Nokkur stórmál óafgreidd fyrir þinglok Samúel Karl Ólason og Heimir Már Pétursson skrifa 31. maí 2022 20:40 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Aðeins fjórir þingfundadagar eru eftir af vorþingi samkvæmt starfsáætlun þingsins og enn bíða nokkur stór ágreiningsmál í nefnd eftir lokaumræðu. Fundað verður á morgun og á fimmtudag í þessari viku. Í næstu viku er þingfundardagur á þriðjudag, eldhúsdagsumræður fara fram á miðvikudag og síðustu þingfundardagarnir samkvæmt starfsáætlun ættu að vera á fimmtudag og föstudag í næstu viku. Nokkur stór ágreiningsmál eru enn í nefnd og bíða þriðju og síðustu umræðu eins og rammaáætlun eða þingsályktunartillaga um nýtingu og vernd auðlinda og frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum. Þar að auki þarf að taka fyrir þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um staðfestingu viðbótarsamninga við NATO-samninginn vegna aðildarumsóknar Finna og Svía. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að ólíklegt væri að þinghaldi lyki á tilsettum tíma. Hún sagði að tillagan um NATO hefði verið kynnt fyrir öllum flokkum og allir væru líklega sammála um að greiða leið málsins í gegnum þingið. Það væri í takt við það sem aðrar Norðurlandaþjóðir væru að gera. Hún sagði nokkur stór mál eftir. Varðandi það hvað fáir dagar væru eftir af vorþingi sagði hún íslenska þingmenn þekkja þá stöðu. „Þetta er í raun og veru afskaplega hefðbundin staða hér á Alþingi á þessum árstíma. Þingflokksformenn eru byrjuð að funda. Þau áttu fund í gær og eiga annan fund í kvöld, þannig að nú er verið að fara yfir stöðuna í nefndum. Ég er nú bjartsýn á að þinghaldinu verði lokið með sómasamlegum hætti. Ég les það þannig að við höfum öll metnað til að gera það,“ sagði Katrín. Varðandi frumvarp um útlendingalög og rammaáætlun og hvort þau kæmust úr nefnd vildi Katrín ekkert segja. „Þessi mál eru enn þá inn í nefndinni og ég veit að þau eru bæði til umræðu. Þingflokksformenn, eins og ég segi, hafa núna þetta verkefni að finna út hvaða mál er raunhæft að klára.“ Katrín sagðist ekki ætla að segja að þinghaldi myndi ljúka á tilsettum tíma. Það væri verið að horfa til þess að ljúka þinghaldinu einhvern tímann í júnímánuði. „Það er oft hægt að vinna ansi hratt á lokametrum þingsins.“ Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Í næstu viku er þingfundardagur á þriðjudag, eldhúsdagsumræður fara fram á miðvikudag og síðustu þingfundardagarnir samkvæmt starfsáætlun ættu að vera á fimmtudag og föstudag í næstu viku. Nokkur stór ágreiningsmál eru enn í nefnd og bíða þriðju og síðustu umræðu eins og rammaáætlun eða þingsályktunartillaga um nýtingu og vernd auðlinda og frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum. Þar að auki þarf að taka fyrir þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um staðfestingu viðbótarsamninga við NATO-samninginn vegna aðildarumsóknar Finna og Svía. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að ólíklegt væri að þinghaldi lyki á tilsettum tíma. Hún sagði að tillagan um NATO hefði verið kynnt fyrir öllum flokkum og allir væru líklega sammála um að greiða leið málsins í gegnum þingið. Það væri í takt við það sem aðrar Norðurlandaþjóðir væru að gera. Hún sagði nokkur stór mál eftir. Varðandi það hvað fáir dagar væru eftir af vorþingi sagði hún íslenska þingmenn þekkja þá stöðu. „Þetta er í raun og veru afskaplega hefðbundin staða hér á Alþingi á þessum árstíma. Þingflokksformenn eru byrjuð að funda. Þau áttu fund í gær og eiga annan fund í kvöld, þannig að nú er verið að fara yfir stöðuna í nefndum. Ég er nú bjartsýn á að þinghaldinu verði lokið með sómasamlegum hætti. Ég les það þannig að við höfum öll metnað til að gera það,“ sagði Katrín. Varðandi frumvarp um útlendingalög og rammaáætlun og hvort þau kæmust úr nefnd vildi Katrín ekkert segja. „Þessi mál eru enn þá inn í nefndinni og ég veit að þau eru bæði til umræðu. Þingflokksformenn, eins og ég segi, hafa núna þetta verkefni að finna út hvaða mál er raunhæft að klára.“ Katrín sagðist ekki ætla að segja að þinghaldi myndi ljúka á tilsettum tíma. Það væri verið að horfa til þess að ljúka þinghaldinu einhvern tímann í júnímánuði. „Það er oft hægt að vinna ansi hratt á lokametrum þingsins.“
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira