Ósammála vali Nadim en segir hana velkomna Sindri Sverrisson skrifar 13. júní 2022 19:07 Pernille Harder og Nadia Nadim hafa lengi verið í aðalhlutverkum hjá danska landsliðinu. Getty/Andrea Staccioli Nadia Nadim, landsliðskona Dana í fótbolta, er umdeild í Danmörku vegna sinna starfa sem sendiherra HM í Katar. Pernille Harder segir hana þó velkomna í danska landsliðshópinn. Lars Söndergaard, þjálfari danska kvennalandsliðsins í fótbolta, tilkynnir á fimmtudaginn hvaða leikmenn hann ætlar að taka með á Evrópumótið í Englandi í júlí. Stóra spurningin varðandi valið er sú hvort að pláss verði fyrir Nadim sem eftir alvarleg hnémeiðsli er komin á fulla ferð. Nadim og Harder voru tvær skærustu stjörnur danska liðsins þegar það komst í úrslitaleik síðasta Evrópumóts, í Hollandi 2017, og skoruðu þar báðar í 4-2 tapi gegn Hollendingum. Nadim, sem flutti ellefu ára til Danmerkur sem flóttamaður frá Afganistan, vakti sérstaka athygli á mótinu en hún var þá í læknanámi og útskrifaðist sem læknir í vetur. Umræðan um Nadim hefur hins vegar verið öllu neikvæðari eftir að hún samdi um það, gegn greiðslu, að auglýsa HM karla í Katar sem hefst í nóvember. Hún fær gagnrýni af sama meiði og FIFA fékk fyrir að velja land til að halda HM sem brýtur á mannréttindum fólks og hefur til að mynda sérstaklega verið gagnrýnt vegna aðbúnaðs verkafólks í uppbyggingu fyrir HM. „Ræðum þetta innbyrðis svo þetta verði ekki vandamál“ Harder hefði ekki tekið tilboði um að auglýsa HM í Katar: „Ég hefði tekið aðrar ákvarðanir varðandi þetta. Fólk verður að ráða sjálft sínu vali en það eina sem ég get sagt er að ég hefði tekið aðrar ákvarðanir,“ hefur Ekstra Bladet eftir Harder en hún vildi ekki útskýra það nánar. Hún undirstrikaði hins vegar að Nadim væri velkomin í landsliðshópinn: „Ef Lars ákveður að hún komi með, og hún er í leikæfingu og til í að koma og hjálpa hópnum, þá vitum við öll hvaða hæfileika Nadia hefur. Og við viljum gera allt sem við getum til að vinna EM,“ segir Harder sem gerir sér þó fulla grein fyrir athyglinni sem gæti orðið á danska liðinu vegna Nadim. „Ef að hún verður valin þá er alveg öruggt að við ræðum þetta innbyrðis svo að þetta verði ekki vandamál. Líka til að við höfum skilaboð til fjölmiðla, svo að þetta verði ekki eitthvað sem verður talað um. Svo að við getum öll einbeitt okkur að EM,“ segir Harder. Danmörk vann Austurríki 2-1 á sunnudaginn og á svo eftir að mæta Brasilíu og Noregi í síðustu vináttulandsleikjum sínum fyrir EM. Þar mætir liðið svo Þýskalandi 8. júlí og er einnig í riðli með Spáni og Finnlandi. EM 2022 í Englandi Fótbolti Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Í beinni: Ísland - Georgía | Ætla að enda með fullt hús stiga Handbolti Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Í beinni: Liverpool - Arsenal | Skytturnar sækja meistarana heim Enski boltinn Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigrurleikjum Í beinni: KA - Breiðablik | Stembið verkefni botnliðsins Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Í beinni: Liverpool - Arsenal | Skytturnar sækja meistarana heim Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Sjá meira
Lars Söndergaard, þjálfari danska kvennalandsliðsins í fótbolta, tilkynnir á fimmtudaginn hvaða leikmenn hann ætlar að taka með á Evrópumótið í Englandi í júlí. Stóra spurningin varðandi valið er sú hvort að pláss verði fyrir Nadim sem eftir alvarleg hnémeiðsli er komin á fulla ferð. Nadim og Harder voru tvær skærustu stjörnur danska liðsins þegar það komst í úrslitaleik síðasta Evrópumóts, í Hollandi 2017, og skoruðu þar báðar í 4-2 tapi gegn Hollendingum. Nadim, sem flutti ellefu ára til Danmerkur sem flóttamaður frá Afganistan, vakti sérstaka athygli á mótinu en hún var þá í læknanámi og útskrifaðist sem læknir í vetur. Umræðan um Nadim hefur hins vegar verið öllu neikvæðari eftir að hún samdi um það, gegn greiðslu, að auglýsa HM karla í Katar sem hefst í nóvember. Hún fær gagnrýni af sama meiði og FIFA fékk fyrir að velja land til að halda HM sem brýtur á mannréttindum fólks og hefur til að mynda sérstaklega verið gagnrýnt vegna aðbúnaðs verkafólks í uppbyggingu fyrir HM. „Ræðum þetta innbyrðis svo þetta verði ekki vandamál“ Harder hefði ekki tekið tilboði um að auglýsa HM í Katar: „Ég hefði tekið aðrar ákvarðanir varðandi þetta. Fólk verður að ráða sjálft sínu vali en það eina sem ég get sagt er að ég hefði tekið aðrar ákvarðanir,“ hefur Ekstra Bladet eftir Harder en hún vildi ekki útskýra það nánar. Hún undirstrikaði hins vegar að Nadim væri velkomin í landsliðshópinn: „Ef Lars ákveður að hún komi með, og hún er í leikæfingu og til í að koma og hjálpa hópnum, þá vitum við öll hvaða hæfileika Nadia hefur. Og við viljum gera allt sem við getum til að vinna EM,“ segir Harder sem gerir sér þó fulla grein fyrir athyglinni sem gæti orðið á danska liðinu vegna Nadim. „Ef að hún verður valin þá er alveg öruggt að við ræðum þetta innbyrðis svo að þetta verði ekki vandamál. Líka til að við höfum skilaboð til fjölmiðla, svo að þetta verði ekki eitthvað sem verður talað um. Svo að við getum öll einbeitt okkur að EM,“ segir Harder. Danmörk vann Austurríki 2-1 á sunnudaginn og á svo eftir að mæta Brasilíu og Noregi í síðustu vináttulandsleikjum sínum fyrir EM. Þar mætir liðið svo Þýskalandi 8. júlí og er einnig í riðli með Spáni og Finnlandi.
EM 2022 í Englandi Fótbolti Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Í beinni: Ísland - Georgía | Ætla að enda með fullt hús stiga Handbolti Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Í beinni: Liverpool - Arsenal | Skytturnar sækja meistarana heim Enski boltinn Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigrurleikjum Í beinni: KA - Breiðablik | Stembið verkefni botnliðsins Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Í beinni: Liverpool - Arsenal | Skytturnar sækja meistarana heim Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Sjá meira