Sé rangt hjá Bjarna að enginn hafi getað selt strax með tíu milljóna hagnaði Eiður Þór Árnason skrifar 25. apríl 2022 13:53 Páll Magnússon segir að fjárhagslega geti ríkið ágætlega við bankasöluna unað en það sem hafi tapast sé miklu verðmætara en nokkrir milljarðar til eða frá. Páll Magnússon segir Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra hafa farið með rangt mál þegar hann gerði lítið úr frásögn um að einstaklingur hafi grætt tíu milljónir á innan við sólarhring með því að selja bréf í Íslandsbanka sem hann keypti í útboði Bankasýslunnar. Fjármálaráðherra segir sögu Páls hafa tekið breytingum. Páll, sem er fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, greindi frá viðskiptunum fyrir rúmum tveimur vikum og olli frásögnin nokkru fjaðrafoki. Bjarni sat fyrir svörum hjá Kristjáni Kristjánssyni í Sprengisandi á Bylgjunni í gær og sagði það hafa verið ómögulegt fyrir selja hlut sem fenginn var í útboðinu strax daginn eftir. „Hvernig stendur á því að blaðamenn flytja svona vitleysu umbúðalaust og fleyta þessu áfram í umræðuna þegar allir vita að í fyrsta lagi var uppgjörsdagur á mánudegi og útboðið fór fram á þriðjudegi? Það gat enginn selt daginn eftir,“ sagði Bjarni. Ummælin komi á óvart Páll furðar sig á þessum ummælum fjármálaráðherra. „Þessi fullyrðing ráðherrans er röng. Og kemur nokkuð á óvart að maður sem sjálfur hefur víðtæka reynslu af allskonar viðskiptavafningum frá því fyrir hrun skuli halda þessu fram.“ Meðal annars hafi verið hægt að selja hluti í gegnum framvirka samninga og með því að selja þá til þriðja aðila með þeim skilmálum að afhending færi fram eftir sex daga, eða að loknu uppgjöri seljandans við Bankasýslu ríkisins. „Þriðja leiðin var síðan einföldust og fljótlegust, hafi kaupandinn átt fyrir jafnmörg eða fleiri bréf í Íslandsbanka: Kostaboðinu tekið – milljón bréf keypt með afslætti á genginu 117 – og jafnmörg bréf úr gamla stabbanum seld þegar þau voru komin upp í 127 í Kauphöllinni daginn eftir. Vissulega ekki „sömu“ bréfin og hann fékkst beinlínis í hendur en „snúningurinn“ sá sami og sömu 10 milljónirnar komnar í hús. Eignarhlutur viðkomandi í Íslandsbanka sá sami fyrir og eftir - og ekkert hafði gerst annað en að hann græddi þessar 10 milljónir á meðan hann svaf,“ segir Páll í grein sem birtist á Vísi. Hann bætir við að tæknileg útfærsla umræddra viðskipta væri algjört aukaatriði og að þessi hluti málsins snúist fyrst og fremst um það hvernig aðilar voru valdir sem fengu að kaupa hluti í Íslandsbanka með afslætti. Sagði einnig vel hægt að selja hluti strax Páll er ekki sá fyrsti sem gerir athugasemdir við ummæli Bjarna í Sprengisandi en Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur jafnframt sagt að þau standist ekki skoðun. „Það er hægt að gera framvirkan samning á fjármálamarkaði á þann veg að viðkomandi þarf í raun aldrei að fá bréfin í hendurnar áður en viðkomandi selur. Afhending bréfa er venjulega T+2 (2 dögum eftir kaup) og það að selja T+3 (þremur dögum eftir kaup) er líka ein leið til að segja að eitthvað hafi verið selt strax,“ skrifaði Kristrún í grein á Vísi í gær. Sagan hafi tekið breytingum Bjarni svarar Páli á Facebook og segir sögu hans nú hafa tekið miklum breytingum. Umræddur maður hafi ekki lengur tekið þátt í útboðinu og selt bréfin næsta dag heldur gert afleiðusamning og selt framvirkt nálægt hæsta gengi sem greitt hafði verið fyrir bréf í Íslandsbanka frá almenna útboðinu. Jafnvel þótt þetta stæðist allt skoðun væri það engan veginn lýsandi fyrir dagana eftir söluferlið. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum fjármálaráðherra. Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenskir bankar Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Aukaatriðin og aðalatriðin Mér þótti athyglisvert að lesa hér á Vísi að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, hefði sagt þetta á Sprengisandi í gærmorgun: „Páll Magnússon veður fram á ritvöllinn og segist hafa heyrt í manni sem skráði sig fyrir bréfum og seldi þau daginn eftir. Hvernig stendur á því að blaðamenn flytja svona vitleysu umbúðalaust og fleyta þessu áfram í umræðuna þegar allir vita að í fyrsta lagi var uppgjörsdagur á mánudegi og útboðið fór fram á þriðjudegi? Það gat enginn selt daginn eftir.“ 25. apríl 2022 13:30 10 athugasemdir við málflutning fjármálaráðherra Fjármálaráðherra situr í nafni Katrínar Jakobsdóttur við stjórn landsins. Það væri áhugavert að heyra hvað forsætisráðherra finnst um útskýringar hennar nánasta samstarfsmanns í ríkisstjórn á bankasölunni, úthvíldur eftir páskafrí. Ég vitna hér til viðtals við fjármálaráðherra í Sprengisandi í morgun. Þar var aðeins annað viðmót en heyrst hefur frá forsætisráðherra. 24. apríl 2022 19:01 Bjarni um pabba sinn: „Var honum bannað að kaupa?“ Bjarni Benediktsson segir röksemdafærslu stjórnarandstöðunnar í umræðunni um sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka vera komna í hring. Hann segir að sjálfsögðu eigi að taka á því ef reglur hafa verið brotnar. 24. apríl 2022 12:36 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Páll, sem er fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, greindi frá viðskiptunum fyrir rúmum tveimur vikum og olli frásögnin nokkru fjaðrafoki. Bjarni sat fyrir svörum hjá Kristjáni Kristjánssyni í Sprengisandi á Bylgjunni í gær og sagði það hafa verið ómögulegt fyrir selja hlut sem fenginn var í útboðinu strax daginn eftir. „Hvernig stendur á því að blaðamenn flytja svona vitleysu umbúðalaust og fleyta þessu áfram í umræðuna þegar allir vita að í fyrsta lagi var uppgjörsdagur á mánudegi og útboðið fór fram á þriðjudegi? Það gat enginn selt daginn eftir,“ sagði Bjarni. Ummælin komi á óvart Páll furðar sig á þessum ummælum fjármálaráðherra. „Þessi fullyrðing ráðherrans er röng. Og kemur nokkuð á óvart að maður sem sjálfur hefur víðtæka reynslu af allskonar viðskiptavafningum frá því fyrir hrun skuli halda þessu fram.“ Meðal annars hafi verið hægt að selja hluti í gegnum framvirka samninga og með því að selja þá til þriðja aðila með þeim skilmálum að afhending færi fram eftir sex daga, eða að loknu uppgjöri seljandans við Bankasýslu ríkisins. „Þriðja leiðin var síðan einföldust og fljótlegust, hafi kaupandinn átt fyrir jafnmörg eða fleiri bréf í Íslandsbanka: Kostaboðinu tekið – milljón bréf keypt með afslætti á genginu 117 – og jafnmörg bréf úr gamla stabbanum seld þegar þau voru komin upp í 127 í Kauphöllinni daginn eftir. Vissulega ekki „sömu“ bréfin og hann fékkst beinlínis í hendur en „snúningurinn“ sá sami og sömu 10 milljónirnar komnar í hús. Eignarhlutur viðkomandi í Íslandsbanka sá sami fyrir og eftir - og ekkert hafði gerst annað en að hann græddi þessar 10 milljónir á meðan hann svaf,“ segir Páll í grein sem birtist á Vísi. Hann bætir við að tæknileg útfærsla umræddra viðskipta væri algjört aukaatriði og að þessi hluti málsins snúist fyrst og fremst um það hvernig aðilar voru valdir sem fengu að kaupa hluti í Íslandsbanka með afslætti. Sagði einnig vel hægt að selja hluti strax Páll er ekki sá fyrsti sem gerir athugasemdir við ummæli Bjarna í Sprengisandi en Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur jafnframt sagt að þau standist ekki skoðun. „Það er hægt að gera framvirkan samning á fjármálamarkaði á þann veg að viðkomandi þarf í raun aldrei að fá bréfin í hendurnar áður en viðkomandi selur. Afhending bréfa er venjulega T+2 (2 dögum eftir kaup) og það að selja T+3 (þremur dögum eftir kaup) er líka ein leið til að segja að eitthvað hafi verið selt strax,“ skrifaði Kristrún í grein á Vísi í gær. Sagan hafi tekið breytingum Bjarni svarar Páli á Facebook og segir sögu hans nú hafa tekið miklum breytingum. Umræddur maður hafi ekki lengur tekið þátt í útboðinu og selt bréfin næsta dag heldur gert afleiðusamning og selt framvirkt nálægt hæsta gengi sem greitt hafði verið fyrir bréf í Íslandsbanka frá almenna útboðinu. Jafnvel þótt þetta stæðist allt skoðun væri það engan veginn lýsandi fyrir dagana eftir söluferlið. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum fjármálaráðherra.
Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenskir bankar Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Aukaatriðin og aðalatriðin Mér þótti athyglisvert að lesa hér á Vísi að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, hefði sagt þetta á Sprengisandi í gærmorgun: „Páll Magnússon veður fram á ritvöllinn og segist hafa heyrt í manni sem skráði sig fyrir bréfum og seldi þau daginn eftir. Hvernig stendur á því að blaðamenn flytja svona vitleysu umbúðalaust og fleyta þessu áfram í umræðuna þegar allir vita að í fyrsta lagi var uppgjörsdagur á mánudegi og útboðið fór fram á þriðjudegi? Það gat enginn selt daginn eftir.“ 25. apríl 2022 13:30 10 athugasemdir við málflutning fjármálaráðherra Fjármálaráðherra situr í nafni Katrínar Jakobsdóttur við stjórn landsins. Það væri áhugavert að heyra hvað forsætisráðherra finnst um útskýringar hennar nánasta samstarfsmanns í ríkisstjórn á bankasölunni, úthvíldur eftir páskafrí. Ég vitna hér til viðtals við fjármálaráðherra í Sprengisandi í morgun. Þar var aðeins annað viðmót en heyrst hefur frá forsætisráðherra. 24. apríl 2022 19:01 Bjarni um pabba sinn: „Var honum bannað að kaupa?“ Bjarni Benediktsson segir röksemdafærslu stjórnarandstöðunnar í umræðunni um sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka vera komna í hring. Hann segir að sjálfsögðu eigi að taka á því ef reglur hafa verið brotnar. 24. apríl 2022 12:36 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Aukaatriðin og aðalatriðin Mér þótti athyglisvert að lesa hér á Vísi að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, hefði sagt þetta á Sprengisandi í gærmorgun: „Páll Magnússon veður fram á ritvöllinn og segist hafa heyrt í manni sem skráði sig fyrir bréfum og seldi þau daginn eftir. Hvernig stendur á því að blaðamenn flytja svona vitleysu umbúðalaust og fleyta þessu áfram í umræðuna þegar allir vita að í fyrsta lagi var uppgjörsdagur á mánudegi og útboðið fór fram á þriðjudegi? Það gat enginn selt daginn eftir.“ 25. apríl 2022 13:30
10 athugasemdir við málflutning fjármálaráðherra Fjármálaráðherra situr í nafni Katrínar Jakobsdóttur við stjórn landsins. Það væri áhugavert að heyra hvað forsætisráðherra finnst um útskýringar hennar nánasta samstarfsmanns í ríkisstjórn á bankasölunni, úthvíldur eftir páskafrí. Ég vitna hér til viðtals við fjármálaráðherra í Sprengisandi í morgun. Þar var aðeins annað viðmót en heyrst hefur frá forsætisráðherra. 24. apríl 2022 19:01
Bjarni um pabba sinn: „Var honum bannað að kaupa?“ Bjarni Benediktsson segir röksemdafærslu stjórnarandstöðunnar í umræðunni um sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka vera komna í hring. Hann segir að sjálfsögðu eigi að taka á því ef reglur hafa verið brotnar. 24. apríl 2022 12:36