Eldgos í sjó út af Reykjanesi gæti sent ösku yfir Reykjavíkursvæðið Kristján Már Unnarsson skrifar 19. apríl 2022 21:10 Frá Reykjanesi. Eldey sést sem lítill depill við sjóndeildarhringinn. Einar Árnason Jarðskjálftahrinan út af Reykjanestá síðustu daga er áminning um að eldgos þar í sjó geti sent ösku yfir Reykjavíkursvæðið, að mati jarðeðlisfræðings. Komið hefur í ljós að hluti skjálftavirkninnar reyndist stafa frá skurðgröfu við Reykjanesvita. Eftir meira en tveggja ára óratímabil á Reykjanesskaga með öflugum jarðskjálftum, eldgosi í Fagradalsfjalli og nokkrum kvikuinnskotum hefur athyglin síðustu daga beinst að hafsvæðinu út af Reykjanestá og í kringum Eldey. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Halldór Geirsson, jarðeðlisfræðing við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. Halldór Geirsson er jarðeðlisfræðingur við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands.Egill Aðalsteinsson „Það eru engar vísbendingar um að það séu kvikuhreyfingar, utan dálítið óvenjuleg skjálftavirkni. Það er ekki að sjá færslur á gps-mælingum, sem við höfum séð í hinum 5-6 kvikuinnskotunum, sem hafa verið síðan 2020. En það er líka mögulegt að þetta sé einfaldlega það lítið magn af kviku að það mælist ekki.“ Halldór tekur fram að í dag hafi komið í ljós að skringilegir skjálftar sem fram komu á mælum við Reykjanesvita reyndust stafa frá skurðgröfu sem var að skarka á svæðinu. Skjálftahrinan við Eldey er hins vegar raunveruleg, sem hefur vakið upp spurningar um líkur á neðansjávargosi. Eldey er talin hafa myndast í Reykjaneseldum á 13. öld.Egill Aðalsteinsson „Þetta er náttúrlega sviðsmynd sem er vert að taka mjög alvarlega. Það gaus þarna á þrettándu öld nokkrum sinnum í sjó. Og þá var aska sem lagðist meðal annars yfir höfuðborgarsvæðið og myndaði hið svokallaða miðaldalag, sem er notað heilmikið í fornleifafræði til aldursgreininga hérna. Ef slíkur atburður myndi endurtaka sig, þá væri það eitthvað sem höfuðborgarbúar myndu klárlega taka eftir.“ Halldór segir marga hallast að því að nýtt virknitímabil sé hafið á Reykjanesskaga. „Þá gæti í sjálfu sér komið upp gos á ýmsum stöðum. Þannig að það er bara um að gera að fylgjast með og sjá hvað er að gerast,“ segir jarðeðlisfræðingurinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Reykjanesbær Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Fylgjast grannt með jarðskjálftavirkni Töluverð jarðskjálftavirkni hefur verið við Fagradalsfjall og við gosstöðvarnar í Geldingadölum síðan í síðustu viku. Að minnsta kosti tveir jarðskjálftar yfir tveimur mældust á svæðinu í nótt og í morgun. Náttúruvársérfræðingur segir ekkert benda til þess að möguleg kvikusöfnun sé nálægt yfirborðinu en áfram er fylgst með jarðskjálftavirkni. 18. apríl 2022 11:06 Mögulegt að kvika sé að safnast fyrir undir yfirborðinu Dregið hefur úr virkninni á Reykjanestá eftir að jarðskjálftahrina hófst þar í gærkvöldi. Rúmlega 600 skjálftar hafa mælst í hrinunni, sá stærsti 3,9 að stærð. Náttúruvársérfræðingur segir að kvika sé mögulega að safnast fyrir undir jarðskorpunni en ekkert bendir til að hún sé á leið upp á yfirborðið að svo stöddu. 13. apríl 2022 11:52 Mikil skjálftavirkni mælist á Reykjanesskaga Nokkur skjálftavirkni hefur verið á Reykjanesskaga í kvöld og hafa mælst minnst þrír skjálftar um og yfir þremur að stærð. Að sögn náttúruvársérfræðings er um að ræða jarðskjálftahrinu sem hófst um klukkan 21:21 með skjálfta að stærð 3,9 um sjö kílómetrum norðaustur af Reykjanestá. Í kjölfarið komu allavega tveir aðrir skjálftar yfir þremur að stærð og töluverð smáskjálftavirkni. 12. apríl 2022 21:51 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni Sjá meira
Eftir meira en tveggja ára óratímabil á Reykjanesskaga með öflugum jarðskjálftum, eldgosi í Fagradalsfjalli og nokkrum kvikuinnskotum hefur athyglin síðustu daga beinst að hafsvæðinu út af Reykjanestá og í kringum Eldey. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Halldór Geirsson, jarðeðlisfræðing við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. Halldór Geirsson er jarðeðlisfræðingur við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands.Egill Aðalsteinsson „Það eru engar vísbendingar um að það séu kvikuhreyfingar, utan dálítið óvenjuleg skjálftavirkni. Það er ekki að sjá færslur á gps-mælingum, sem við höfum séð í hinum 5-6 kvikuinnskotunum, sem hafa verið síðan 2020. En það er líka mögulegt að þetta sé einfaldlega það lítið magn af kviku að það mælist ekki.“ Halldór tekur fram að í dag hafi komið í ljós að skringilegir skjálftar sem fram komu á mælum við Reykjanesvita reyndust stafa frá skurðgröfu sem var að skarka á svæðinu. Skjálftahrinan við Eldey er hins vegar raunveruleg, sem hefur vakið upp spurningar um líkur á neðansjávargosi. Eldey er talin hafa myndast í Reykjaneseldum á 13. öld.Egill Aðalsteinsson „Þetta er náttúrlega sviðsmynd sem er vert að taka mjög alvarlega. Það gaus þarna á þrettándu öld nokkrum sinnum í sjó. Og þá var aska sem lagðist meðal annars yfir höfuðborgarsvæðið og myndaði hið svokallaða miðaldalag, sem er notað heilmikið í fornleifafræði til aldursgreininga hérna. Ef slíkur atburður myndi endurtaka sig, þá væri það eitthvað sem höfuðborgarbúar myndu klárlega taka eftir.“ Halldór segir marga hallast að því að nýtt virknitímabil sé hafið á Reykjanesskaga. „Þá gæti í sjálfu sér komið upp gos á ýmsum stöðum. Þannig að það er bara um að gera að fylgjast með og sjá hvað er að gerast,“ segir jarðeðlisfræðingurinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Reykjanesbær Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Fylgjast grannt með jarðskjálftavirkni Töluverð jarðskjálftavirkni hefur verið við Fagradalsfjall og við gosstöðvarnar í Geldingadölum síðan í síðustu viku. Að minnsta kosti tveir jarðskjálftar yfir tveimur mældust á svæðinu í nótt og í morgun. Náttúruvársérfræðingur segir ekkert benda til þess að möguleg kvikusöfnun sé nálægt yfirborðinu en áfram er fylgst með jarðskjálftavirkni. 18. apríl 2022 11:06 Mögulegt að kvika sé að safnast fyrir undir yfirborðinu Dregið hefur úr virkninni á Reykjanestá eftir að jarðskjálftahrina hófst þar í gærkvöldi. Rúmlega 600 skjálftar hafa mælst í hrinunni, sá stærsti 3,9 að stærð. Náttúruvársérfræðingur segir að kvika sé mögulega að safnast fyrir undir jarðskorpunni en ekkert bendir til að hún sé á leið upp á yfirborðið að svo stöddu. 13. apríl 2022 11:52 Mikil skjálftavirkni mælist á Reykjanesskaga Nokkur skjálftavirkni hefur verið á Reykjanesskaga í kvöld og hafa mælst minnst þrír skjálftar um og yfir þremur að stærð. Að sögn náttúruvársérfræðings er um að ræða jarðskjálftahrinu sem hófst um klukkan 21:21 með skjálfta að stærð 3,9 um sjö kílómetrum norðaustur af Reykjanestá. Í kjölfarið komu allavega tveir aðrir skjálftar yfir þremur að stærð og töluverð smáskjálftavirkni. 12. apríl 2022 21:51 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni Sjá meira
Fylgjast grannt með jarðskjálftavirkni Töluverð jarðskjálftavirkni hefur verið við Fagradalsfjall og við gosstöðvarnar í Geldingadölum síðan í síðustu viku. Að minnsta kosti tveir jarðskjálftar yfir tveimur mældust á svæðinu í nótt og í morgun. Náttúruvársérfræðingur segir ekkert benda til þess að möguleg kvikusöfnun sé nálægt yfirborðinu en áfram er fylgst með jarðskjálftavirkni. 18. apríl 2022 11:06
Mögulegt að kvika sé að safnast fyrir undir yfirborðinu Dregið hefur úr virkninni á Reykjanestá eftir að jarðskjálftahrina hófst þar í gærkvöldi. Rúmlega 600 skjálftar hafa mælst í hrinunni, sá stærsti 3,9 að stærð. Náttúruvársérfræðingur segir að kvika sé mögulega að safnast fyrir undir jarðskorpunni en ekkert bendir til að hún sé á leið upp á yfirborðið að svo stöddu. 13. apríl 2022 11:52
Mikil skjálftavirkni mælist á Reykjanesskaga Nokkur skjálftavirkni hefur verið á Reykjanesskaga í kvöld og hafa mælst minnst þrír skjálftar um og yfir þremur að stærð. Að sögn náttúruvársérfræðings er um að ræða jarðskjálftahrinu sem hófst um klukkan 21:21 með skjálfta að stærð 3,9 um sjö kílómetrum norðaustur af Reykjanestá. Í kjölfarið komu allavega tveir aðrir skjálftar yfir þremur að stærð og töluverð smáskjálftavirkni. 12. apríl 2022 21:51