Hentifræði eru tímasóun Þórarinn Hjartarson skrifar 6. júní 2022 11:39 Tími og orka stórs hluta ungs fólks í vestrænum samfélögum er eytt í vitleysu innan veggja háskólasamfélaga. Á hverjum degi mæta tugir þúsunda ungmenna til kennslu stýrt af hugmyndafræðing með jesúkomplexa sem telur sig vera andsvar óréttlætis í heiminum og sannfærir nemendur um að allir sem efist um ágæti hugsjóna hans sé ofbeldisfólk. Verðleikar þátttakenda í þeirri kennslustofu eru metnir eftir kyni, kynþætti, kynhneigð, líkamsbyggingu ásamt öðrum þáttum sem veita engar upplýsingar um ágæti hugmynda þeirra. Með vísan til samhengislausra hugleiðinga um söguna og samfélagið er þetta unga fólk sannfært um að það eitt að lifa í sínu samfélagi sé þátttaka í að viðhalda ofríki rasísks heteranormatívs feðraveldis sem helst megi líkja við dystópíska skáldsögu. Allt sem þessu unga fólki mislíkar við eigin tilvist er öðrum að kenna og verður það ástand viðvarandi þangað til aðrir fara að haga sér eftir þeirra formmerkjum. Þetta eru fjarri því að vera einföld fræði. Markmið baráttunnar sveiflast eftir vindum og hentisemi, það sem var rétt í gær er rangt á morgun og allar framfarir eru þversagnakenndar, álitnar merki um að það sé enn meira verk að vinna heldur en þau töldu í fyrstu. Tími fólks er verðmætur. Sérstaklega ungs fólks. Ástandið hérlendis er betra en vestanhafs. Samhliða tímaeyðslu safna ungmenni þar himinháum skuldum sem nær ómögulegt er fyrir þau að endurgreiða vegna lítillar eftirspurnar eftir sérhæfingu þeirra á vinnumarkaði. En það er mikilvægt að læra af mistökum. Blessunarlega er framboð ofangreindra hentifræða minna í íslenskum háskólum, nám er niðurgreitt og nýtist þeim sem greiða það í flestum tilfellum síðar. Þó eru blikur á lofti. Heilbrigðis-, mennta- og leikskólasvið sárvantar sérhæft fólk ásamt því að mikil kreppa hefur skapast á húsnæðismarkaði sem krefst iðnaðarmanna. Því vill undirritaður biðla til ungs fólks um að íhuga val sitt á námi vandlega. Vegurinn að hamingjunni felst ólíklega í atvinnuaktívisma þar sem starfskilyrði krefjast þess helst að móðgast fyrir hönd annarra og að halda samborgurum sínum í siðferðislegri gíslingu. Höfundur er þáttastjórnandi hlaðvarpsins Ein Pæling. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Hjartarson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Utanríkis- og varnarmál Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Tími og orka stórs hluta ungs fólks í vestrænum samfélögum er eytt í vitleysu innan veggja háskólasamfélaga. Á hverjum degi mæta tugir þúsunda ungmenna til kennslu stýrt af hugmyndafræðing með jesúkomplexa sem telur sig vera andsvar óréttlætis í heiminum og sannfærir nemendur um að allir sem efist um ágæti hugsjóna hans sé ofbeldisfólk. Verðleikar þátttakenda í þeirri kennslustofu eru metnir eftir kyni, kynþætti, kynhneigð, líkamsbyggingu ásamt öðrum þáttum sem veita engar upplýsingar um ágæti hugmynda þeirra. Með vísan til samhengislausra hugleiðinga um söguna og samfélagið er þetta unga fólk sannfært um að það eitt að lifa í sínu samfélagi sé þátttaka í að viðhalda ofríki rasísks heteranormatívs feðraveldis sem helst megi líkja við dystópíska skáldsögu. Allt sem þessu unga fólki mislíkar við eigin tilvist er öðrum að kenna og verður það ástand viðvarandi þangað til aðrir fara að haga sér eftir þeirra formmerkjum. Þetta eru fjarri því að vera einföld fræði. Markmið baráttunnar sveiflast eftir vindum og hentisemi, það sem var rétt í gær er rangt á morgun og allar framfarir eru þversagnakenndar, álitnar merki um að það sé enn meira verk að vinna heldur en þau töldu í fyrstu. Tími fólks er verðmætur. Sérstaklega ungs fólks. Ástandið hérlendis er betra en vestanhafs. Samhliða tímaeyðslu safna ungmenni þar himinháum skuldum sem nær ómögulegt er fyrir þau að endurgreiða vegna lítillar eftirspurnar eftir sérhæfingu þeirra á vinnumarkaði. En það er mikilvægt að læra af mistökum. Blessunarlega er framboð ofangreindra hentifræða minna í íslenskum háskólum, nám er niðurgreitt og nýtist þeim sem greiða það í flestum tilfellum síðar. Þó eru blikur á lofti. Heilbrigðis-, mennta- og leikskólasvið sárvantar sérhæft fólk ásamt því að mikil kreppa hefur skapast á húsnæðismarkaði sem krefst iðnaðarmanna. Því vill undirritaður biðla til ungs fólks um að íhuga val sitt á námi vandlega. Vegurinn að hamingjunni felst ólíklega í atvinnuaktívisma þar sem starfskilyrði krefjast þess helst að móðgast fyrir hönd annarra og að halda samborgurum sínum í siðferðislegri gíslingu. Höfundur er þáttastjórnandi hlaðvarpsins Ein Pæling.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun