Ný „dönsk klukka“ loks komin upp í Skálholtskirkjuturn Atli Ísleifsson skrifar 8. júní 2022 12:56 Klukkurnar munu hljóma á ný á Skálholtshátíð sem fram fer í næsta mánuði. Þjóðkirkjan/Hreinn S. Hákonarson Mikið umstang var í Skálholti í gær þegar ný kirkjuklukka var hífð upp í Skálholtskirkjuturn. Nýja klukkan, sem steypt var í Hollandi, kemur í stað „dönsku klukkunnar“ í turninum sem brotnaði eftir að hafa fallið í gólfið í upphafi Skálholtshátíðar í júlí 2002. Sagt er frá framkvæmdinni í Skálholti í gær á vef Þjóðkirkjunnar. Var notast við stærðarinnar krana og var búið að rjúfa hluta af þaki suðurhluta turnsins til að klukkan, sem gefur tóninn H1, gæti sigið niður á hlað. Hafa þagað síðan í haust Í turninum hafa verið fimm klukkur en þær hafa þagað síðan í haust vegna framkvæmdanna í kirkjunni. Gömlu klukkurnar bíða þess að fá að hringja á ný.Þjóðkirkjan/Hreinn S. Hákonarson „Í tilefni Skálholtshátíðar 1956 gáfu þrjár Norðurlandaþjóðanna kirkjuklukkur í Skálholt og studdu við endurreisn staðarins og byggingu kirkjunnar með mörgu öðru móti. Svíar gáfu tvær klukkur, Norðmenn eina og Finnar eina. Danska klukkan kom í kirkjuna 1961. En dönsku bræðurnir Ludvig Storr, aðalræðismaður í Reykjavík, og Edvard Storr, stórkaupmaður í Kaupmannahöfn, gáfu klukkuna. Þeim fannst afleitt að ekki væri líka dönsk klukka í Skálholti með bræðra- og systralags klukkunum norrænu. Stærstu klukkurnar vega 700 kg og sú minnsta 500 kg. Það eru sænsku klukkurnar tvær sem eru stærstar og þyngstar,“ segir á vef Þjóðkirkjunnar. Gamla danska klukkan brotnaði á Skálholtshátíð 2002.Þjóðkirkjan/Hreinn S. Hákonarson Brotnaði á Skálholtshátíð 2002 Danska klukkan sem brotaði á Skálholtshátíð 2002 hefur legið brotin í kirkjuturninum frá 2002. Það var Verndarsjóður Skálholtsdómkirkju sem safnaði fyrir nýju klukkunni sem kostaði tvær milljónir króna og var steypt í Hollandi hjá Petit & Fritsen. Mestu munaði um framlag AP-Møller sjóðsins í Danmörku. „Á næstunni koma danskir starfsmenn Thomo klokkeservice til að setja klukkurnar upp og tengja mótora og fleira sem þarf að gera. Vélsmiðjan Óðinn sá um smíði á grind í kringum klukkuna. Nýja klukkan ásamt hinum mun hljóma á komandi Skálholtshátíð í júlí og verður það vígsluhringing hennar,“ segir á vef Þjóðkirkjunnar. Vígslubiskupinn Kristján Björnsson og starfsmenn Múrs og Máls áður en klukkan var hífð upp.Þjóðkirkjan/Hreinn S. Hákonarson Þjóðkirkjan Menning Bláskógabyggð Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Sagt er frá framkvæmdinni í Skálholti í gær á vef Þjóðkirkjunnar. Var notast við stærðarinnar krana og var búið að rjúfa hluta af þaki suðurhluta turnsins til að klukkan, sem gefur tóninn H1, gæti sigið niður á hlað. Hafa þagað síðan í haust Í turninum hafa verið fimm klukkur en þær hafa þagað síðan í haust vegna framkvæmdanna í kirkjunni. Gömlu klukkurnar bíða þess að fá að hringja á ný.Þjóðkirkjan/Hreinn S. Hákonarson „Í tilefni Skálholtshátíðar 1956 gáfu þrjár Norðurlandaþjóðanna kirkjuklukkur í Skálholt og studdu við endurreisn staðarins og byggingu kirkjunnar með mörgu öðru móti. Svíar gáfu tvær klukkur, Norðmenn eina og Finnar eina. Danska klukkan kom í kirkjuna 1961. En dönsku bræðurnir Ludvig Storr, aðalræðismaður í Reykjavík, og Edvard Storr, stórkaupmaður í Kaupmannahöfn, gáfu klukkuna. Þeim fannst afleitt að ekki væri líka dönsk klukka í Skálholti með bræðra- og systralags klukkunum norrænu. Stærstu klukkurnar vega 700 kg og sú minnsta 500 kg. Það eru sænsku klukkurnar tvær sem eru stærstar og þyngstar,“ segir á vef Þjóðkirkjunnar. Gamla danska klukkan brotnaði á Skálholtshátíð 2002.Þjóðkirkjan/Hreinn S. Hákonarson Brotnaði á Skálholtshátíð 2002 Danska klukkan sem brotaði á Skálholtshátíð 2002 hefur legið brotin í kirkjuturninum frá 2002. Það var Verndarsjóður Skálholtsdómkirkju sem safnaði fyrir nýju klukkunni sem kostaði tvær milljónir króna og var steypt í Hollandi hjá Petit & Fritsen. Mestu munaði um framlag AP-Møller sjóðsins í Danmörku. „Á næstunni koma danskir starfsmenn Thomo klokkeservice til að setja klukkurnar upp og tengja mótora og fleira sem þarf að gera. Vélsmiðjan Óðinn sá um smíði á grind í kringum klukkuna. Nýja klukkan ásamt hinum mun hljóma á komandi Skálholtshátíð í júlí og verður það vígsluhringing hennar,“ segir á vef Þjóðkirkjunnar. Vígslubiskupinn Kristján Björnsson og starfsmenn Múrs og Máls áður en klukkan var hífð upp.Þjóðkirkjan/Hreinn S. Hákonarson
Þjóðkirkjan Menning Bláskógabyggð Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira