Ferðaþyrstir Íslendingar nenna ekki heim Lillý Valgerður Pétursdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 13. apríl 2022 22:58 Venju samkvæmt sækja fjölmargir Íslendingar í sólina á Kanaríeyjum. getty Isavia gerir ráð fyrir sex til sjö hundruð komum og brottförum á Keflavíkurflugvelli yfir páskana, frá síðasta laugardegi til annars í páskum. Þetta er margfalt á við það sem var í fyrra þegar kórónuveirufaraldurinn geisaði en þá voru komur og brottfarir um eitt hundrað um páskana. Vegna þessa fylltust til að mynda stæðin við Keflavíkurflugvöll í dag. Samkvæmt upplýsingum frá íslensku flugfélögunum er sólin vinsæl auk borgarferða og er þétt bókað í flest flugin um páskana. Einnig virðist sem mörgum sem komnir eru út líði vel því þeir eru sumir nú þegar hverjir búnir að framlengja ferðir sínar um nokkra daga. Einnig er töluvert um að erlendir ferðamenn séu að koma hingað til lands um páskana. Óvenjulítil umferð Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að umferðin á leið frá höfuðborgarsvæðinu sé nú töluvert minni rétt fyrir páska en undanfarin ár. Hann bætir við að töluverð umferð hafi þó verið í gær og hún verið nokkuð hröð. Til að mynda hafi fimmtán ökumenn verið teknir fyrir of hraðan akstur á Vesturlandsvegi. „Svo það virðist vera að þeir sem hafi verið að fara út úr bænum hafi tekið forskot á sæluna og farið aðeins á undan,“ sagði Árni í kvöldfréttum Stöðvar 2. Mjög gott færi sé víða um land, veðurspáin ágæt og það stefni í góða páska. Hann segir að fólk sé mikið að fara norður, á Vestfirði og þá sé mikil umferð á Suðurlandsvegi þar sem fólk geri sér leið í sumarhúsabyggðir. Þá hafi ekki síst verið töluverð umferð á Reykjanesbrautinni í átt að Keflavík. „Það er hitinn sem heillar og ég skil það vel,“ segir Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Ferðalög Samgöngur Umferð Páskar Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira
Vegna þessa fylltust til að mynda stæðin við Keflavíkurflugvöll í dag. Samkvæmt upplýsingum frá íslensku flugfélögunum er sólin vinsæl auk borgarferða og er þétt bókað í flest flugin um páskana. Einnig virðist sem mörgum sem komnir eru út líði vel því þeir eru sumir nú þegar hverjir búnir að framlengja ferðir sínar um nokkra daga. Einnig er töluvert um að erlendir ferðamenn séu að koma hingað til lands um páskana. Óvenjulítil umferð Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að umferðin á leið frá höfuðborgarsvæðinu sé nú töluvert minni rétt fyrir páska en undanfarin ár. Hann bætir við að töluverð umferð hafi þó verið í gær og hún verið nokkuð hröð. Til að mynda hafi fimmtán ökumenn verið teknir fyrir of hraðan akstur á Vesturlandsvegi. „Svo það virðist vera að þeir sem hafi verið að fara út úr bænum hafi tekið forskot á sæluna og farið aðeins á undan,“ sagði Árni í kvöldfréttum Stöðvar 2. Mjög gott færi sé víða um land, veðurspáin ágæt og það stefni í góða páska. Hann segir að fólk sé mikið að fara norður, á Vestfirði og þá sé mikil umferð á Suðurlandsvegi þar sem fólk geri sér leið í sumarhúsabyggðir. Þá hafi ekki síst verið töluverð umferð á Reykjanesbrautinni í átt að Keflavík. „Það er hitinn sem heillar og ég skil það vel,“ segir Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Ferðalög Samgöngur Umferð Páskar Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira