Atvinna er undirstaða velferðar í Fjarðabyggð Jón Björn Hákonarson skrifar 13. apríl 2022 19:01 Fjarðabyggð hefur í gegnum tíðina búið vel að því öfluga atvinnulífi sem hér er og eru fyrirtæki í Fjarðabyggð með þeim stærstu og öflugustu hérlendis á sviði í sjávarútvegi og álframleiðslu. Þá hafa minni og meðalstór fyrirtæki haslað sér hér völl í þjónustu við ýmsa atvinnustarfsemi á svæðinu og þar hefur orðið til mikil og öflug þekking sem nýtist samfélaginu hér vel sem og landinu öllu. Þegar kemur að öflugu atvinnulífi er nauðsynlegt að yfirvöld séu sífellt á vaktinni, hlúi vel að því atvinnulífi sem fyrir er, en einnig hugi að nýjum tækifærum sem skapast. Þar hefur Fjarðabyggð lengi verið framarlega í flokki. Við höfum verið opinn fyrir uppbyggingun nýrra atvinnutækifæra og má þar nefna t.d. fiskeldi og ferðaþjónustu sem á síðustu árum hefur byggst hratt upp í sveitarfélaginu. Framundan eru svo mörg tækifæri fyrir okkur. Eitt af þeim stærri er uppbygging á grænum orkugarði á Reyðarfirði en Fjarðabyggð hefur undanfarið ár unnið að því í samstarfi við danska fjárfestingasjóðinn CIP. Þarna er um risavaxið verkefni að ræða sem gæti, ef allt gengur upp, gert Fjarðabyggð að miðstöð orkuskipta á Íslandi, og mikilvægan hlekk í því að Íslendingar standi við alþjóðlegar skuldbindingar sínar þegar kemur að orkuskiptum. Grunnur hins græna orkugarðs sem hugmyndir eru uppi um á Reyðarfirði er framleiðsla á vetni. Við framleiðslu þess falla til hliðarafurðir s.s. súrefni og heitt vatn þannig að til getur orðið samfélag fyrirtækja sem kjósa að staðsetja sig á sama stað og nýta áðurnefndar hliðarafurðir. Þannig verður til hringrásarhagkerfi sem tryggir að þær orkuafurðir sem til verða séu fullnýttar og skapi þannig mikil verðmæti, jafnvel í samstarfi við fyrirtæki í Fjarðabyggð. Um leið gæti verkefnið spilað stórt hlutverk í að Íslandi verði kleift að standa við skuldbindingar um orkuskipti innanlands. Framtíðin er græn í Fjarðabyggð. Það er ánægjulegt til þess að vita að horft sé til Fjarðabyggðar sem samstarfaðila í slíku verkefni sem grænn orkugarður er. Það er enginn tilviljun. Bæjaryfirvöld, starfsmenn sveitarfélagsins og samfélagið allt hefur sýnt það að okkur er full treystandi sem samstarfaðila í slíkum verkefnum og til þess er horft. Störf án staðsetningar En þetta er ekki það eina. Samhliða þessu stóra verkefni þarf að huga að öðrum þáttum. Þar horfum við framsóknarmenn til þeirra tækifæra sem liggja í störfum án staðasetningar. Þrátt fyrir að COVID-19 hafi reynt á okkur öll og samfélagið í heild þá hefur faraldurinn engu að síður opnað augu okkar fyrir tækifærum sem voru fjarlæg áður. Þannig hefur ný sýn nú opnast á að hægt sé að sinna mörgum störfum óháð staðsetningu. Ungt fólk í dag horfir í ríkum mæli til þess að getað valið sér störf sem gera því kleift að búa á landsbyggðinni. Stjórnvöld hafa auk þess sett sér markmið í byggðaáætlun um að fjölga til muna störfum án staðsetningar, ljóst er að tryggja þarf að orð og efndir í þessum málum fari saman og halda þarf uppi þrýstingi á ríkisvaldið að hrinda þessum áformum í framkvæmd. En það er ekki nóg. Sveitarfélög um landið þurfa einnig að hafa nauðsynlega innviði til staðar svo þetta sé hægt. Þar á Fjarðabyggð að stíga sterkt til jarðar og tryggja að fólk sem kýs að búa hér, en vinna í fyrirtækjum eða stofnunum sem staðsett eru á höfuðborgarsvæðinu eða erlendis, eigi þess kost að sitjast hér að og hafa aðgang að þeirri vinnuaðstöðu sem nauðsynleg er. Uppbygging klasa eins og svo myndarlega hefur risið á Norðfirði í Múlanum, þarf að verða víðar og þar þurfa sveitarfélög og ríki að leggja hönd á plóg svo það megi verða að veruleika. Þar þurfa bæjaryfirvöld að koma inn í og vinna að slíku eins og kostur er í hverfum okkar. Framsókn vill öflugt og fjölbreytt atvinnulíf Framsókn í Fjarðabyggð vill halda áfram að renna styrkum stoðum undir hið öfluga atvinnulíf sem hér er að finna. Það er ljóst að tækifærin eru víða og við þurfum að halda áfram að skoða þau, vega og meta, og grípa þau sem okkur lýst vel á. Mikið hefur verið unnið í þessum málum undanfarin ár og nauðsynlegt að sú vinna haldi áfram. Framsókn í Fjarðabyggð vill halda áfram að leggja þar sitt af mörkum ef við fáum til þess stuðning í sveitarstjórnarkosningunum þann 14.maí nk. Höfundur er bæjarstjóri Fjarðabyggðar og situr í 1. sæti á framboðslista Framsóknarflokksins í Fjarðabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjarðabyggð Jón Björn Hákonarson Vinnumarkaður Skoðun: Kosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Fjarðabyggð hefur í gegnum tíðina búið vel að því öfluga atvinnulífi sem hér er og eru fyrirtæki í Fjarðabyggð með þeim stærstu og öflugustu hérlendis á sviði í sjávarútvegi og álframleiðslu. Þá hafa minni og meðalstór fyrirtæki haslað sér hér völl í þjónustu við ýmsa atvinnustarfsemi á svæðinu og þar hefur orðið til mikil og öflug þekking sem nýtist samfélaginu hér vel sem og landinu öllu. Þegar kemur að öflugu atvinnulífi er nauðsynlegt að yfirvöld séu sífellt á vaktinni, hlúi vel að því atvinnulífi sem fyrir er, en einnig hugi að nýjum tækifærum sem skapast. Þar hefur Fjarðabyggð lengi verið framarlega í flokki. Við höfum verið opinn fyrir uppbyggingun nýrra atvinnutækifæra og má þar nefna t.d. fiskeldi og ferðaþjónustu sem á síðustu árum hefur byggst hratt upp í sveitarfélaginu. Framundan eru svo mörg tækifæri fyrir okkur. Eitt af þeim stærri er uppbygging á grænum orkugarði á Reyðarfirði en Fjarðabyggð hefur undanfarið ár unnið að því í samstarfi við danska fjárfestingasjóðinn CIP. Þarna er um risavaxið verkefni að ræða sem gæti, ef allt gengur upp, gert Fjarðabyggð að miðstöð orkuskipta á Íslandi, og mikilvægan hlekk í því að Íslendingar standi við alþjóðlegar skuldbindingar sínar þegar kemur að orkuskiptum. Grunnur hins græna orkugarðs sem hugmyndir eru uppi um á Reyðarfirði er framleiðsla á vetni. Við framleiðslu þess falla til hliðarafurðir s.s. súrefni og heitt vatn þannig að til getur orðið samfélag fyrirtækja sem kjósa að staðsetja sig á sama stað og nýta áðurnefndar hliðarafurðir. Þannig verður til hringrásarhagkerfi sem tryggir að þær orkuafurðir sem til verða séu fullnýttar og skapi þannig mikil verðmæti, jafnvel í samstarfi við fyrirtæki í Fjarðabyggð. Um leið gæti verkefnið spilað stórt hlutverk í að Íslandi verði kleift að standa við skuldbindingar um orkuskipti innanlands. Framtíðin er græn í Fjarðabyggð. Það er ánægjulegt til þess að vita að horft sé til Fjarðabyggðar sem samstarfaðila í slíku verkefni sem grænn orkugarður er. Það er enginn tilviljun. Bæjaryfirvöld, starfsmenn sveitarfélagsins og samfélagið allt hefur sýnt það að okkur er full treystandi sem samstarfaðila í slíkum verkefnum og til þess er horft. Störf án staðsetningar En þetta er ekki það eina. Samhliða þessu stóra verkefni þarf að huga að öðrum þáttum. Þar horfum við framsóknarmenn til þeirra tækifæra sem liggja í störfum án staðasetningar. Þrátt fyrir að COVID-19 hafi reynt á okkur öll og samfélagið í heild þá hefur faraldurinn engu að síður opnað augu okkar fyrir tækifærum sem voru fjarlæg áður. Þannig hefur ný sýn nú opnast á að hægt sé að sinna mörgum störfum óháð staðsetningu. Ungt fólk í dag horfir í ríkum mæli til þess að getað valið sér störf sem gera því kleift að búa á landsbyggðinni. Stjórnvöld hafa auk þess sett sér markmið í byggðaáætlun um að fjölga til muna störfum án staðsetningar, ljóst er að tryggja þarf að orð og efndir í þessum málum fari saman og halda þarf uppi þrýstingi á ríkisvaldið að hrinda þessum áformum í framkvæmd. En það er ekki nóg. Sveitarfélög um landið þurfa einnig að hafa nauðsynlega innviði til staðar svo þetta sé hægt. Þar á Fjarðabyggð að stíga sterkt til jarðar og tryggja að fólk sem kýs að búa hér, en vinna í fyrirtækjum eða stofnunum sem staðsett eru á höfuðborgarsvæðinu eða erlendis, eigi þess kost að sitjast hér að og hafa aðgang að þeirri vinnuaðstöðu sem nauðsynleg er. Uppbygging klasa eins og svo myndarlega hefur risið á Norðfirði í Múlanum, þarf að verða víðar og þar þurfa sveitarfélög og ríki að leggja hönd á plóg svo það megi verða að veruleika. Þar þurfa bæjaryfirvöld að koma inn í og vinna að slíku eins og kostur er í hverfum okkar. Framsókn vill öflugt og fjölbreytt atvinnulíf Framsókn í Fjarðabyggð vill halda áfram að renna styrkum stoðum undir hið öfluga atvinnulíf sem hér er að finna. Það er ljóst að tækifærin eru víða og við þurfum að halda áfram að skoða þau, vega og meta, og grípa þau sem okkur lýst vel á. Mikið hefur verið unnið í þessum málum undanfarin ár og nauðsynlegt að sú vinna haldi áfram. Framsókn í Fjarðabyggð vill halda áfram að leggja þar sitt af mörkum ef við fáum til þess stuðning í sveitarstjórnarkosningunum þann 14.maí nk. Höfundur er bæjarstjóri Fjarðabyggðar og situr í 1. sæti á framboðslista Framsóknarflokksins í Fjarðabyggð.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar