Segir starfsmann skrifstofu Eflingar fara með rangt mál Bjarki Sigurðsson skrifar 25. apríl 2022 20:23 Sólveig Anna harmar að lygasögur um störf félagsins eigi greiðan aðgang að fjölmiðlum. Vísir/Vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur leiðrétt fullyrðingar sem trúnaðarmaður á vinnustaðnum lét falla í viðtali við mbl.is. Hún segir hann fara með rangt mál. Í dag birtist grein á mbl.is þar sem rætt var við Gabríel Benjamin sem er starfsmaður á kjaramálasviði Eflingar og jafnframt trúnaðarmaður á vinnustaðnum. Þar sagði hann að hann sæi fyrir sér að ekki yrði hægt að greiða úr sjúkrasjóði um næstu mánaðamót, nema að hluta til. Fyrir tveimur vikum var öllu starfsfólki Eflingar sagt upp og hafa fáir á skrifstofunni mætt til vinnu síðan þá. Í pósti sem Sólveig Anna sendi á félagsmenn í gærkvöldi kemur fram að þrátt fyrir manneklu væri það forgangsatriði að tryggja útgreiðslur á sjúkradagpeningum. Þá sagði hún að það stefndi ekki í annað en að það myndi ganga eins og vanalega um næstu mánaðamót. Ein manneskja mætt til vinnu Gabríel sagði að aðeins einn starfsmaður væri við störf hjá sjúkrasjóðnum þessa dagana og að það kæmi honum á óvart ef það væri hægt að borga helming úr sjóðnum. „Ég veit ekki hvað gerist um mánaðamótin. Ef það tekst að greiða eitthvað út þá er það stórsigur og sýnir fram á þrautseigju þeirra sem eru hér enn. […] Venjulega eru margir sem sinna þessu starfi, en það er ein manneskja hérna núna,“ sagði Gabríel. Þá hélt Gabríel því einnig fram að launakröfur meðlima myndu ekki innheimtast og sakaði Sólveigu um að ljúga í áðurnefndum tölvupósti. Rangfærslur og áróður Sólveig segir í færslu á Facebook-síðu sinni að um sé að ræða rangfærslur og harmar að „lygasögur sem slíkar“ eigi greiðan aðgang að fjölmiðlum. „Ég vona að fólk sjái í gegnum þennan grófa áróður, þrátt fyrir að hann endurómi af einhverjum ástæðum linnulaust um allt samfélagið okkar,“ segir Sólveig. Hún segir að starfsmaður skrifstofu Eflingar hafi rætt við Gabríel í dag og leiðrétt rangfærslur hans. Sjúkradagpeningar verði greiddir og launakröfur innheimtar þrátt fyrir tafir á þjónustunni. Stendur við orð sín Í samtali við Vísi segir Gabríel að hann standi við orð sín og vill ekki meina að um sé að ræða rangfærslur. „Vissulega ræddi ég við hæstráðandi starfsmann á skrifstofunni og við áttum frekar almennilegt spjall. Um hvað verður um launakröfur, hvað verður um sjúkrasjóðinn og við vorum ekki sammála en við áttum þessar samræður með fullri virðingu fyrir skoðunum hvors annars. Það var ekki um að ræða að hann hafi verið að skipa mér fyrir að ég þurfi að draga eitthvað til baka enda er ekki erindi til þess,“ segir Gabríel. Þrátt fyrir að hann búist ekki við því að greitt verði úr sjúkrasjóði þá vonar hann innilega að það takist. „Það eru fjölmargir einstaklingar sem sinna þessu sviði og hafa verið að gera það en það er bara enginn þeirra núna í vinnunni. Það eru allir í veikindaleyfi,“ segir Gabríel en nú sinnir einstaklingur, sem ekki er hluti af sviðinu, starfinu. „Ég sé ekki hvernig ein manneskja á að dekka vinnu þriggja, fjögurra einstaklinga.“ Félagsfundur á miðvikudaginn Í gær var greint frá því að félagsfundur yrði haldinn fyrir meðlimi Eflingar. Fundurinn fer fram á miðvikudaginn næstkomandi í Valsheimilinu að Hlíðarenda. Upphaflega átti hann að fara fram í félagsheimili stéttarfélagsins í Guðrúnartúni en í dag var tekin ákvörðun um að færa hann í stærra húsnæði. Fréttin hefur verið uppfærð. Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Efling boðar til félagsfundar Stjórn stéttarfélagsins Eflingar fundaði í kvöld og ákvað tímasetningu fyrir félagsfund. Þetta kemur fram í tölvupósti sem sendur var til félagsmanna Eflingar í kvöld. 24. apríl 2022 22:28 Segir Agnieszku hafa reynt að þvinga fram fund ólöglega Formaður Eflingar segir framferði varaformanns Eflingar fyrir neðan allar hellur í tengslum við kröfu um félagsfund og sakar hana um að reyna að knýja fram slíkan fund ólöglega. Þá muni hún fara eftir lögum félagsins og ekki reyna að koma í veg fyrir að félagsfundur verði haldinn. 20. apríl 2022 22:03 Félagsmenn foxillir eftir tölvupóst Sólveigar Önnu Stjórn Eflingar hyggst ræða kröfur fimm hundruð félagsmanna um að halda félagsfund. Tölvupóstur frá formanni félagsins hefur vakið reiði félagsmanna og segir varaformaður Eflingar formanninn vera að eyðileggja starf verkalýðshreyfingarinnar. Forsvarsmenn félagsins urðu ekki við beiðni um viðtal í morgun. 20. apríl 2022 12:31 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Sjá meira
Í dag birtist grein á mbl.is þar sem rætt var við Gabríel Benjamin sem er starfsmaður á kjaramálasviði Eflingar og jafnframt trúnaðarmaður á vinnustaðnum. Þar sagði hann að hann sæi fyrir sér að ekki yrði hægt að greiða úr sjúkrasjóði um næstu mánaðamót, nema að hluta til. Fyrir tveimur vikum var öllu starfsfólki Eflingar sagt upp og hafa fáir á skrifstofunni mætt til vinnu síðan þá. Í pósti sem Sólveig Anna sendi á félagsmenn í gærkvöldi kemur fram að þrátt fyrir manneklu væri það forgangsatriði að tryggja útgreiðslur á sjúkradagpeningum. Þá sagði hún að það stefndi ekki í annað en að það myndi ganga eins og vanalega um næstu mánaðamót. Ein manneskja mætt til vinnu Gabríel sagði að aðeins einn starfsmaður væri við störf hjá sjúkrasjóðnum þessa dagana og að það kæmi honum á óvart ef það væri hægt að borga helming úr sjóðnum. „Ég veit ekki hvað gerist um mánaðamótin. Ef það tekst að greiða eitthvað út þá er það stórsigur og sýnir fram á þrautseigju þeirra sem eru hér enn. […] Venjulega eru margir sem sinna þessu starfi, en það er ein manneskja hérna núna,“ sagði Gabríel. Þá hélt Gabríel því einnig fram að launakröfur meðlima myndu ekki innheimtast og sakaði Sólveigu um að ljúga í áðurnefndum tölvupósti. Rangfærslur og áróður Sólveig segir í færslu á Facebook-síðu sinni að um sé að ræða rangfærslur og harmar að „lygasögur sem slíkar“ eigi greiðan aðgang að fjölmiðlum. „Ég vona að fólk sjái í gegnum þennan grófa áróður, þrátt fyrir að hann endurómi af einhverjum ástæðum linnulaust um allt samfélagið okkar,“ segir Sólveig. Hún segir að starfsmaður skrifstofu Eflingar hafi rætt við Gabríel í dag og leiðrétt rangfærslur hans. Sjúkradagpeningar verði greiddir og launakröfur innheimtar þrátt fyrir tafir á þjónustunni. Stendur við orð sín Í samtali við Vísi segir Gabríel að hann standi við orð sín og vill ekki meina að um sé að ræða rangfærslur. „Vissulega ræddi ég við hæstráðandi starfsmann á skrifstofunni og við áttum frekar almennilegt spjall. Um hvað verður um launakröfur, hvað verður um sjúkrasjóðinn og við vorum ekki sammála en við áttum þessar samræður með fullri virðingu fyrir skoðunum hvors annars. Það var ekki um að ræða að hann hafi verið að skipa mér fyrir að ég þurfi að draga eitthvað til baka enda er ekki erindi til þess,“ segir Gabríel. Þrátt fyrir að hann búist ekki við því að greitt verði úr sjúkrasjóði þá vonar hann innilega að það takist. „Það eru fjölmargir einstaklingar sem sinna þessu sviði og hafa verið að gera það en það er bara enginn þeirra núna í vinnunni. Það eru allir í veikindaleyfi,“ segir Gabríel en nú sinnir einstaklingur, sem ekki er hluti af sviðinu, starfinu. „Ég sé ekki hvernig ein manneskja á að dekka vinnu þriggja, fjögurra einstaklinga.“ Félagsfundur á miðvikudaginn Í gær var greint frá því að félagsfundur yrði haldinn fyrir meðlimi Eflingar. Fundurinn fer fram á miðvikudaginn næstkomandi í Valsheimilinu að Hlíðarenda. Upphaflega átti hann að fara fram í félagsheimili stéttarfélagsins í Guðrúnartúni en í dag var tekin ákvörðun um að færa hann í stærra húsnæði. Fréttin hefur verið uppfærð.
Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Efling boðar til félagsfundar Stjórn stéttarfélagsins Eflingar fundaði í kvöld og ákvað tímasetningu fyrir félagsfund. Þetta kemur fram í tölvupósti sem sendur var til félagsmanna Eflingar í kvöld. 24. apríl 2022 22:28 Segir Agnieszku hafa reynt að þvinga fram fund ólöglega Formaður Eflingar segir framferði varaformanns Eflingar fyrir neðan allar hellur í tengslum við kröfu um félagsfund og sakar hana um að reyna að knýja fram slíkan fund ólöglega. Þá muni hún fara eftir lögum félagsins og ekki reyna að koma í veg fyrir að félagsfundur verði haldinn. 20. apríl 2022 22:03 Félagsmenn foxillir eftir tölvupóst Sólveigar Önnu Stjórn Eflingar hyggst ræða kröfur fimm hundruð félagsmanna um að halda félagsfund. Tölvupóstur frá formanni félagsins hefur vakið reiði félagsmanna og segir varaformaður Eflingar formanninn vera að eyðileggja starf verkalýðshreyfingarinnar. Forsvarsmenn félagsins urðu ekki við beiðni um viðtal í morgun. 20. apríl 2022 12:31 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Sjá meira
Efling boðar til félagsfundar Stjórn stéttarfélagsins Eflingar fundaði í kvöld og ákvað tímasetningu fyrir félagsfund. Þetta kemur fram í tölvupósti sem sendur var til félagsmanna Eflingar í kvöld. 24. apríl 2022 22:28
Segir Agnieszku hafa reynt að þvinga fram fund ólöglega Formaður Eflingar segir framferði varaformanns Eflingar fyrir neðan allar hellur í tengslum við kröfu um félagsfund og sakar hana um að reyna að knýja fram slíkan fund ólöglega. Þá muni hún fara eftir lögum félagsins og ekki reyna að koma í veg fyrir að félagsfundur verði haldinn. 20. apríl 2022 22:03
Félagsmenn foxillir eftir tölvupóst Sólveigar Önnu Stjórn Eflingar hyggst ræða kröfur fimm hundruð félagsmanna um að halda félagsfund. Tölvupóstur frá formanni félagsins hefur vakið reiði félagsmanna og segir varaformaður Eflingar formanninn vera að eyðileggja starf verkalýðshreyfingarinnar. Forsvarsmenn félagsins urðu ekki við beiðni um viðtal í morgun. 20. apríl 2022 12:31