Kallar eftir breytingum í kjölfar enn einnar skotárásarinnar Valur Páll Eiríksson skrifar 3. júní 2022 14:31 Gauff ritar skilaboðin á sjónvarpsmyndavél í París í gær. Tim Clayton/Corbis via Getty Images Bandaríska ungstirnið Coco Gauff hvetur til þess að íþróttafólk nýti aðstöðu sína í sviðsljósinu til að berjast fyrir mannréttindum og félagslegum breytingum. Hún kallaði eftir breytingum á byssulöggjöf í Bandaríkjunum á Opna franska meistaramótinu í tennis í gær. Gauff lagði hina ítölsku Martinu Trevisan í undanúrslitum mótsins í gær og tryggði sér þannig í úrslitaviðureign í einliðaleik á Opna franska í fyrsta skipti. Þar bíður hennar strembið verkefni er hún tekst á við hina pólsku Igu Swiatek, sem er efst á heimslistanum. Eftir sigur gærdagsins greip Gauff í tússpenna og skrifaði skilaboð á sjónvarpsmyndavél. Þar sagði: „Friður. Bindum enda á skotárásir.“ Hávært ákall hefur verið eftir breytingum á byssulöggjöf vestanhafs eftir að 19 börn og tveir kennarar voru skotnir til bana í grunnskóla í Texas í síðustu viku. Þá voru þrír starfsmenn og einn sjúklingur á sjúrkahúsi í Oklahoma drepin í skotárás í gær. „Ég vaknaði í morgun og sá að það var önnur skotárás og hugsaði hvað þetta er brenglað,“ sagði Gauff í viðtali eftir keppni gærdagsins. „Mér fannst rétt að gera þetta í augnablikinu. Vonandi skilar þetta sér til fólksins sem með valdið fer, og verði til breytinga.“ Skilaboðin sem Gauff ritaði á vélina.Tim Clayton/Corbis via Getty Images Íþróttafólk eigi að láta í sér heyra Gauff er á meðal fjölda íþróttafólks sem hefur kallað eftir breytingum eftir árásina í síðustu viku. Þar má meðal annars nefna LeBron James, Serenu Williams, Naomi Osaka og Colin Kaepernick. „Mér finnst við oft skilgreind innan þröngs ramma og fólk segi að aðskilja eigi íþróttir og pólitík. Ég er sammála að vissu leyti, en á sama tíma er ég fyrst og fremst manneskja, fremur en tenniskona,“ segir Gauff. „Auðvitað er mér ekki sama um þessi mál og mun láta í mér heyra. Ef eitthvað er, þá gefa íþróttirnar manni þetta sviðljós, sem gefur færi á að ná til fleira fólks.“ Gauff keppir til úrslita á Opna franska gegn Igu Swiatek á laugardag. Gauff er aðeins 18 ára gömul og er sú yngsta til að keppa til úrslita á mótinu frá Kim Clijsters sem komst í úrslit 2001. Verkefnið er ærið þar sem Swiatek hefur unnið síðustu 34 leiki sína í röð og fagnað sigri á síðustu fimm mótum. Tveir úrslitaleikir bíða Gauff á Roland Garros-vellinum um helgina en hún tryggði sér sæti í úrslitum í tvíliðaleik með sigri í undanúrslitum í dag. Þar unnu þær Gauff og landa hennar Jessica Pegula 6-4 7-6 (7-4) sigur á Madison Keys og Taylor Townsend, sem einnig eru frá Bandaríkjunum. Gauff vakti fyrst athygli árið 2019 þegar hún komst í 16 manna úrslit á Wimbledon-mótinu í Englandi, aðeins 15 ára gömul. Hún hefur unnið fjóra titla á ferlinum en leitar enn síns fyrsta risatitilins, sem hún hefur aldrei verið eins nálægt og nú. Tennis Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Hættur aðeins þrítugur Golf Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sjá meira
Gauff lagði hina ítölsku Martinu Trevisan í undanúrslitum mótsins í gær og tryggði sér þannig í úrslitaviðureign í einliðaleik á Opna franska í fyrsta skipti. Þar bíður hennar strembið verkefni er hún tekst á við hina pólsku Igu Swiatek, sem er efst á heimslistanum. Eftir sigur gærdagsins greip Gauff í tússpenna og skrifaði skilaboð á sjónvarpsmyndavél. Þar sagði: „Friður. Bindum enda á skotárásir.“ Hávært ákall hefur verið eftir breytingum á byssulöggjöf vestanhafs eftir að 19 börn og tveir kennarar voru skotnir til bana í grunnskóla í Texas í síðustu viku. Þá voru þrír starfsmenn og einn sjúklingur á sjúrkahúsi í Oklahoma drepin í skotárás í gær. „Ég vaknaði í morgun og sá að það var önnur skotárás og hugsaði hvað þetta er brenglað,“ sagði Gauff í viðtali eftir keppni gærdagsins. „Mér fannst rétt að gera þetta í augnablikinu. Vonandi skilar þetta sér til fólksins sem með valdið fer, og verði til breytinga.“ Skilaboðin sem Gauff ritaði á vélina.Tim Clayton/Corbis via Getty Images Íþróttafólk eigi að láta í sér heyra Gauff er á meðal fjölda íþróttafólks sem hefur kallað eftir breytingum eftir árásina í síðustu viku. Þar má meðal annars nefna LeBron James, Serenu Williams, Naomi Osaka og Colin Kaepernick. „Mér finnst við oft skilgreind innan þröngs ramma og fólk segi að aðskilja eigi íþróttir og pólitík. Ég er sammála að vissu leyti, en á sama tíma er ég fyrst og fremst manneskja, fremur en tenniskona,“ segir Gauff. „Auðvitað er mér ekki sama um þessi mál og mun láta í mér heyra. Ef eitthvað er, þá gefa íþróttirnar manni þetta sviðljós, sem gefur færi á að ná til fleira fólks.“ Gauff keppir til úrslita á Opna franska gegn Igu Swiatek á laugardag. Gauff er aðeins 18 ára gömul og er sú yngsta til að keppa til úrslita á mótinu frá Kim Clijsters sem komst í úrslit 2001. Verkefnið er ærið þar sem Swiatek hefur unnið síðustu 34 leiki sína í röð og fagnað sigri á síðustu fimm mótum. Tveir úrslitaleikir bíða Gauff á Roland Garros-vellinum um helgina en hún tryggði sér sæti í úrslitum í tvíliðaleik með sigri í undanúrslitum í dag. Þar unnu þær Gauff og landa hennar Jessica Pegula 6-4 7-6 (7-4) sigur á Madison Keys og Taylor Townsend, sem einnig eru frá Bandaríkjunum. Gauff vakti fyrst athygli árið 2019 þegar hún komst í 16 manna úrslit á Wimbledon-mótinu í Englandi, aðeins 15 ára gömul. Hún hefur unnið fjóra titla á ferlinum en leitar enn síns fyrsta risatitilins, sem hún hefur aldrei verið eins nálægt og nú.
Tennis Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Hættur aðeins þrítugur Golf Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sjá meira