Jón biðst velvirðingar á ónákvæmni Árni Sæberg skrifar 28. júní 2022 15:52 Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur beðist velvirðingar á ónákvæmni sinni. Vísir/Vilhelm Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra biðst velvirðingar á ónákvæmni í orðum sínum um að þungunarrof nái til síðustu viku fram að barnsburði. Dómsmálaráðherra sagði í viðtali á Vísi í gær að hann hefði kosið gegn frumvarpi um þungunarrof árið 2019 á þeim forsendum að það gerði ráð fyrir að þungunarrof gæti átt sér stað allt að síðustu viku fyrir barnsburð. Þingflokksformaður Pírata gagnrýndi ráðherran harðlega í samtali við Vísi í morgun. Í skriflegu svari við frétt Vísis biðst Jón velvirðingar á ónákvæmni í orðum sínum. „Frumvarpið sem varð að lögum og var til umræðu í þinginu 2019 nær til viku 22 en í umræðum í þinginu var hreyft við þeim sjónarmiðum að rétturinn til þungunarrofs ætti að ná skilyrðislaust til síðustu viku barnsburðar. Því var ég hjartanlega ósammála,“ segir hann. Þá segist hann vera ósammála því að hversu nálægt var gengið lífvænleika fósturs sem 22 vikur eru skilyrðislaust. „Ég taldi réttara að ganga ekki svo langt því þó að sjálfsákvörðunarréttur kvenna ætti að sjálfsögðu að vera í forgrunni mætti skilyrða að einhverju leyti ástæður þess þegar meðganga er komin svo langt á leið,“ segir Jón. Aðalatriðið sé sem fyrr að réttur kvenna og leghafa á Íslandi til þungunarrofs er mikilvægur og rúmur borið saman við önnur nágrannalönd. „Ég tel mikilvægt að svo verði áfram og um það ríki djúp og góð samstaða í okkar samfélagi og árétta að mér þykir þróun þessara mála í Bandaríkjunum ömurleg og ekki til eftirbreytni,“ segir Jón að lokum. Þungunarrof Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Dómsmálaráðherra sagði í viðtali á Vísi í gær að hann hefði kosið gegn frumvarpi um þungunarrof árið 2019 á þeim forsendum að það gerði ráð fyrir að þungunarrof gæti átt sér stað allt að síðustu viku fyrir barnsburð. Þingflokksformaður Pírata gagnrýndi ráðherran harðlega í samtali við Vísi í morgun. Í skriflegu svari við frétt Vísis biðst Jón velvirðingar á ónákvæmni í orðum sínum. „Frumvarpið sem varð að lögum og var til umræðu í þinginu 2019 nær til viku 22 en í umræðum í þinginu var hreyft við þeim sjónarmiðum að rétturinn til þungunarrofs ætti að ná skilyrðislaust til síðustu viku barnsburðar. Því var ég hjartanlega ósammála,“ segir hann. Þá segist hann vera ósammála því að hversu nálægt var gengið lífvænleika fósturs sem 22 vikur eru skilyrðislaust. „Ég taldi réttara að ganga ekki svo langt því þó að sjálfsákvörðunarréttur kvenna ætti að sjálfsögðu að vera í forgrunni mætti skilyrða að einhverju leyti ástæður þess þegar meðganga er komin svo langt á leið,“ segir Jón. Aðalatriðið sé sem fyrr að réttur kvenna og leghafa á Íslandi til þungunarrofs er mikilvægur og rúmur borið saman við önnur nágrannalönd. „Ég tel mikilvægt að svo verði áfram og um það ríki djúp og góð samstaða í okkar samfélagi og árétta að mér þykir þróun þessara mála í Bandaríkjunum ömurleg og ekki til eftirbreytni,“ segir Jón að lokum.
Þungunarrof Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira