Fólksfjölgun í fyrsta skipti í þrjátíu ár Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 12. maí 2022 15:31 Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri Bolungarvíkurkaupstaðar, segir gaman að tala um uppbygginguna á Vestfjörðum. Stöð 2 Mikið uppbyggingarskeið er hafið á norðanverðum Vestfjörðum í fyrsta skipti í þrjá áratugi. Um hundrað íbúðir fara í byggingu þar í ár og gera sveitarstjórar þar ráð fyrir að nokkur hundruð manns muni flytja vestur á næstu árum. Þegar fréttastofa ferðaðist vestur á land til að taka púlsinn á fólki fyrir sveitarstjórnarkosningar var sveitarstjórum og frambjóðendum mjög tíðrætt um þá uppbyggingu sem væri komin af stað á Vestfjörðum. „Við tölum svolítið mikið um þetta. Þetta er skemmtilegt. Þetta hefur ekki gerst í þrjátíu ár. Svona uppbyggingarfasi hefur ekki verið hérna í þrjátíu ár, þannig að eðlilega er gaman að tala um það,“ segir Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri Bolungarvíkurkaupstaðar. Á Ísafirði er verið að byggja 51 íbúð og þar af eru fjörutíu íbúðir fyrir nemendur og ellefu íbúðir fyrir tekjulága. Í Bolungarvík er verið að byggja tuttugu íbúðir, á Flateyri eru tuttugu stúdíóíbúðir í byggingu fyrir Lýðháskólann þar, og í Súðavík eru fimm íbúðir í byggingu. Stöð 2 Birgir Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðar, segir að það hafi verið fólksfækkun á svæðinu og ekkert verið byggt af nýju húsnæði á þessum stöðum í langan tíma. „Við sjáum að það er að vera viðsnúningur í því,“ segir Birgir. Í Súðavík má svo gera ráð fyrir enn fleiri íbúðum á næstu árum vegna uppbyggingar á kalkþörungaverksmiðju sem ætlar að taka til starfa þar. Birgir Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðar.Stöð 2 Tugir nýrra starfa í tengslum við kalkþörungaverksmiðju Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, segist gera ráð fyrir 35 til 45 störfum í tengslum við verksmiðjuna. Því sé ljóst að byggja þurfi íbúðir fyrir þetta fólk og það muni um slíkan fjölda í svo litlu sveitarfélagi. „Heldur betur. Við erum að tala um þorp hér sem hýsir 175 kannski. Í prósentum talið, miðað við hlutfallið, þá er um gríðarlegt verkefni að ræða,“ segir Bragi Þór. Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps.Stöð 2 Í Bolungarvík er sömu sögu að segja en þar er fyrirséð að verði mikil fólksfjölgun á næstu árum með tilkomu laxasláturhúss og vaxtar í annarri starfsemi. „Það er mjög mikið framundan. Það er verið að skipuleggja nýtt hverfi sem við gerum ráð fyrir að þrjú hundruð manns geti flutt í á næstu árum. Við erum líka að skipuleggja nýjan miðbæ.“ Í Bolungarvík búa nú 956 manns. Jón Páll segir því ljóst að bærinn muni á næstu árum fara yfir þúsund manna markið sem stjórnvöld vilja miða við fyrir sveitarfélög. „Bolungarvík, þúsund plús! Það er ekki hægt að hlæja að því núna,“ segir Jón Páll. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Húsnæðismál Ísafjarðarbær Bolungarvík Súðavíkurhreppur Tengdar fréttir Með sterkar skoðanir fyrir kosningar: „Laxeldi í bæinn og ekkert múður með það“ Karlarnir á bensínstöðinni vilja fiskeldi og atvinnutækifæri en konurnar á hjúkrunarheimilinu vilja búa í snyrtilegasta og fallegasta bæ á Vestfjörðum. Við kíktum til Bolungarvíkur og tókum púlsinn á bæjarbúum fyrir kosningar. 5. maí 2022 08:02 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Fleiri fréttir Tilnefnir nýjan þingflokksformann á morgun Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Sjá meira
Þegar fréttastofa ferðaðist vestur á land til að taka púlsinn á fólki fyrir sveitarstjórnarkosningar var sveitarstjórum og frambjóðendum mjög tíðrætt um þá uppbyggingu sem væri komin af stað á Vestfjörðum. „Við tölum svolítið mikið um þetta. Þetta er skemmtilegt. Þetta hefur ekki gerst í þrjátíu ár. Svona uppbyggingarfasi hefur ekki verið hérna í þrjátíu ár, þannig að eðlilega er gaman að tala um það,“ segir Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri Bolungarvíkurkaupstaðar. Á Ísafirði er verið að byggja 51 íbúð og þar af eru fjörutíu íbúðir fyrir nemendur og ellefu íbúðir fyrir tekjulága. Í Bolungarvík er verið að byggja tuttugu íbúðir, á Flateyri eru tuttugu stúdíóíbúðir í byggingu fyrir Lýðháskólann þar, og í Súðavík eru fimm íbúðir í byggingu. Stöð 2 Birgir Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðar, segir að það hafi verið fólksfækkun á svæðinu og ekkert verið byggt af nýju húsnæði á þessum stöðum í langan tíma. „Við sjáum að það er að vera viðsnúningur í því,“ segir Birgir. Í Súðavík má svo gera ráð fyrir enn fleiri íbúðum á næstu árum vegna uppbyggingar á kalkþörungaverksmiðju sem ætlar að taka til starfa þar. Birgir Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðar.Stöð 2 Tugir nýrra starfa í tengslum við kalkþörungaverksmiðju Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, segist gera ráð fyrir 35 til 45 störfum í tengslum við verksmiðjuna. Því sé ljóst að byggja þurfi íbúðir fyrir þetta fólk og það muni um slíkan fjölda í svo litlu sveitarfélagi. „Heldur betur. Við erum að tala um þorp hér sem hýsir 175 kannski. Í prósentum talið, miðað við hlutfallið, þá er um gríðarlegt verkefni að ræða,“ segir Bragi Þór. Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps.Stöð 2 Í Bolungarvík er sömu sögu að segja en þar er fyrirséð að verði mikil fólksfjölgun á næstu árum með tilkomu laxasláturhúss og vaxtar í annarri starfsemi. „Það er mjög mikið framundan. Það er verið að skipuleggja nýtt hverfi sem við gerum ráð fyrir að þrjú hundruð manns geti flutt í á næstu árum. Við erum líka að skipuleggja nýjan miðbæ.“ Í Bolungarvík búa nú 956 manns. Jón Páll segir því ljóst að bærinn muni á næstu árum fara yfir þúsund manna markið sem stjórnvöld vilja miða við fyrir sveitarfélög. „Bolungarvík, þúsund plús! Það er ekki hægt að hlæja að því núna,“ segir Jón Páll.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Húsnæðismál Ísafjarðarbær Bolungarvík Súðavíkurhreppur Tengdar fréttir Með sterkar skoðanir fyrir kosningar: „Laxeldi í bæinn og ekkert múður með það“ Karlarnir á bensínstöðinni vilja fiskeldi og atvinnutækifæri en konurnar á hjúkrunarheimilinu vilja búa í snyrtilegasta og fallegasta bæ á Vestfjörðum. Við kíktum til Bolungarvíkur og tókum púlsinn á bæjarbúum fyrir kosningar. 5. maí 2022 08:02 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Fleiri fréttir Tilnefnir nýjan þingflokksformann á morgun Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Sjá meira
Með sterkar skoðanir fyrir kosningar: „Laxeldi í bæinn og ekkert múður með það“ Karlarnir á bensínstöðinni vilja fiskeldi og atvinnutækifæri en konurnar á hjúkrunarheimilinu vilja búa í snyrtilegasta og fallegasta bæ á Vestfjörðum. Við kíktum til Bolungarvíkur og tókum púlsinn á bæjarbúum fyrir kosningar. 5. maí 2022 08:02