Nóra er fundin og komin heim Bjarki Sigurðsson skrifar 13. júlí 2022 20:08 Nóra er komin heim eftir að hafa verið í mánuð á flakki um Laugardalinn. Samsett Guðmundur Felixson og Þuríður Blær Jóhannsdóttir fengu köttinn Nóru aftur heim til sín í dag, mánuði eftir að Reykjavíkurborg fjarlægði hana. Þau vonast til þess að borgin endurskoði verkferla sína eftir málið. Sést hafði til Nóru í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum nokkrum sinnum eftir að hún slapp en aldrei hafði neinn náð að fanga hana. Bæði höfðu Guðmundur og Þuríður, sem og starfsmenn garðsins reynt að ná henni. Starfsmenn garðsins sáu samt til þess að hún fengi að borða þegar hún birtist þar og létu vita þegar til hennar sást. Það var loks í dag sem hún náðist og komið aftur heim til sín. Í færslu á Facebook-síðu Guðmundar segir að hún sé afar ánægð að vera komin heim og að það verði dekrað við hana næstu daga. „Vonandi verður ævintýri Nóru til þess að Reykjavíkurborg breyti verklagi sínu þegar kemur að svona aðgerðum,“ segir í færslunni en Nóra var fjarlægð nálægt heimili sínu af starfsmönnum borgarinnar fyrir mánuði síðan. Þá hafði nágranni Guðmundar og Blævar kvartað ítrekað yfir köttum á svæðinu og því greip borgin til þess örþrifaráðs að setja upp kattagildru við húsið. Þorkell Heiðarsson, deildarstjóri og umsjónarmaður Dýraþjónustu Reykjavíkur, sagði í samtali við fréttastofu á sínum tíma að kattagildran væri örsjaldan notuð. Hún var þá færð í Laugardalinn í húsnæði Dýraþjónustunnar þar sem átti að lesa örmerki hennar og komast að því hverjir eigendurnir væru. Hún stökk þar út um glugga og lét ekki ná sér þar til í dag. Dýr Kettir Reykjavík Gæludýr Nágrannadeilur Tengdar fréttir Borgin fjarlægði og týndi heimiliskettinum Nóra, köttur leikaraparsins Guðmundar Felixsonar og Þuríðar Blævar Jóhannsdóttur, er týndur. Nágranni þeirra hafði ítrekað kvartað yfir Nóru en á laugardag höfðu starfsmenn Reykjavíkurborgar fjarlægt hana og komið fyrir í kattageymslu Reykjarvíkurborgar, án þess að láta eigendur vita. 13. júní 2022 18:54 Nýtti tækifærið og stökk út um glugga Deildarstjóri og umsjónarmaður Dýraþjónustu Reykjavíkur harmar það að kötturinn Nóra hafi sloppið úr haldi þjónustunnar. Verið sé að fara yfir verkferla sem varða notkun á gildrum. 14. júní 2022 13:23 Enn þá týnd: Nóra gerir þarfir sínar í blómabeð þrátt fyrir háþróaðar varnir Læðan Nóra er enn ófundin eftir þriggja daga leit í Laugardalnum. Nóra slapp úr haldi Dýraþjónustu Reykjavíkur á laugardaginn eftir að hafa verið numin á brott úr einkagarði án þess að eigandinn væri látinn vita. Eigandinn, Guðmundur Felixson leikari, er miður sín. 14. júní 2022 19:50 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Sést hafði til Nóru í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum nokkrum sinnum eftir að hún slapp en aldrei hafði neinn náð að fanga hana. Bæði höfðu Guðmundur og Þuríður, sem og starfsmenn garðsins reynt að ná henni. Starfsmenn garðsins sáu samt til þess að hún fengi að borða þegar hún birtist þar og létu vita þegar til hennar sást. Það var loks í dag sem hún náðist og komið aftur heim til sín. Í færslu á Facebook-síðu Guðmundar segir að hún sé afar ánægð að vera komin heim og að það verði dekrað við hana næstu daga. „Vonandi verður ævintýri Nóru til þess að Reykjavíkurborg breyti verklagi sínu þegar kemur að svona aðgerðum,“ segir í færslunni en Nóra var fjarlægð nálægt heimili sínu af starfsmönnum borgarinnar fyrir mánuði síðan. Þá hafði nágranni Guðmundar og Blævar kvartað ítrekað yfir köttum á svæðinu og því greip borgin til þess örþrifaráðs að setja upp kattagildru við húsið. Þorkell Heiðarsson, deildarstjóri og umsjónarmaður Dýraþjónustu Reykjavíkur, sagði í samtali við fréttastofu á sínum tíma að kattagildran væri örsjaldan notuð. Hún var þá færð í Laugardalinn í húsnæði Dýraþjónustunnar þar sem átti að lesa örmerki hennar og komast að því hverjir eigendurnir væru. Hún stökk þar út um glugga og lét ekki ná sér þar til í dag.
Dýr Kettir Reykjavík Gæludýr Nágrannadeilur Tengdar fréttir Borgin fjarlægði og týndi heimiliskettinum Nóra, köttur leikaraparsins Guðmundar Felixsonar og Þuríðar Blævar Jóhannsdóttur, er týndur. Nágranni þeirra hafði ítrekað kvartað yfir Nóru en á laugardag höfðu starfsmenn Reykjavíkurborgar fjarlægt hana og komið fyrir í kattageymslu Reykjarvíkurborgar, án þess að láta eigendur vita. 13. júní 2022 18:54 Nýtti tækifærið og stökk út um glugga Deildarstjóri og umsjónarmaður Dýraþjónustu Reykjavíkur harmar það að kötturinn Nóra hafi sloppið úr haldi þjónustunnar. Verið sé að fara yfir verkferla sem varða notkun á gildrum. 14. júní 2022 13:23 Enn þá týnd: Nóra gerir þarfir sínar í blómabeð þrátt fyrir háþróaðar varnir Læðan Nóra er enn ófundin eftir þriggja daga leit í Laugardalnum. Nóra slapp úr haldi Dýraþjónustu Reykjavíkur á laugardaginn eftir að hafa verið numin á brott úr einkagarði án þess að eigandinn væri látinn vita. Eigandinn, Guðmundur Felixson leikari, er miður sín. 14. júní 2022 19:50 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Borgin fjarlægði og týndi heimiliskettinum Nóra, köttur leikaraparsins Guðmundar Felixsonar og Þuríðar Blævar Jóhannsdóttur, er týndur. Nágranni þeirra hafði ítrekað kvartað yfir Nóru en á laugardag höfðu starfsmenn Reykjavíkurborgar fjarlægt hana og komið fyrir í kattageymslu Reykjarvíkurborgar, án þess að láta eigendur vita. 13. júní 2022 18:54
Nýtti tækifærið og stökk út um glugga Deildarstjóri og umsjónarmaður Dýraþjónustu Reykjavíkur harmar það að kötturinn Nóra hafi sloppið úr haldi þjónustunnar. Verið sé að fara yfir verkferla sem varða notkun á gildrum. 14. júní 2022 13:23
Enn þá týnd: Nóra gerir þarfir sínar í blómabeð þrátt fyrir háþróaðar varnir Læðan Nóra er enn ófundin eftir þriggja daga leit í Laugardalnum. Nóra slapp úr haldi Dýraþjónustu Reykjavíkur á laugardaginn eftir að hafa verið numin á brott úr einkagarði án þess að eigandinn væri látinn vita. Eigandinn, Guðmundur Felixson leikari, er miður sín. 14. júní 2022 19:50