Stjórnvöld verði að setja hömlur á leiguverð Snorri Másson skrifar 11. maí 2022 22:30 Stefán Ólafsson, prófessor í félagsfræði og sérfræðingur hjá Eflingu, varar við of miklum leiguhækkunum og kallar eftir því að stjórnvöld grípi inn í markaðinn. Efling Sérfræðingur í vinnumarkaðsrannsóknum segir stjórnvöld verða að setja einhverjar hömlur á hækkun leiguverðs. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn varar í nýju áliti við áhættu hjá bönkunum vegna óeðlilegra húsnæðisverðshækkana. Fluttar hafa verið viðstöðulausar fréttir af ævintýralegum verðhækkunum á húsnæðismarkaði undanfarin misseri. Þeir sem eiga, eiga sífellt meira. En þeir sem leigja, þeir leigja á sífellt meira. Í greiningu Eflingar á leigumarkaðnum er dregin upp dökk mynd af stöðu leigjenda. Sagt er að eðlilegt viðmið sé að leiga fari ekki yfir 25% af ráðstöfunartekjum fólks. Á Íslandi er hlutfallið að meðaltali 45% og sumir eru að borga allt að 70% af tekjum sínum. „Stóri vandinn er sá að við erum komin með verðlag á húsnæði upp á eitt það hæsta sem við sjáum í Evrópu. Jafnvel þó að við byggjum meira núna mun verðið ekki fara mikið niður. Gagnvart leigunni þarf að setja einhverjar hömlur eða bremsur á hækkun leiguverðs,“ segir Stefán Ólafsson, prófessor í félagsfræði og sérfræðingur hjá Eflingu, í samtali við fréttastofu. Stefán segir fyrirséð að markaðshyggjufólk muni alltaf mótmæli slíkum hugmyndum, en að sannleikur sé sá að á öllum mörkuðum ríki ákveðnar reglur. Ljóst sé af markaðnum nú að laga þurfi reglurnar að nýjum veruleika svo að fólk geti haft þak yfir höfði sér. Það gildi ekki síður um hömlur á húsnæðisverðinu sjálfu, sem sé einnig komið langt fram yfir kostnaðarverð. „Það þarf að finna heppilegt jafnvægi, sem tryggir stöðugleika. Við viljum ekki sveiflur hvorki langt upp né langt niður, við viljum hafa slétta og fellda þróun í þessu þannig að verðin verði ekki óhófleg,“ segir Stefán. Stefán fagnar innleggi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, en sendinefnd á vegum sjóðsins kynnti í dag álit sitt á efnahagshorfum á Íslandi. Þar sagði hreinlega að kerfisáhætta væri farin að gera vart við sig hjá bönkunum vegna hækkunar húsnæðisverðs. Yfirvöld yrðu að bregðast við; aðallega með því að byggja meira; en einnig með því að gera húsnæðisstuðning markvissari á Íslandi og efla félagslega húsnæðiskerfið. „Það er nú svolítið þegar hagfræðingar frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og öðrum alþjóðastofnunum að það þurfi að efla félagslegt húsnæðiskerfi. Þeir eru venjulega ekki þar,“ segir Stefán. Stjórnvöld hafi lofað við gerð lífskjarasamninganna að setja hömlur á verðákvarðanir í leigu — en hafi ekki staðið við það. „Þetta er ekkert annað en blanda af skilningsleysi og viljaleysi — kannski mest viljaleysi,“ segir Stefán. Stéttarfélög Kjaramál Húsnæðismál Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Fleiri fréttir Tilnefnir nýjan þingflokksformann á morgun Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Sjá meira
Fluttar hafa verið viðstöðulausar fréttir af ævintýralegum verðhækkunum á húsnæðismarkaði undanfarin misseri. Þeir sem eiga, eiga sífellt meira. En þeir sem leigja, þeir leigja á sífellt meira. Í greiningu Eflingar á leigumarkaðnum er dregin upp dökk mynd af stöðu leigjenda. Sagt er að eðlilegt viðmið sé að leiga fari ekki yfir 25% af ráðstöfunartekjum fólks. Á Íslandi er hlutfallið að meðaltali 45% og sumir eru að borga allt að 70% af tekjum sínum. „Stóri vandinn er sá að við erum komin með verðlag á húsnæði upp á eitt það hæsta sem við sjáum í Evrópu. Jafnvel þó að við byggjum meira núna mun verðið ekki fara mikið niður. Gagnvart leigunni þarf að setja einhverjar hömlur eða bremsur á hækkun leiguverðs,“ segir Stefán Ólafsson, prófessor í félagsfræði og sérfræðingur hjá Eflingu, í samtali við fréttastofu. Stefán segir fyrirséð að markaðshyggjufólk muni alltaf mótmæli slíkum hugmyndum, en að sannleikur sé sá að á öllum mörkuðum ríki ákveðnar reglur. Ljóst sé af markaðnum nú að laga þurfi reglurnar að nýjum veruleika svo að fólk geti haft þak yfir höfði sér. Það gildi ekki síður um hömlur á húsnæðisverðinu sjálfu, sem sé einnig komið langt fram yfir kostnaðarverð. „Það þarf að finna heppilegt jafnvægi, sem tryggir stöðugleika. Við viljum ekki sveiflur hvorki langt upp né langt niður, við viljum hafa slétta og fellda þróun í þessu þannig að verðin verði ekki óhófleg,“ segir Stefán. Stefán fagnar innleggi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, en sendinefnd á vegum sjóðsins kynnti í dag álit sitt á efnahagshorfum á Íslandi. Þar sagði hreinlega að kerfisáhætta væri farin að gera vart við sig hjá bönkunum vegna hækkunar húsnæðisverðs. Yfirvöld yrðu að bregðast við; aðallega með því að byggja meira; en einnig með því að gera húsnæðisstuðning markvissari á Íslandi og efla félagslega húsnæðiskerfið. „Það er nú svolítið þegar hagfræðingar frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og öðrum alþjóðastofnunum að það þurfi að efla félagslegt húsnæðiskerfi. Þeir eru venjulega ekki þar,“ segir Stefán. Stjórnvöld hafi lofað við gerð lífskjarasamninganna að setja hömlur á verðákvarðanir í leigu — en hafi ekki staðið við það. „Þetta er ekkert annað en blanda af skilningsleysi og viljaleysi — kannski mest viljaleysi,“ segir Stefán.
Stéttarfélög Kjaramál Húsnæðismál Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Fleiri fréttir Tilnefnir nýjan þingflokksformann á morgun Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Sjá meira