Leikhúsupplifun í húsbíl þar sem áhorfendur fá að gægjast inn í einkalíf annarra Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 1. júní 2022 13:30 Sýningin Heimferð er ör-leikhúsupplifun sem fer fram í húsbíl. Aðsend Heimferð (Moetvi Caravan) er einstæð ör-leikhúsupplifun í húsbíl fyrir lítinn áhorfendahóp í senn, en aðeins átta áhorfendur komast inn á hverja sýningu fyrir sig. Leikritið Heimferð er eftir Handbendi, brúðuleikhús, og er unnið í samstarfi við ProFit Arts (Tékklandi) og Arctic Culture Lab (Grænlandi/Noregi). Sýningaröðin er hluti af listahátíð í Reykjavík en Handbendi er margverðlaunaður brúðuleikhúshópur með aðsetur á Hvammstanga og handhafi Eyrarrósarinnar, sem er viðurkenning veitt framúrskarandi menningarverkefni utan höfuðborgarsvæðisins. Brúðuleikhúshópurinn Handbendi er með aðsetur á Hvammstanga og ferðast víða í sumar.Aðsend Hreyfanlega heimilið Á þessari sýningu, sem er fyrir alla aldurshópa, er meðal annars notast við hreyfimyndir, tónlist, leiklist, brúðulist, hljóð og mynd. Í fréttatilkynningu segir að allt þetta sé nýtt til að skoða muninn á hreyfanlegu heimili sem marga dreymir um og þeirri upplifun að búa á slíku heimili þvert gegn eigin vilja, í krísu ástandi. Áhorfendum er fylgt í gegnum opna sögu sem þeir móta sjálfir um leið og þeir fá að gægjast inn í litla heima, einkalíf annarra, og kanna mörg þúsund örstutt augnablik sem flytja okkur aftur heim. Leikferð víða um landið Handbendi, ProFit Arts og Arctic Culture Lab vinna sem áður segir að þessu verkefni saman og þessir þrír samstarfsaðilar hafa allir búið til sitt eigið leikhús í farartæki eftir samstarf sem hefur staðið í ár og hver samstarfsaðili fer leikferð í sínu eigin landi í ár. Greta Clough leikstýrir verkinu og flytjendur eru Sigurður Arent Jónsson, Sylwia Zajkowska og Sigríður Ásta Olgeirsdóttir. Snædís Lilja Ingadóttir er danshöfundur, leikmynd og lýsing er eftir Egil Ingibergsson, Jamie Wheeler sér um textíl og uppstillingu og Paul Mosely er yfir tónlistinni. Leikbrúðurnar sem koma fram á sýningunni eru hannaðar af Cat Smits, Greta Clough og Sylwia Zajkowska. Flytjendur verksins eru Sigurður Arent Jónsson, Sylwia Zajkowska og Sigríður Ásta Olgeirsdóttir.Aðsend Verkefnið er styrkt af EES- /Noregsstyrkjum, sviðslistasjóði og launasjóði listamanna. Heimferð verður sýnd á Hvammstanga, Akureyri, í Búðardal, Stykkishólmi, Grundarfirði, á Rifi, Akranesi, í Borgarnesi og Reykjavík. Nánari upplýsingar má finna hér. Leikhús Menning Listahátíð í Reykjavík Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Leikritið Heimferð er eftir Handbendi, brúðuleikhús, og er unnið í samstarfi við ProFit Arts (Tékklandi) og Arctic Culture Lab (Grænlandi/Noregi). Sýningaröðin er hluti af listahátíð í Reykjavík en Handbendi er margverðlaunaður brúðuleikhúshópur með aðsetur á Hvammstanga og handhafi Eyrarrósarinnar, sem er viðurkenning veitt framúrskarandi menningarverkefni utan höfuðborgarsvæðisins. Brúðuleikhúshópurinn Handbendi er með aðsetur á Hvammstanga og ferðast víða í sumar.Aðsend Hreyfanlega heimilið Á þessari sýningu, sem er fyrir alla aldurshópa, er meðal annars notast við hreyfimyndir, tónlist, leiklist, brúðulist, hljóð og mynd. Í fréttatilkynningu segir að allt þetta sé nýtt til að skoða muninn á hreyfanlegu heimili sem marga dreymir um og þeirri upplifun að búa á slíku heimili þvert gegn eigin vilja, í krísu ástandi. Áhorfendum er fylgt í gegnum opna sögu sem þeir móta sjálfir um leið og þeir fá að gægjast inn í litla heima, einkalíf annarra, og kanna mörg þúsund örstutt augnablik sem flytja okkur aftur heim. Leikferð víða um landið Handbendi, ProFit Arts og Arctic Culture Lab vinna sem áður segir að þessu verkefni saman og þessir þrír samstarfsaðilar hafa allir búið til sitt eigið leikhús í farartæki eftir samstarf sem hefur staðið í ár og hver samstarfsaðili fer leikferð í sínu eigin landi í ár. Greta Clough leikstýrir verkinu og flytjendur eru Sigurður Arent Jónsson, Sylwia Zajkowska og Sigríður Ásta Olgeirsdóttir. Snædís Lilja Ingadóttir er danshöfundur, leikmynd og lýsing er eftir Egil Ingibergsson, Jamie Wheeler sér um textíl og uppstillingu og Paul Mosely er yfir tónlistinni. Leikbrúðurnar sem koma fram á sýningunni eru hannaðar af Cat Smits, Greta Clough og Sylwia Zajkowska. Flytjendur verksins eru Sigurður Arent Jónsson, Sylwia Zajkowska og Sigríður Ásta Olgeirsdóttir.Aðsend Verkefnið er styrkt af EES- /Noregsstyrkjum, sviðslistasjóði og launasjóði listamanna. Heimferð verður sýnd á Hvammstanga, Akureyri, í Búðardal, Stykkishólmi, Grundarfirði, á Rifi, Akranesi, í Borgarnesi og Reykjavík. Nánari upplýsingar má finna hér.
Leikhús Menning Listahátíð í Reykjavík Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“