Tiger Woods, McIlroy og fleiri spila við amatöra í beinni Sindri Sverrisson skrifar 29. júní 2022 17:30 Tiger Woods mundar kylfuna á velli Adare Manor golfklúbbsins á Írlandi á mánudag og þriðjudag. Getty/Christian Petersen Áskrifendur Stöðvar 2 Golf geta í næstu viku tekið forskot á sæluna fyrir Opna breska mótið í golfi með því að horfa á JP McManus Pro-Am mótið, þar sem áhugakylfingar fá að spila með bestu kylfingum heims. Stærsta nafnið á mótinu er Tiger Woods, sem unnið hefur 15 risamót, en á meðal annarra stórkostlegra kylfinga sem áhugakylfingarnir fá að spila með eru Rory McIlroy, Brooks Koepka, Collin Marikawa og Jon Rahm. Kylfingarnir á mótinu hafa alls unnið 46 risamót. Leiknir verða tveir hringir, á mánudag og þriðjudag, eða alls 36 holur. Beinar útsendingar frá mótinu verða á mánudag og þriðjudag frá klukkan 13:30 – 18:30, og hefur Stöð 2 Golf nú tryggt sér sýningarrétt frá mótinu. Mótið fer þannig fram að hver atvinnukylfingur leikur í liði með þremur áhugakylfingum og er keppnin tvíþætt; einstaklings- og liðakeppni. Leikið er á velli Adare Manor golfklúbbsins á Írlandi. Atvinnukylfingarnir leika alltaf sínum bolta en áhugakylfingarnir sem þeim fylgja fá að nota besta teighögg liðsins hverju sinni, og geta aldrei fengið verri útkomu en par á hverri braut. Lægsta skor kylfings á hverri braut telur fyrir viðkomandi lið í liðakeppninni. Auk bestu kylfinga heims keppa á mótinu menn sem heimamenn koma til með að halda með, eins og Padraig Harrington og Shane Lowry sem og hin írska Leona Maguire sem verður eini atvinnukylfingurinn úr röðum kvenna á mótinu. Hún á það á ferilskránni að hafa verið stigahæsti áhugakylfingur heims í 135 vikur samfleytt, sem er met, og sló í gegn sem nýliði með liði Evrópu á Solheim Cup í fyrra. JP McManus Pro-Am er öðrum þræði góðgerðamót og hafa þegar safnast 140 milljónir evra til styrktar góðgerðamála. Mótið er haldið í tengslum við Opna breska mótið sem fram fer 14.-17. júlí. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Golf Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Fótbolti Fleiri fréttir Tíu ára fór holu í höggi í Eyjum Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Kylfingum skipað að flýja þrumuveðrið Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Mikilmennin misstíga sig á PGA-meistaramótinu Fetar Spieth í fótspor McIlroy? Rosalegur ráshópur McIlroy Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Fjórtán ára strákur kominn í lokaúrtökumót fyrir Opna bandaríska Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Sjá meira
Stærsta nafnið á mótinu er Tiger Woods, sem unnið hefur 15 risamót, en á meðal annarra stórkostlegra kylfinga sem áhugakylfingarnir fá að spila með eru Rory McIlroy, Brooks Koepka, Collin Marikawa og Jon Rahm. Kylfingarnir á mótinu hafa alls unnið 46 risamót. Leiknir verða tveir hringir, á mánudag og þriðjudag, eða alls 36 holur. Beinar útsendingar frá mótinu verða á mánudag og þriðjudag frá klukkan 13:30 – 18:30, og hefur Stöð 2 Golf nú tryggt sér sýningarrétt frá mótinu. Mótið fer þannig fram að hver atvinnukylfingur leikur í liði með þremur áhugakylfingum og er keppnin tvíþætt; einstaklings- og liðakeppni. Leikið er á velli Adare Manor golfklúbbsins á Írlandi. Atvinnukylfingarnir leika alltaf sínum bolta en áhugakylfingarnir sem þeim fylgja fá að nota besta teighögg liðsins hverju sinni, og geta aldrei fengið verri útkomu en par á hverri braut. Lægsta skor kylfings á hverri braut telur fyrir viðkomandi lið í liðakeppninni. Auk bestu kylfinga heims keppa á mótinu menn sem heimamenn koma til með að halda með, eins og Padraig Harrington og Shane Lowry sem og hin írska Leona Maguire sem verður eini atvinnukylfingurinn úr röðum kvenna á mótinu. Hún á það á ferilskránni að hafa verið stigahæsti áhugakylfingur heims í 135 vikur samfleytt, sem er met, og sló í gegn sem nýliði með liði Evrópu á Solheim Cup í fyrra. JP McManus Pro-Am er öðrum þræði góðgerðamót og hafa þegar safnast 140 milljónir evra til styrktar góðgerðamála. Mótið er haldið í tengslum við Opna breska mótið sem fram fer 14.-17. júlí. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Golf Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Fótbolti Fleiri fréttir Tíu ára fór holu í höggi í Eyjum Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Kylfingum skipað að flýja þrumuveðrið Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Mikilmennin misstíga sig á PGA-meistaramótinu Fetar Spieth í fótspor McIlroy? Rosalegur ráshópur McIlroy Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Fjórtán ára strákur kominn í lokaúrtökumót fyrir Opna bandaríska Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Sjá meira