Hægt að ná hæstu tindum ef fólk vinnur saman í hópflæði Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. júlí 2022 07:01 Jef Van den Hout doktor í sálfræði við tækniháskólann í Eindhoven í Hollandi segir að ef svokallað hópflæði næst í hóp geti hann náð undraverðum árangri. Í sameiningu geti fólk náð toppum sem það gæti ekki annars. Vísir/Ívar Doktor í sálfræði segir að með því að kenna fólki nýja nálgun í samvinnu og hópvinnu sé hægt að ná fram mun betri afköstum og starfsánægju á vinnustöðum. Í flóknari verkefnum sé ákjósanlegast að hafa ekki fleiri en 4-6 í hópi. Jef Van den Hout doktor í sálfræði við tækniháskólann í Eindhoven í Hollandi segir að með því að kenna fólki ákveðnar aðferðir í hópavinnu sé hægt að ná fram hámarksafköstum og aukinni starfsgleði. Hann er sérfræðingur í fyrirbæri sem nefnist á ensku Team Flow sem þýða má sem hópflæði. Ef það náist í samstarfi fólks geti hópurinn náð undraverðum árangri. Í sameiningu geti fólk náð toppum sem það gæti ekki annars. „Hópflæði er það besta í aðstæðum þar sem samvinna fer fram. Þá nýtur hver maður þess sem hann gerir og hópurinn nær á sama tíma sínu besta fram,“ segir Jef. Jef er meðal fyrirlesara á ráðstefnu sem fer nú fram í Hörpu um Jákvæða sálfræði þar sem hátt í sjö hundruð manns taka þátt. Hann hefur kennt hópum að nota þessa aðferðafræði með góðum árangri og segir mikilvægt að í upphafi marki hópurinn sameiginlega sýn og markmið. „Hópurinn þarf að hafa krefjandi markmið. Það þarf að skipta verkefnum niður á einstaklinga í hópnum svo hver og einn geti nýtt sinn persónulega styrk. Brýnt er að geta átt opin tjáskipti svo fólk upplifi sig í öruggu umhverfi þar sem það er í lagi að gera mistök. Ef mistök verða þá þarf viðhorfið að vera að það eigi að læra af þeim en alls ekki skamma viðkomandi,“ segir hann. Jef segir hægt að þjálfa þessa hæfni hjá fólki. „Meðlimir hópsins þurfa að fá þjálfun í að vinna saman á skilvirkan, árangursríkan og skemmtilegan hátt,“ segir Jef. Hann segir að fjöldi í hóp geti líka haft áhrif á gæði hans. „Það er oft talað um að fjöldi í hóp megi ekki vera fleiri en sjö. Ef um er að ræða flókin verkefni er gott að vera ekki í stærri hópi en 4-6 manna. Í Hollandi eru teymi í heilbrigðisþjónustu takmörkuð við níu manns,“ segir Jef. Geðheilbrigði Vinnumarkaður Vinnustaðamenning Tengdar fréttir Telur Íslendinga ofnota þunglyndislyf og mælir með núvitund Einn virtasti prófessor samtímans í sálfræði og geðlækningum telur Íslendinga ofnota þunglyndislyf. Hann bendir á að rannsóknir hafi sýnt að dagleg hugleiðsla í stuttan tíma geti haft mun jákvæðari áhrif á andlega heilsu fólks til lengri tíma en lyf. 1. júlí 2022 19:00 Þurfi að endurhugsa geðheilbrigðismálin Sviðsstjóri hjá Landlæknisembættinu segir mikilvægt að bregðast við aukinni vanlíðan hjá Íslendingum. Það skjóti skökku við að niðurgreiða aðeins þunglyndis-og kvíðalyf en ekki sálfræðiþjónustu. 1. júlí 2022 13:00 Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjá meira
Jef Van den Hout doktor í sálfræði við tækniháskólann í Eindhoven í Hollandi segir að með því að kenna fólki ákveðnar aðferðir í hópavinnu sé hægt að ná fram hámarksafköstum og aukinni starfsgleði. Hann er sérfræðingur í fyrirbæri sem nefnist á ensku Team Flow sem þýða má sem hópflæði. Ef það náist í samstarfi fólks geti hópurinn náð undraverðum árangri. Í sameiningu geti fólk náð toppum sem það gæti ekki annars. „Hópflæði er það besta í aðstæðum þar sem samvinna fer fram. Þá nýtur hver maður þess sem hann gerir og hópurinn nær á sama tíma sínu besta fram,“ segir Jef. Jef er meðal fyrirlesara á ráðstefnu sem fer nú fram í Hörpu um Jákvæða sálfræði þar sem hátt í sjö hundruð manns taka þátt. Hann hefur kennt hópum að nota þessa aðferðafræði með góðum árangri og segir mikilvægt að í upphafi marki hópurinn sameiginlega sýn og markmið. „Hópurinn þarf að hafa krefjandi markmið. Það þarf að skipta verkefnum niður á einstaklinga í hópnum svo hver og einn geti nýtt sinn persónulega styrk. Brýnt er að geta átt opin tjáskipti svo fólk upplifi sig í öruggu umhverfi þar sem það er í lagi að gera mistök. Ef mistök verða þá þarf viðhorfið að vera að það eigi að læra af þeim en alls ekki skamma viðkomandi,“ segir hann. Jef segir hægt að þjálfa þessa hæfni hjá fólki. „Meðlimir hópsins þurfa að fá þjálfun í að vinna saman á skilvirkan, árangursríkan og skemmtilegan hátt,“ segir Jef. Hann segir að fjöldi í hóp geti líka haft áhrif á gæði hans. „Það er oft talað um að fjöldi í hóp megi ekki vera fleiri en sjö. Ef um er að ræða flókin verkefni er gott að vera ekki í stærri hópi en 4-6 manna. Í Hollandi eru teymi í heilbrigðisþjónustu takmörkuð við níu manns,“ segir Jef.
Geðheilbrigði Vinnumarkaður Vinnustaðamenning Tengdar fréttir Telur Íslendinga ofnota þunglyndislyf og mælir með núvitund Einn virtasti prófessor samtímans í sálfræði og geðlækningum telur Íslendinga ofnota þunglyndislyf. Hann bendir á að rannsóknir hafi sýnt að dagleg hugleiðsla í stuttan tíma geti haft mun jákvæðari áhrif á andlega heilsu fólks til lengri tíma en lyf. 1. júlí 2022 19:00 Þurfi að endurhugsa geðheilbrigðismálin Sviðsstjóri hjá Landlæknisembættinu segir mikilvægt að bregðast við aukinni vanlíðan hjá Íslendingum. Það skjóti skökku við að niðurgreiða aðeins þunglyndis-og kvíðalyf en ekki sálfræðiþjónustu. 1. júlí 2022 13:00 Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjá meira
Telur Íslendinga ofnota þunglyndislyf og mælir með núvitund Einn virtasti prófessor samtímans í sálfræði og geðlækningum telur Íslendinga ofnota þunglyndislyf. Hann bendir á að rannsóknir hafi sýnt að dagleg hugleiðsla í stuttan tíma geti haft mun jákvæðari áhrif á andlega heilsu fólks til lengri tíma en lyf. 1. júlí 2022 19:00
Þurfi að endurhugsa geðheilbrigðismálin Sviðsstjóri hjá Landlæknisembættinu segir mikilvægt að bregðast við aukinni vanlíðan hjá Íslendingum. Það skjóti skökku við að niðurgreiða aðeins þunglyndis-og kvíðalyf en ekki sálfræðiþjónustu. 1. júlí 2022 13:00