Sagði síðari hálfleikinn frábæran og vildi ekki tjá sig um orðróma tengda Norrköping Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. júlí 2022 21:40 Óskar Hrafn á hliðarlínunni. Vísir/Hulda Margrét Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var sáttur með seinni hálfleik sinna manna í 4-1 sigrinum á Santa Coloma í leik liðanna í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. Þá vildi hann ekki tjá sig um sænska úrvalsdeildarfélagið Norrköping en fyrr í kvöld orðuðu sænskir fjölmiðlar hann við starfið. Breiðablik mætti Santa Coloma í kvöld á Kópavogsvelli en Blikar leiddu 1-0 eftir góðan sigur ytra. Gestirnir komu öllum á óvart með marki af tæplega 40 metra færi þegar hálftími var liðinn en Blikar svöruðu undir lok fyrri hálfleiks. Í upphafi síðari hálfleiks fékk leikmaður Coloma rautt spjald fyrir að verja með hendi á línu, Höskuldur Gunnlaugsson skoraði úr vítaspyrnunni og eftir það var ljóst að einvígið væri búið. „Við erum sáttir með að vera komnir áfram. Kannski ekkert sérstaklega sáttur með fyrri hálfleikinn sem einkenndist af smá ótta og skort á að þora að spila. Seinni hálfleikurinn var frábær og byrjunin á honum var virkilega sterk og ekkert hægt að kvarta. Santa Coloma er vel skipulagt, kann að verjast í 4-4-2 og það tók tíma að brjóta þá á bak aftur.“ „Mér fannst menn vera að leggja sig fram allan leikinn í 90 mínútur. Við sjáum það á aukaspyrnunni sem Dagur Dan (Þórhallsson) fær í uppbótartíma eftir að hlaupa 70 metra, búinn að hlaupa allan leikinn. Ég er sáttur og fínn taktur á þessu, góður inngangur fyrir leikinn á móti Keflavík á sunnudag,“ sagði Óskar Hrafn aðspurður hvort hann væri sáttur við hlaupatölur dagsins en hann sagði fyrir leik að hann vildi sjá sína menn hlaupa meira en í Andorra. Blikar halda áfram að raða inn mörkum á heimavelli. Óskar Hrafn var spurður hvort hann væri hræddur um að stuðningsfólk Blika gæti orðið of góðu vant. „Við þurfum að passa okkur á því að hver leikur á sitt líf og þetta er ekki sjálfgefið, sáum það úti og í fyrri hálfleik í dag. Það er ekki sjálfgefið að liðið spili vel, skapi sér færi og skori mörk. Þú þarft að hafa fyrir því allan tímann, vonandi heldur það áfram en það heldur bara áfram ef við spilum eins og menn.“ Breiðablik mætir Budućnost Podgorica frá Svartfjallalandi í næstu umferð. „Ég held við eigum von á erfiðum leik. Ég hef horft á leikinn milli Budućnost og liðsins frá Kósovó. Þetta er gott lið, vel mannað, rútínerað í Evrópu svo ég býst við hörku leikjum en auðvitað er alveg ljóst að við ætlum okkur áfram.“ Að lokum var Óskar Hrafn spurður út í þá staðreynd að hann sé á blaði hjá sænska úrvalsdeildarfélaginu Norrköping. „Ekkert sem ég ætla að tjá mig um. Hef ekki haft það í vana að tjá mig um orðróma og er með 100 prósent fókus á verkefnið hjá Breiðablik.“ Fótbolti Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Tengdar fréttir Óskar Hrafn: Þurfum að stíga á bensíngjöfina Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, telur að liðið lærði mikið af fyrri leiknum við Santa Coloma sem Blikar unnu 0-1 í Andorra. Blikar þurfa að auka hraðann gegn þeim í næsta leik. 13. júlí 2022 22:01 Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Fleiri fréttir Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Sjá meira
Breiðablik mætti Santa Coloma í kvöld á Kópavogsvelli en Blikar leiddu 1-0 eftir góðan sigur ytra. Gestirnir komu öllum á óvart með marki af tæplega 40 metra færi þegar hálftími var liðinn en Blikar svöruðu undir lok fyrri hálfleiks. Í upphafi síðari hálfleiks fékk leikmaður Coloma rautt spjald fyrir að verja með hendi á línu, Höskuldur Gunnlaugsson skoraði úr vítaspyrnunni og eftir það var ljóst að einvígið væri búið. „Við erum sáttir með að vera komnir áfram. Kannski ekkert sérstaklega sáttur með fyrri hálfleikinn sem einkenndist af smá ótta og skort á að þora að spila. Seinni hálfleikurinn var frábær og byrjunin á honum var virkilega sterk og ekkert hægt að kvarta. Santa Coloma er vel skipulagt, kann að verjast í 4-4-2 og það tók tíma að brjóta þá á bak aftur.“ „Mér fannst menn vera að leggja sig fram allan leikinn í 90 mínútur. Við sjáum það á aukaspyrnunni sem Dagur Dan (Þórhallsson) fær í uppbótartíma eftir að hlaupa 70 metra, búinn að hlaupa allan leikinn. Ég er sáttur og fínn taktur á þessu, góður inngangur fyrir leikinn á móti Keflavík á sunnudag,“ sagði Óskar Hrafn aðspurður hvort hann væri sáttur við hlaupatölur dagsins en hann sagði fyrir leik að hann vildi sjá sína menn hlaupa meira en í Andorra. Blikar halda áfram að raða inn mörkum á heimavelli. Óskar Hrafn var spurður hvort hann væri hræddur um að stuðningsfólk Blika gæti orðið of góðu vant. „Við þurfum að passa okkur á því að hver leikur á sitt líf og þetta er ekki sjálfgefið, sáum það úti og í fyrri hálfleik í dag. Það er ekki sjálfgefið að liðið spili vel, skapi sér færi og skori mörk. Þú þarft að hafa fyrir því allan tímann, vonandi heldur það áfram en það heldur bara áfram ef við spilum eins og menn.“ Breiðablik mætir Budućnost Podgorica frá Svartfjallalandi í næstu umferð. „Ég held við eigum von á erfiðum leik. Ég hef horft á leikinn milli Budućnost og liðsins frá Kósovó. Þetta er gott lið, vel mannað, rútínerað í Evrópu svo ég býst við hörku leikjum en auðvitað er alveg ljóst að við ætlum okkur áfram.“ Að lokum var Óskar Hrafn spurður út í þá staðreynd að hann sé á blaði hjá sænska úrvalsdeildarfélaginu Norrköping. „Ekkert sem ég ætla að tjá mig um. Hef ekki haft það í vana að tjá mig um orðróma og er með 100 prósent fókus á verkefnið hjá Breiðablik.“
Fótbolti Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Tengdar fréttir Óskar Hrafn: Þurfum að stíga á bensíngjöfina Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, telur að liðið lærði mikið af fyrri leiknum við Santa Coloma sem Blikar unnu 0-1 í Andorra. Blikar þurfa að auka hraðann gegn þeim í næsta leik. 13. júlí 2022 22:01 Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Fleiri fréttir Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Sjá meira
Óskar Hrafn: Þurfum að stíga á bensíngjöfina Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, telur að liðið lærði mikið af fyrri leiknum við Santa Coloma sem Blikar unnu 0-1 í Andorra. Blikar þurfa að auka hraðann gegn þeim í næsta leik. 13. júlí 2022 22:01