sem af er ári hafi íbúðum í byggingu fjölgað um 12 prósent en þeim hafi þá fjölgað um rúm 33 prósent milli áramóta 2020 og 2021. Á árunum 2009 til 2016 hafi hlutfallslega fáar íbúðir komið inn á markaðinn þó að margar hafi verði í byggingu. „Ferlið virðist því vera orðið skilvirkara nú en áður og er því viðbúið að talsvert komi áfram inn af nýjum íbúðum á næstu misserum, enda mikil eftirspurn eftir íbúðum,“ segir í Hagsjánni. Eins og áður segir er uppbyggingin hlutfallslega mest á Suðurlandi og samkvæmt Hagsjánni stækkaði húsnæðisstofn svæðisins um 4 prósent milli ára í fyrra, sem gera tæplega 500 nýjar íbúðir. Á fyrstu sjö mánuðum þessa árs hafi húsnæðisstofninn stækkað um 1,6 prósent, sem geri rúmlega 200 nýjar íbúðir. Húsnæðisstofn Suðurnesja hafi þá vaxið um 2,5 prósent frá áramótum en hann hafi vaxið um tæp 2 prósent á öllu síðasta ári, sem sé jafn mikið og á Norðurlandi eystra þar sem 260 íbúðir voru fullbúnar á síðasta ári. Á Vesturlandi og Suðurnesjum eru tæplega 500 nýjar íbúðir í byggingu, um 350 á Norðurlandi eystra og undir 100 íbúðir á Austurlandi, Norðurlandi vestra og Vestfjörðum.
Húsnæðismál Tengdar fréttir Verðbólgan að hluta til afleiðing áratuga stefnuleysis í húsnæðismálum Þingmaður Samfylkingarinnar kallar eftir því að stjórnvöld grípi til aðgerða vegna hækkandi verðbólgu, sem mælist nú tæplega tíu prósent. Framundan sé erfitt haust vegna kjaraviðræðna. 23. júlí 2022 12:10 Segir marga svekkta sem reyna við fasteignamarkaðinn Formaður Félags fasteignasala segir marga sitja eftir með sárt ennið sem gera tilboð í fasteignir eins og staðan er á markaðnum í dag. Þrátt fyrir yfirboð nái þeir ekki að festa kaup á húsnæði, samkeppnin sé of hörð. 20. júlí 2022 14:09 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Fleiri fréttir Tilnefnir nýjan þingflokksformann á morgun Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Sjá meira
Verðbólgan að hluta til afleiðing áratuga stefnuleysis í húsnæðismálum Þingmaður Samfylkingarinnar kallar eftir því að stjórnvöld grípi til aðgerða vegna hækkandi verðbólgu, sem mælist nú tæplega tíu prósent. Framundan sé erfitt haust vegna kjaraviðræðna. 23. júlí 2022 12:10
Segir marga svekkta sem reyna við fasteignamarkaðinn Formaður Félags fasteignasala segir marga sitja eftir með sárt ennið sem gera tilboð í fasteignir eins og staðan er á markaðnum í dag. Þrátt fyrir yfirboð nái þeir ekki að festa kaup á húsnæði, samkeppnin sé of hörð. 20. júlí 2022 14:09