Mickelson til liðs við Sádi-arabísku ofurdeildina Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. júní 2022 17:01 Phil Mickelson hefur ekki spilað síðan í febrúar á þessu ári. EPA-EFE/ERIK S. LESSER Phil Mickelson mun spila á fyrsta móti LIV-mótaraðarinnar í golfi. Mótaröðin er styrkt af Sádi-Arabíu og er talin einkar umdeild. Mickelson tók þátt í stofnun LIV-mótaraðarinnar en eftir að láta umdeild ummæli falla fyrr á þessu ári þá dró hann þátttöku sína til baka. Mikill hiti ríkir innan golfheimsins vegna hinnar nýju mótaraðar og skiptast kylfingar að því virðist upp í fylkingar. Er LIV-mótaröðinni ætlað að keppa við PGA-mótaröðina um bestu kylfinga heims. Alls verða um 25 milljónir Bandaríkjadalir sem falla í skaut þeim 48 kylfingum sem taka þátt hverju sinni í nýju ofurdeildinni. Sigurvegari hvers móts mun fá fjórar milljónir Bandaríkjadala í eigin vasa eða tæplega 523 milljónir íslenskra króna. Nýlega vakti athygli að Dustin Johnson ákvað að færa sig um set og skipta PGA-mótaröðinni út fyrir LIV-mótaröðina. Hann hafði gefið út yfirlýsingu þess efnis að hann yrði áfram hluti af PGA-mótaröðinni. Nú hefur hinn 51 árs gamli Mickelson ákveðið að leika sama leik. Í langri yfirlýsingu á Twitter-síðu sinni segist hann endurnærður og spenntur eftir að hafa ekki spilað síðan í febrúar á þessu ári. Einnig baðst Mickelson afsökunar á ummælunum sem hann lét falla. „Fyrst og fremst vil ég biðjast afsökunar á ummælum sem ég lét falla fyrir nokkrum mánuðum. Ég hef gert mistök á mínum ferli. Ég þurfti að setja fólkið sem ég elska í forgang og vinna í að verða betri útgáfa af sjálfum mér,“ segir meðal annars í yfirlýsingu Mickelson. pic.twitter.com/riT2ot0yvk— Phil Mickelson (@PhilMickelson) June 6, 2022 Ástæðan fyrir þátttöku Mickelson er sú að kylfingurinn vill nýja áskorun. Hann vill byrja upp á nýtt og telur þetta vera spennandi skref á ferli sínum. Mickelson er þó þakklátur alls þess sem PGA-mótaröðin hefur gert fyrir hann. Talið er að PGA-mótaröðin muni sparka þeim kylfingum sem taka þátt á LIV-mótaröðinni en ásamt Mickelson og Johnson má þar finna Sergio Garcia, Lee Westwood, Ian Poulter og Louis Oosthuizen. Golf LIV-mótaröðin Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Golf NBA stjarna borin út Körfubolti Fleiri fréttir Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Sjá meira
Mickelson tók þátt í stofnun LIV-mótaraðarinnar en eftir að láta umdeild ummæli falla fyrr á þessu ári þá dró hann þátttöku sína til baka. Mikill hiti ríkir innan golfheimsins vegna hinnar nýju mótaraðar og skiptast kylfingar að því virðist upp í fylkingar. Er LIV-mótaröðinni ætlað að keppa við PGA-mótaröðina um bestu kylfinga heims. Alls verða um 25 milljónir Bandaríkjadalir sem falla í skaut þeim 48 kylfingum sem taka þátt hverju sinni í nýju ofurdeildinni. Sigurvegari hvers móts mun fá fjórar milljónir Bandaríkjadala í eigin vasa eða tæplega 523 milljónir íslenskra króna. Nýlega vakti athygli að Dustin Johnson ákvað að færa sig um set og skipta PGA-mótaröðinni út fyrir LIV-mótaröðina. Hann hafði gefið út yfirlýsingu þess efnis að hann yrði áfram hluti af PGA-mótaröðinni. Nú hefur hinn 51 árs gamli Mickelson ákveðið að leika sama leik. Í langri yfirlýsingu á Twitter-síðu sinni segist hann endurnærður og spenntur eftir að hafa ekki spilað síðan í febrúar á þessu ári. Einnig baðst Mickelson afsökunar á ummælunum sem hann lét falla. „Fyrst og fremst vil ég biðjast afsökunar á ummælum sem ég lét falla fyrir nokkrum mánuðum. Ég hef gert mistök á mínum ferli. Ég þurfti að setja fólkið sem ég elska í forgang og vinna í að verða betri útgáfa af sjálfum mér,“ segir meðal annars í yfirlýsingu Mickelson. pic.twitter.com/riT2ot0yvk— Phil Mickelson (@PhilMickelson) June 6, 2022 Ástæðan fyrir þátttöku Mickelson er sú að kylfingurinn vill nýja áskorun. Hann vill byrja upp á nýtt og telur þetta vera spennandi skref á ferli sínum. Mickelson er þó þakklátur alls þess sem PGA-mótaröðin hefur gert fyrir hann. Talið er að PGA-mótaröðin muni sparka þeim kylfingum sem taka þátt á LIV-mótaröðinni en ásamt Mickelson og Johnson má þar finna Sergio Garcia, Lee Westwood, Ian Poulter og Louis Oosthuizen.
Golf LIV-mótaröðin Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Golf NBA stjarna borin út Körfubolti Fleiri fréttir Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti