Samkomulag í höfn um útflutning kornvöru Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. júlí 2022 07:23 Milljónir tonna af kornvöru sitja föst í birgðageymslum Úkraínu vegna átkanna í landinu. epa/Sergei Ilnitsky Stjórnvöld í Tyrklandi segja samkomulag hafa náðst við Úkraínu, Rússland og Sameinuðu þjóðirnar um útflutning kornvöru frá Úkraínu. Að sögn varnarmálaráðherrans Hulusi Akar verður samkomulagið undirritað í næstu viku. Það mun meðal annars fela í sér sameiginlegt eftirlit í höfnum Úkraínu og þá skuldbinda Tyrkir sig til að tryggja öryggi sjóleiða flutningsskipa. Tyrkir munu einnig koma á fót samhæfingarstöð um útflutninginn, í samvinnu við Úkraínumenn, Rússa og Sameinuðu þjóðirnar. Áhyggjur hafa verið uppi um yfirvofandi fæðuskort og hungursneyð víða um heim vegna rofs á útflutningi kornvöru frá Úkraínu vegna innrásar Rússa en Úkraínu og Rússland, sem nú sætir hörðum refsiaðgerðum, eru meðal stærstu útflutningsríkja korns í heiminum. A ray of hope in a world darkened by crises.Today in Istanbul, we have seen a major step forward to ensure the export of Ukrainian food products through the Black Sea.I salute the commitment of all those working to secure an agreement for our common humanity.— António Guterres (@antonioguterres) July 13, 2022 Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti sagði í daglegu ávarpi sínu í gærkvöldi að um væri að ræða marktækt skref í átt að því að endurhefja útflutninginn og að hann væri þakklátur Tyrkjum og Sameinuðu þjóðunum fyrir aðkomu þeirra að málinu. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði sömuleiðis um mikilvægt skref að ræða en varaði við því að enn væri eftir að útfæra ákveðin tæknileg atriði. Samkomulagið sýndi að Úkraínumenn og Rússar gætu talað saman en að friður væri langt handan seilingar. Interfax hafði eftir fulltrúa rússneska utanríkisráðuneytisins að Rússar myndu vilja koma að öllu eftirliti með flutningunum til að koma í veg fyrir vopnasmygl. Úkraínumenn hafa sakað Rússa um þjófnað á uppskeru landsins, sem hafi meðal annars verið flutt til Tyrklands. Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Úkraína Rússland Tyrkland Matvælaframleiðsla Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira
Það mun meðal annars fela í sér sameiginlegt eftirlit í höfnum Úkraínu og þá skuldbinda Tyrkir sig til að tryggja öryggi sjóleiða flutningsskipa. Tyrkir munu einnig koma á fót samhæfingarstöð um útflutninginn, í samvinnu við Úkraínumenn, Rússa og Sameinuðu þjóðirnar. Áhyggjur hafa verið uppi um yfirvofandi fæðuskort og hungursneyð víða um heim vegna rofs á útflutningi kornvöru frá Úkraínu vegna innrásar Rússa en Úkraínu og Rússland, sem nú sætir hörðum refsiaðgerðum, eru meðal stærstu útflutningsríkja korns í heiminum. A ray of hope in a world darkened by crises.Today in Istanbul, we have seen a major step forward to ensure the export of Ukrainian food products through the Black Sea.I salute the commitment of all those working to secure an agreement for our common humanity.— António Guterres (@antonioguterres) July 13, 2022 Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti sagði í daglegu ávarpi sínu í gærkvöldi að um væri að ræða marktækt skref í átt að því að endurhefja útflutninginn og að hann væri þakklátur Tyrkjum og Sameinuðu þjóðunum fyrir aðkomu þeirra að málinu. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði sömuleiðis um mikilvægt skref að ræða en varaði við því að enn væri eftir að útfæra ákveðin tæknileg atriði. Samkomulagið sýndi að Úkraínumenn og Rússar gætu talað saman en að friður væri langt handan seilingar. Interfax hafði eftir fulltrúa rússneska utanríkisráðuneytisins að Rússar myndu vilja koma að öllu eftirliti með flutningunum til að koma í veg fyrir vopnasmygl. Úkraínumenn hafa sakað Rússa um þjófnað á uppskeru landsins, sem hafi meðal annars verið flutt til Tyrklands.
Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Úkraína Rússland Tyrkland Matvælaframleiðsla Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira