„Ef að einhverjir hafa brotið lög þá þarf að rannsaka það til hlítar“ Bjarki Sigurðsson og Snorri Másson skrifa 25. apríl 2022 22:09 Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður fjárlaganefndar Alþingis, segir að sala ríkisins á hlut í Íslandsbanka hafi almennt gengið vel. Vísir/Vilhelm Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður fjárlaganefndar Alþingis, segir að sala ríkisins á 22,5% hlut í Íslandsbanka hafi almennt gengið vel. Þó séu atriði við söluna sem þarf að rannsaka. Bryndís ræddi við fréttastofu í dag um lækkandi traust til ráðherra ríkisstjórnarinnar í kjölfar sölunnar. „Nei, ekkert sérstaklega,“ segir Bryndís aðspurð hvort lækkandi traust komi henni á óvart. „Við erum stödd á þeim stað í umræðunni og hún hefur verið mjög hörð á samfélagsmiðlum og úti í samfélaginu. Alls konar sögur hafa verið að fljúga um samfélagið og nú er það verk að vinna.“ Hún segir að nú þurfi að koma á framfæri því góða sem gekk upp við söluna. „Stóra myndin gekk mjög vel í þessu en það eru atriði sem við verðum að rannsaka og við verðum að fá svör við hér á þingi. Meðal annars þurfum við Bankasýsluna í lið með okkur í því að svara þessum spurningum,“ segir Bryndís. „Ef að einhverjir hafa brotið lög þá þarf að rannsaka það til hlítar.“ Viðtalið við Sigmund Davíð og Bryndísi hefst þegar um 3:30 eru liðnar af myndbandinu hér fyrir neðan. Laskað traust kemur Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins, heldur ekki á óvart. Hann vill þó meina að traust til ráðherrana hefði alltaf farið minnkandi, þrátt fyrir ef engin bankasala hefði átt sér stað. „Ég held að fylgið eða stuðningurinn hefði alltaf farið minnkandi eftir að þau höfðu ekki lengur Covid-skjólið sem þeim hefur liðið ágætlega í í tvö ár. Nú er allt í einu byrjuð aftur pólitísk umræða á Íslandi og það er ekki sérgrein þessarar ríkisstjórnar að ræða pólitík,“ segir Sigmundur. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Tengdar fréttir Hrakfallasaga Íslandsbanka frá hruni til útboðs Gríðarleg gagnrýni hefur komið fram á sölu ríkisins á Íslandsbanka til svokallaðra hæfra fjárfesta í síðasta mánuði. En um hvað er deilt og hvað gerðis? Við ætlum að fara yfir helstu atriði málsins hér á eftir 24. apríl 2022 08:00 „Algerlega óásættanleg vinnubrögð“ Kristrún Frostadóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd Alþingis, sat fund nefndarinnar í morgun, þar sem til stóð að Bankasýsla ríkisins sæti fyrir svörum um söluna á Íslandsbanka. Svo fór þó ekki, enda bað bankasýslan í gær um tveggja daga frest þar sem minnisblað væri stofnunarinnar ekki tilbúið. 25. apríl 2022 11:55 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent „Mál að linni“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Bryndís ræddi við fréttastofu í dag um lækkandi traust til ráðherra ríkisstjórnarinnar í kjölfar sölunnar. „Nei, ekkert sérstaklega,“ segir Bryndís aðspurð hvort lækkandi traust komi henni á óvart. „Við erum stödd á þeim stað í umræðunni og hún hefur verið mjög hörð á samfélagsmiðlum og úti í samfélaginu. Alls konar sögur hafa verið að fljúga um samfélagið og nú er það verk að vinna.“ Hún segir að nú þurfi að koma á framfæri því góða sem gekk upp við söluna. „Stóra myndin gekk mjög vel í þessu en það eru atriði sem við verðum að rannsaka og við verðum að fá svör við hér á þingi. Meðal annars þurfum við Bankasýsluna í lið með okkur í því að svara þessum spurningum,“ segir Bryndís. „Ef að einhverjir hafa brotið lög þá þarf að rannsaka það til hlítar.“ Viðtalið við Sigmund Davíð og Bryndísi hefst þegar um 3:30 eru liðnar af myndbandinu hér fyrir neðan. Laskað traust kemur Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins, heldur ekki á óvart. Hann vill þó meina að traust til ráðherrana hefði alltaf farið minnkandi, þrátt fyrir ef engin bankasala hefði átt sér stað. „Ég held að fylgið eða stuðningurinn hefði alltaf farið minnkandi eftir að þau höfðu ekki lengur Covid-skjólið sem þeim hefur liðið ágætlega í í tvö ár. Nú er allt í einu byrjuð aftur pólitísk umræða á Íslandi og það er ekki sérgrein þessarar ríkisstjórnar að ræða pólitík,“ segir Sigmundur.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Tengdar fréttir Hrakfallasaga Íslandsbanka frá hruni til útboðs Gríðarleg gagnrýni hefur komið fram á sölu ríkisins á Íslandsbanka til svokallaðra hæfra fjárfesta í síðasta mánuði. En um hvað er deilt og hvað gerðis? Við ætlum að fara yfir helstu atriði málsins hér á eftir 24. apríl 2022 08:00 „Algerlega óásættanleg vinnubrögð“ Kristrún Frostadóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd Alþingis, sat fund nefndarinnar í morgun, þar sem til stóð að Bankasýsla ríkisins sæti fyrir svörum um söluna á Íslandsbanka. Svo fór þó ekki, enda bað bankasýslan í gær um tveggja daga frest þar sem minnisblað væri stofnunarinnar ekki tilbúið. 25. apríl 2022 11:55 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent „Mál að linni“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Hrakfallasaga Íslandsbanka frá hruni til útboðs Gríðarleg gagnrýni hefur komið fram á sölu ríkisins á Íslandsbanka til svokallaðra hæfra fjárfesta í síðasta mánuði. En um hvað er deilt og hvað gerðis? Við ætlum að fara yfir helstu atriði málsins hér á eftir 24. apríl 2022 08:00
„Algerlega óásættanleg vinnubrögð“ Kristrún Frostadóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd Alþingis, sat fund nefndarinnar í morgun, þar sem til stóð að Bankasýsla ríkisins sæti fyrir svörum um söluna á Íslandsbanka. Svo fór þó ekki, enda bað bankasýslan í gær um tveggja daga frest þar sem minnisblað væri stofnunarinnar ekki tilbúið. 25. apríl 2022 11:55