Er á leið á HM með Ástralíu eftir að hafa fæðst í flóttamannabúðum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. júní 2022 10:01 Awer Mabil (til hægri) fagnar HM sætinu. EPA-EFE/Noushad Thekkayil Saga Ástralans Awer Mabil er nokkuð ólík flestum þeim sem munu taka þátt á HM í fótbolta sem fram fer í Katar undir lok þessa árs. Hinn 26 ára gamli Ástrali fæddist nefnilega í flóttamannabúðum í Malí í september árið 1995. Mabil er samningsbundinn Midtjylland í Danmörku en lék með Kasımpaşa í Tyrklandi á láni síðasta vetur. Hann hefur leikið alls 28 A-landsleiki fyrir Ástralíu og var meðal þeirra sem mætti Perú í umspilinu um sæti á HM í Katar. Vængmaðurinn var meðal þeirra sem tók vítaspyrnu í vítaspyrnukeppninni. Hann skoraði og eftir að Ástralía hafði tryggt sér sæti á fimmta heimsmeistaramótinu í röð þakkaði Mabil Ástralíu fyrir að taka við sér og fjölskyldu sinni þegar þau áttu engin önnur hús að vernda. „Ég vissi að ég myndi skora. Það var eina leiðin til að sýna Ástralíu þakklæti mitt og fjölskyldu minnar,“ sagði Mabil eftir leik. „Fjölskylda mín flúði Súdan vegna stríðsins, ég fæddist í kofa. Hótelherbergin sem við gistum í eru stærri en svæðið sem við fjölskyldan höfðum til umráða í flóttamannabúðunum. Ástralía tók við okkur og gaf fjölskyldu minni möguleika á að lifa eðlilegu lífi.“ Mabil vonast til að hafa lagt sitt á vogarskálarnar er varðar orðræðuna í kringum flóttamenn í Ástralíu. Still can't get over those scenes against Peru? Same. Experience it all over again by watching the full mini match now! #AUSvPER #Socceroos #GiveIt100— Socceroos (@Socceroos) June 15, 2022 „Vonandi hef ég haft áhrif á ástralskan fótbolta. Við erum að fara á HM, ég skoraði úr vítaspyrnu, við spiluðum allir okkar hlutverk í sigrinum. Vonandi spilaði krakkinn úr flóttamannabúðunum stórt hlutverk, þetta var mín leið til að þakka Ástralíu fyrir hönd fjölskyldu minnar,“ sagði Mabil að lokum. Ástralía mun leika í D-riðli ásamt heimsmeisturum Frakklands, Danmörku og Túnis. Fótbolti HM 2022 í Katar Súdan Ástralía Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Sjá meira
Mabil er samningsbundinn Midtjylland í Danmörku en lék með Kasımpaşa í Tyrklandi á láni síðasta vetur. Hann hefur leikið alls 28 A-landsleiki fyrir Ástralíu og var meðal þeirra sem mætti Perú í umspilinu um sæti á HM í Katar. Vængmaðurinn var meðal þeirra sem tók vítaspyrnu í vítaspyrnukeppninni. Hann skoraði og eftir að Ástralía hafði tryggt sér sæti á fimmta heimsmeistaramótinu í röð þakkaði Mabil Ástralíu fyrir að taka við sér og fjölskyldu sinni þegar þau áttu engin önnur hús að vernda. „Ég vissi að ég myndi skora. Það var eina leiðin til að sýna Ástralíu þakklæti mitt og fjölskyldu minnar,“ sagði Mabil eftir leik. „Fjölskylda mín flúði Súdan vegna stríðsins, ég fæddist í kofa. Hótelherbergin sem við gistum í eru stærri en svæðið sem við fjölskyldan höfðum til umráða í flóttamannabúðunum. Ástralía tók við okkur og gaf fjölskyldu minni möguleika á að lifa eðlilegu lífi.“ Mabil vonast til að hafa lagt sitt á vogarskálarnar er varðar orðræðuna í kringum flóttamenn í Ástralíu. Still can't get over those scenes against Peru? Same. Experience it all over again by watching the full mini match now! #AUSvPER #Socceroos #GiveIt100— Socceroos (@Socceroos) June 15, 2022 „Vonandi hef ég haft áhrif á ástralskan fótbolta. Við erum að fara á HM, ég skoraði úr vítaspyrnu, við spiluðum allir okkar hlutverk í sigrinum. Vonandi spilaði krakkinn úr flóttamannabúðunum stórt hlutverk, þetta var mín leið til að þakka Ástralíu fyrir hönd fjölskyldu minnar,“ sagði Mabil að lokum. Ástralía mun leika í D-riðli ásamt heimsmeisturum Frakklands, Danmörku og Túnis.
Fótbolti HM 2022 í Katar Súdan Ástralía Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Sjá meira