Aðdráttarafl Patreks hafði mikið að segja Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. maí 2022 12:30 Predator augnablik hjá Hergeiri Grímssyni og Patreki Jóhannessyni í kynningarmyndbandi Stjörnunnar. stjarnan Hergeir Grímsson segir að ýmsar ástæður séu fyrir því að hann ákvað að ganga í raðir Stjörnunnar frá Selfossi en ein sú stærsta sé tækifærið að vinna aftur með Patreki Jóhannessyni. „Þetta hefur legið í loftinu í einhvern tíma,“ sagði Hergeir í samtali við Vísi í dag. „Það eru einhverjar ástæður fyrir þessu, persónulegar og svo langaði mig að breyta til og fá aðra áskorun sem gera mig vonandi að betri leikmanni.“ Hjá Stjörnunni hittir Hergeir fyrir Patrek Jóhannesson sem þjálfaði hann á Selfossi á árunum 2017-19. Saman urðu þeir Íslandsmeistarar 2019. Hergeir hlakkar til að spila aftur undir stjórn Patreks. „Það hafði helling að segja. Ég vann Íslandsmeistaratitilinn með honum og finnst ótrúlega gaman að spila undir hans stjórn og vinna með honum. Það hafði mikil áhrif á þessa ákvörðun,“ sagði Hergeir. Getum gert stóra hluti Stjarnan endaði í 6. sæti Olís-deildarinnar í vetur og tapaði 2-0 fyrir ÍBV í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar. Hergeir sér sóknarfæri hjá Stjörnunni. „Ég sé hellings möguleika. Ég er viss um að við getum byggt upp mjög gott lið. Og þetta er mjög gott lið sem hefur komist í úrslitakeppnina en það vantaði kannski herslumuninn. Við getum gert stóra hluti,“ sagði Hergeir. Hann viðurkennir að það sé ekki auðvelt að yfirgefa Selfoss, félagið sem hann hefur spilað með alla ævi. „Það er mjög erfitt að fara frá Selfossi. Þetta er mitt uppeldisfélag og ég hef spilað þarna frá því ég var barn og unnið marga sigra og kynnst mikið af góðu fólki,“ sagði Hergeir. „Ég er þakklátur fyrir alla á Selfossi og þeir hafa sýnt mér mikinn stuðning með þessa ákvörðun.“ Alltaf verið miðjumaður Undanfarin tvö tímabil hefur Hergeir spilað á miðjunni eftir að hafa verið í vinstra horninu árin þar á undan. Miðjan eru samt hans náttúrulegu heimkynni. „Ég hef alltaf verið miðjumaður en svo fór ég í hornið til að redda einhverju og maður stóð sig vel þar. Ég spilaði á miðjunni upp alla yngri flokka og byrjaði þar í meistaraflokki,“ sagði Hergeir. Hann segist hafa fengið tækifæri til að fara í atvinnumennsku en ekkert nógu spennandi til að stökkva á það. „Það hefur alveg verið á borðinu en ekki eitthvað sem ég var nógu hrifinn af. En ég hef ekki lokað þeim dyrum og það kemur kannski að því,“ sagði Hergeir að lokum. Olís-deild karla Stjarnan UMF Selfoss Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
„Þetta hefur legið í loftinu í einhvern tíma,“ sagði Hergeir í samtali við Vísi í dag. „Það eru einhverjar ástæður fyrir þessu, persónulegar og svo langaði mig að breyta til og fá aðra áskorun sem gera mig vonandi að betri leikmanni.“ Hjá Stjörnunni hittir Hergeir fyrir Patrek Jóhannesson sem þjálfaði hann á Selfossi á árunum 2017-19. Saman urðu þeir Íslandsmeistarar 2019. Hergeir hlakkar til að spila aftur undir stjórn Patreks. „Það hafði helling að segja. Ég vann Íslandsmeistaratitilinn með honum og finnst ótrúlega gaman að spila undir hans stjórn og vinna með honum. Það hafði mikil áhrif á þessa ákvörðun,“ sagði Hergeir. Getum gert stóra hluti Stjarnan endaði í 6. sæti Olís-deildarinnar í vetur og tapaði 2-0 fyrir ÍBV í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar. Hergeir sér sóknarfæri hjá Stjörnunni. „Ég sé hellings möguleika. Ég er viss um að við getum byggt upp mjög gott lið. Og þetta er mjög gott lið sem hefur komist í úrslitakeppnina en það vantaði kannski herslumuninn. Við getum gert stóra hluti,“ sagði Hergeir. Hann viðurkennir að það sé ekki auðvelt að yfirgefa Selfoss, félagið sem hann hefur spilað með alla ævi. „Það er mjög erfitt að fara frá Selfossi. Þetta er mitt uppeldisfélag og ég hef spilað þarna frá því ég var barn og unnið marga sigra og kynnst mikið af góðu fólki,“ sagði Hergeir. „Ég er þakklátur fyrir alla á Selfossi og þeir hafa sýnt mér mikinn stuðning með þessa ákvörðun.“ Alltaf verið miðjumaður Undanfarin tvö tímabil hefur Hergeir spilað á miðjunni eftir að hafa verið í vinstra horninu árin þar á undan. Miðjan eru samt hans náttúrulegu heimkynni. „Ég hef alltaf verið miðjumaður en svo fór ég í hornið til að redda einhverju og maður stóð sig vel þar. Ég spilaði á miðjunni upp alla yngri flokka og byrjaði þar í meistaraflokki,“ sagði Hergeir. Hann segist hafa fengið tækifæri til að fara í atvinnumennsku en ekkert nógu spennandi til að stökkva á það. „Það hefur alveg verið á borðinu en ekki eitthvað sem ég var nógu hrifinn af. En ég hef ekki lokað þeim dyrum og það kemur kannski að því,“ sagði Hergeir að lokum.
Olís-deild karla Stjarnan UMF Selfoss Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni