„Fulltrúar erlendu stórfyrirtækjanna tókust bara á loft“ Snorri Másson skrifar 20. maí 2022 21:12 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands á Bessastöðum. Hann hefur verið í Bandaríkjunum ásamt íslenskri sendinefnd á fundum við erlend stórfyrirtæki um íslenskuvæðingu snjalltækjanna. Vísir/egill Forseti Íslands segir lífsreynslu útaf fyrir sig að hafa fundað með Apple, Microsoft og Amazon vestanhafs síðustu daga. Helstu sérfræðingar Íslendinga í máltækni eru hluti af sendinefnd, sem á að sannfæra stórfyrirtækin um að bjóða upp á samskipti við símana - á íslensku. Forseti Íslands er staddur á hótelherbergi í Boston á austurströnd Bandaríkjanna, á milli funda við öflugustu tæknifyrirtæki heims. Á síðustu örfáu dögum hefur þetta verið ekki minna en Apple, Microsoft og Amazon. Fundarefnið: Íslensk máltækni. „Hæ Embla. Hver er forseti Íslands?“ spyr Guðni. „Forseti Íslands er Guðni Th. Jóhannesson,“ svarar tækið. Guðni: „Sérðu, við getum þetta alveg. Þetta er enn þá á frumstigi, eða ekki langt á veg komið, en þetta verður framtíðin hvort sem okkur líkar betur eða verr.“ Meginmálið er að við getum talað íslensku við tækin. Á Íslandi er töluverð þekking til á þessu sviði, en hana þarf að sníða inn í kerfi tæknifyrirtækjanna, sem hanna síðan búnaðinn. Í þessu skyni var haldið til fundar við þessi fyrirtæki ásamt helstu sérfræðingum Íslendinga á þessu sviði. „Hinir erlendu fulltrúar þessara stórfyrirtækja tókust bara á loft þegar þeir heyrðu hvað við höfðum fram að færa í þessum efnum. Ég er mjög bjartsýnn. Ég er mjög bjartsýnn á framtíð íslenskrar tungu,“ segir Guðni. „Það sem skiptir máli er að sérfræðingarnir tali saman, að við náum tengslum við þessi fyrirtæki og að þau sjái sér hag í að vinna með okkur og það er afrakstur þessarar ferðar leyfi ég mér að segja,“ bætir forsetinn við. Forseti Íslands Íslenska á tækniöld Guðni Th. Jóhannesson Apple Microsoft Amazon Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Sjá meira
Forseti Íslands er staddur á hótelherbergi í Boston á austurströnd Bandaríkjanna, á milli funda við öflugustu tæknifyrirtæki heims. Á síðustu örfáu dögum hefur þetta verið ekki minna en Apple, Microsoft og Amazon. Fundarefnið: Íslensk máltækni. „Hæ Embla. Hver er forseti Íslands?“ spyr Guðni. „Forseti Íslands er Guðni Th. Jóhannesson,“ svarar tækið. Guðni: „Sérðu, við getum þetta alveg. Þetta er enn þá á frumstigi, eða ekki langt á veg komið, en þetta verður framtíðin hvort sem okkur líkar betur eða verr.“ Meginmálið er að við getum talað íslensku við tækin. Á Íslandi er töluverð þekking til á þessu sviði, en hana þarf að sníða inn í kerfi tæknifyrirtækjanna, sem hanna síðan búnaðinn. Í þessu skyni var haldið til fundar við þessi fyrirtæki ásamt helstu sérfræðingum Íslendinga á þessu sviði. „Hinir erlendu fulltrúar þessara stórfyrirtækja tókust bara á loft þegar þeir heyrðu hvað við höfðum fram að færa í þessum efnum. Ég er mjög bjartsýnn. Ég er mjög bjartsýnn á framtíð íslenskrar tungu,“ segir Guðni. „Það sem skiptir máli er að sérfræðingarnir tali saman, að við náum tengslum við þessi fyrirtæki og að þau sjái sér hag í að vinna með okkur og það er afrakstur þessarar ferðar leyfi ég mér að segja,“ bætir forsetinn við.
Forseti Íslands Íslenska á tækniöld Guðni Th. Jóhannesson Apple Microsoft Amazon Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Sjá meira