Neitaði Adana þrisvar áður en hann samþykkti samningstilboðið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. júlí 2022 11:01 Birkir Bjarnason spilar í dag í Tyrklandi. BSR Agency/Getty Images Landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason spilar í dag í Tyrklandi. Hann hafði þó upphaflega lítinn áhuga á að spila fyrir núverandi lið sitt Adana Demirspor og neitaði samningstilboði frá félaginu þrívegis áður en hann sagði já. Hinn 34 ára gamli Birkir var í ítarlegu viðtali við staðarmiðilinn Akureyri.net á dögunum. Þessi fjölhæfi miðjumaður er uppalinn á Akureyri en flutti ungur að árum til Noregs. Hann hefur komið víða við á áhugaveðrum ferli en spilar í dag með Adana Demirspor í tyrknesku úrvalsdeildinni. Borgin Adana er staðsett fyrir botni Miðjarðarhafs, rétt tæpum 850 kílómetrum frá Istanbúl en þar æfði liðið á dögunum þar sem hitinn í Adana var tæp 40 stig. Birkir gekk í raðir félagsins á síðasta ári en hafði áður spilað í Noregi, Belgíu, Ítalíu, Sviss, Englandi og Katar. Hann hafði lítinn áhuga á að bæta Tyrklandi við þann lista í upphafi. Birkir Bjarnason með fyrirliðabandið í einum af sínum 110 A-landsleikjum.EPA-EFE/Lavandeira Jr „Þegar ég og kærastan komum hingað fyrst og kíktum á aðstæður leist okkur illa á. Þetta var rétt eftir að við höfðum verið föst á Ítalíu í tvö ár vegna kórónuveirunnar og ég hafði ekkert hitt fjölskylduna allan þann tíma, Tyrkland er langt í burtu og allt mjög frábrugðið því sem maður er vanur. Ég neitaði þess vegna samningstilboði frá liðinu, og gerði það reyndar þrisvar,“ segir landsliðsmaðurinn í viðtalinu við Akureyri.net. „Svo ákváðum við að fara aftur hingað niðureftir. Ég sló á endanum til og er ótrúlega glaður að ég skyldi ákveða að koma hingað,“ bætti hann við. Demirspor endaði í 9. sæti Süper Lig, tyrknesku úrvalsdeildarinnar, á síðustu leiktíð eftir að hafa verið í Evrópubaráttu framan af ári. Hinn hlédrægi Birkir spilaði þar með leikmanni sem elskar sviðsljósið, Ítalanum Mario Balotelli. Hann ber honum vel söguna en þeir höfðu spilað saman áður. „Mér finnst mjög gott að spila með honum. Við náum vel saman enda þekktumst við síðan við spiluðum saman hjá Brescia á Ítalíu um tíma. Auðvitað er svo gott að við tölum báðir ítölsku.“ Birkir í leik gegn Liechtenstein.EPA-EFE/CHRISTIAN MERZ Birkir er samningsbundinn Adana út næsta tímabil og stefnir á að njóta tímabilsins og lífsins í Tyrklandi næstu mánuði. „Ég er kominn á þann aldur að ég reyni að njóta í botn. Maður veit aldrei hvað maður getur verið lengi að og ég ætlaði því að njóta þess að spila fótbolta eins lengi og ég get,“ sagði hann að lokum en viðtal Birkis á Akureyri.net má finna hér. Fótbolti Tyrkneski boltinn Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Sjá meira
Hinn 34 ára gamli Birkir var í ítarlegu viðtali við staðarmiðilinn Akureyri.net á dögunum. Þessi fjölhæfi miðjumaður er uppalinn á Akureyri en flutti ungur að árum til Noregs. Hann hefur komið víða við á áhugaveðrum ferli en spilar í dag með Adana Demirspor í tyrknesku úrvalsdeildinni. Borgin Adana er staðsett fyrir botni Miðjarðarhafs, rétt tæpum 850 kílómetrum frá Istanbúl en þar æfði liðið á dögunum þar sem hitinn í Adana var tæp 40 stig. Birkir gekk í raðir félagsins á síðasta ári en hafði áður spilað í Noregi, Belgíu, Ítalíu, Sviss, Englandi og Katar. Hann hafði lítinn áhuga á að bæta Tyrklandi við þann lista í upphafi. Birkir Bjarnason með fyrirliðabandið í einum af sínum 110 A-landsleikjum.EPA-EFE/Lavandeira Jr „Þegar ég og kærastan komum hingað fyrst og kíktum á aðstæður leist okkur illa á. Þetta var rétt eftir að við höfðum verið föst á Ítalíu í tvö ár vegna kórónuveirunnar og ég hafði ekkert hitt fjölskylduna allan þann tíma, Tyrkland er langt í burtu og allt mjög frábrugðið því sem maður er vanur. Ég neitaði þess vegna samningstilboði frá liðinu, og gerði það reyndar þrisvar,“ segir landsliðsmaðurinn í viðtalinu við Akureyri.net. „Svo ákváðum við að fara aftur hingað niðureftir. Ég sló á endanum til og er ótrúlega glaður að ég skyldi ákveða að koma hingað,“ bætti hann við. Demirspor endaði í 9. sæti Süper Lig, tyrknesku úrvalsdeildarinnar, á síðustu leiktíð eftir að hafa verið í Evrópubaráttu framan af ári. Hinn hlédrægi Birkir spilaði þar með leikmanni sem elskar sviðsljósið, Ítalanum Mario Balotelli. Hann ber honum vel söguna en þeir höfðu spilað saman áður. „Mér finnst mjög gott að spila með honum. Við náum vel saman enda þekktumst við síðan við spiluðum saman hjá Brescia á Ítalíu um tíma. Auðvitað er svo gott að við tölum báðir ítölsku.“ Birkir í leik gegn Liechtenstein.EPA-EFE/CHRISTIAN MERZ Birkir er samningsbundinn Adana út næsta tímabil og stefnir á að njóta tímabilsins og lífsins í Tyrklandi næstu mánuði. „Ég er kominn á þann aldur að ég reyni að njóta í botn. Maður veit aldrei hvað maður getur verið lengi að og ég ætlaði því að njóta þess að spila fótbolta eins lengi og ég get,“ sagði hann að lokum en viðtal Birkis á Akureyri.net má finna hér.
Fótbolti Tyrkneski boltinn Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Sjá meira
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn