Veitti innsýn í lífið í Rússlandi þessa dagana Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. júní 2022 15:03 Lífið í Rússlandi gengur sinn vanagang. Oleg Nikishin/Getty Images Árni Þór Sigurðsson, sendiherra Íslands í Rússlandi, segir að í Moskvu gangi lífið sinn vanagang fyrir íbúa borgarinnar. Þó sé ljóst að viðskiptaþvinganir bíti og að eftirlit með borgurum hafi verið hert. Þetta kom fram í máli Árna Þórs í Sprengisandi á Bylgjunni í dag, þar sem hann ræddi við Kristján Kristjánsson um daglegt líf í Rússlandi og í Moskvu, höfuðborginni, í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. „Dags daglega gengur lífið bara fyrir sig eins og það hefur gert. Stríðsátökin eru auðvitað ekki hér,“ sagði Árni Þór. Vesturlönd og önnur ríki hafa lagt umfagnsmiklar viðskiptaþvinganir á Rússland vegna innrásarinnar. Árni segir að áhrifa þeirra gæti í Rússlandi með ýmsum hætti. Hlusta má á viðtalið við Árna Þór í heild sinni hér fyrir neðan en þar var farið yfir víðan völl um stöðuna í Rússlandi þessi misserin. „Einkum og sér í lagi verslanir, vestrænar merkjaverslanir, sem eru lokaðar. Við sjáum má segja áhrifin þannig. Við finnum auðvitað fyrir því líka í efnahagslífinu. Verðbólgan hefur farið hér á nokkuð flug og vöruverð hefur hækkað hér eins og víða annars staðar en menn finna það tilfinnanlega hér,“ sagði Árni Þór. Umræðan í Rússlandi sé á allt öðrum nótum en fréttaflutningur á Vesturlöndum. „Þannig áhrif sjáum við dags daglega en stríðsátökin sjálf eru auðvitað fjarri og umræðan hér er allt annars eðlis eða á öðrum nótum en við heyrum á Vesturlöndum.“ Hvernig þá? Árni Þór Sigurðsson er sendiherra Íslands í Rússlandi.Utanríkisráðuneytið „Hún er auðvitað má segja býsna einsleit og það er kannski ekki alveg nýtt að fjölmiðlar hér séu hliðhollir stjórnvöldum. Það má segja að fjölmiðlar hér, sérstaklega sjónvarpsstöðvarnar eru mjög áhrifamiklar. Það eru margar sjónvarpsstöðvar en þær eru meira og minna allar á bandi yfirvalda.“ „Þar er bæði fréttaflutningar og umræðuþættir, tiltölulega einsleit umræðan myndi ég segja. Málflutningur stjórnvalda er hér áberandi.“ Sjáum við enn fólk á götu úti að mótmæla eða er það horfið? „Já, það má segja það að önnur sjónarmið, þau auðvitað heyrast. Það kemur fyrir í umræðuþáttum komi raddir sem eru gagnrýnar en það er sjaldgæft og þær fá ekki mikið rými.“ Lítið fer nú fyrir mótmælum sem bar á í byrjun innrásar Rússa í Úkraínu. „Öll umræða er í raun og veru, henni er haldið niðri. Þá meina ég gagnrýnni umræðu. Mótmæli, það sést varla. Við höfum orðið var við það á götum úti að lögreglan er að stoppa fólk á förnum vegi, biðja um skilríki og jafn vel skoða síma og annað slíkt. Það bendir nú til þess að eftirlit sé verulega hert,“ sagði Árni Þór. Vestrænar merkjavöruverslanir á borð við þessa verslun Dior í Moskvu hafa verið lokaðar.Oleg Nikishin/Getty Images) Í máli hans kom einnig fram að nær algjört frost væri í utanríkissamskiptum Íslands og Rússa. Á móti hefði aukinn kraftur verið settur í samskipti við önnur ríki sem sendiráðið í Rússlandi sinnir, en þau eru Armenía, Aserbaísjan, Hvíta-Rússland (Belarús), Kasakstan, Kirgistan, Moldóva, Tadsíkistan, Túrkmenistan og Úsbekistan. „Ég get nefnt ríki eins og Moldóvu sem hefur verið mikið í umræðunni undanfarið vegna þess að það hefur tekið á móti miklum fjölda flóttamanna frá Úkraínu. Sennilega hlutfallslega flestum. Þannig að við erum að sinna því meira.“ Utanríkismál Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Sprengisandur Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira
Þetta kom fram í máli Árna Þórs í Sprengisandi á Bylgjunni í dag, þar sem hann ræddi við Kristján Kristjánsson um daglegt líf í Rússlandi og í Moskvu, höfuðborginni, í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. „Dags daglega gengur lífið bara fyrir sig eins og það hefur gert. Stríðsátökin eru auðvitað ekki hér,“ sagði Árni Þór. Vesturlönd og önnur ríki hafa lagt umfagnsmiklar viðskiptaþvinganir á Rússland vegna innrásarinnar. Árni segir að áhrifa þeirra gæti í Rússlandi með ýmsum hætti. Hlusta má á viðtalið við Árna Þór í heild sinni hér fyrir neðan en þar var farið yfir víðan völl um stöðuna í Rússlandi þessi misserin. „Einkum og sér í lagi verslanir, vestrænar merkjaverslanir, sem eru lokaðar. Við sjáum má segja áhrifin þannig. Við finnum auðvitað fyrir því líka í efnahagslífinu. Verðbólgan hefur farið hér á nokkuð flug og vöruverð hefur hækkað hér eins og víða annars staðar en menn finna það tilfinnanlega hér,“ sagði Árni Þór. Umræðan í Rússlandi sé á allt öðrum nótum en fréttaflutningur á Vesturlöndum. „Þannig áhrif sjáum við dags daglega en stríðsátökin sjálf eru auðvitað fjarri og umræðan hér er allt annars eðlis eða á öðrum nótum en við heyrum á Vesturlöndum.“ Hvernig þá? Árni Þór Sigurðsson er sendiherra Íslands í Rússlandi.Utanríkisráðuneytið „Hún er auðvitað má segja býsna einsleit og það er kannski ekki alveg nýtt að fjölmiðlar hér séu hliðhollir stjórnvöldum. Það má segja að fjölmiðlar hér, sérstaklega sjónvarpsstöðvarnar eru mjög áhrifamiklar. Það eru margar sjónvarpsstöðvar en þær eru meira og minna allar á bandi yfirvalda.“ „Þar er bæði fréttaflutningar og umræðuþættir, tiltölulega einsleit umræðan myndi ég segja. Málflutningur stjórnvalda er hér áberandi.“ Sjáum við enn fólk á götu úti að mótmæla eða er það horfið? „Já, það má segja það að önnur sjónarmið, þau auðvitað heyrast. Það kemur fyrir í umræðuþáttum komi raddir sem eru gagnrýnar en það er sjaldgæft og þær fá ekki mikið rými.“ Lítið fer nú fyrir mótmælum sem bar á í byrjun innrásar Rússa í Úkraínu. „Öll umræða er í raun og veru, henni er haldið niðri. Þá meina ég gagnrýnni umræðu. Mótmæli, það sést varla. Við höfum orðið var við það á götum úti að lögreglan er að stoppa fólk á förnum vegi, biðja um skilríki og jafn vel skoða síma og annað slíkt. Það bendir nú til þess að eftirlit sé verulega hert,“ sagði Árni Þór. Vestrænar merkjavöruverslanir á borð við þessa verslun Dior í Moskvu hafa verið lokaðar.Oleg Nikishin/Getty Images) Í máli hans kom einnig fram að nær algjört frost væri í utanríkissamskiptum Íslands og Rússa. Á móti hefði aukinn kraftur verið settur í samskipti við önnur ríki sem sendiráðið í Rússlandi sinnir, en þau eru Armenía, Aserbaísjan, Hvíta-Rússland (Belarús), Kasakstan, Kirgistan, Moldóva, Tadsíkistan, Túrkmenistan og Úsbekistan. „Ég get nefnt ríki eins og Moldóvu sem hefur verið mikið í umræðunni undanfarið vegna þess að það hefur tekið á móti miklum fjölda flóttamanna frá Úkraínu. Sennilega hlutfallslega flestum. Þannig að við erum að sinna því meira.“
Utanríkismál Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Sprengisandur Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira