Gamli turninn á Lækjartorgi fær nýtt hlutverk Fanndís Birna Logadóttir skrifar 12. apríl 2022 11:42 Turninn var upprunalega reistur á Lækjartorgi árið 1907 en fór í kjölfarið á nokkuð flakk áður en hann fékk aftur sinn sess á torginu árið 2010. Reykjavíkurborg Gamli söluturninn á Lækjartorgi, sem hefur lengi vel verið eitt helsta kennileiti miðbæjarins, fær nýtt hlutverk á næstunni þegar honum verður breytt í hljómturn en til stendur að gera turninn að miðpunkt tónlistar í miðbænum. Að því er kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg hefur veitingamaðurinn Guðfinnur Sölvi Karlsson tekið turninn á leigu í því skyni að gera hann að upplýsinga- og kynningarmiðstöð á íslenskri tónlist auk þess sem plötur verða seldar þar. „Hljómturninn verður opinn gestum og gangandi sem geta kíkt við, kynnt sér og verslað íslenska tónlist. Leigutaki mun hafa það að leiðarljósi að gæða miðborgina enn meira lífi. Hljómturninn verður áfangastaður fyrir áhugafólk og unnendur tónlistar, jafnt heimamenn og ferðamenn,“ segir í tilkynningunni. Guðfinnur ætlar sér meðal annars að auka lýsingu í turninum þar sem hugmyndin verður að ljós verði kveikt allan sólarhringinn.Mynd/Reykjavíkurborg Þá segir að Guðfinnur ætli að mála turninn og auka lýsingu í honum en hugmyndin er sú að hafa ljós þar kveikt allan sólarhringinn. Fór aftur á sinn stað fyrir rúmum áratugi Turninn sjálfur á sér aldargamla sögu en hann var upprunalega reistur sem söluturn á Lækjartorgi árið 1907. Tíu árum síðar fór hann á flakk og stóð lengst af á horni Kalkofnsvegar og Hverfisgötu. Árið 1972 eignaðist borgin síðan turninn og tæpum fjórum áratugum síðar, árið 2010, fékk hann aftur sinn sess á Lækjartorgi. „Ég fagna því að turninn sé kominn á sinn gamla stað. Hann er til prýði á torginu og mun örugglega vekja upp minningar í hugum margra borgarbúa,“ sagði Jón Gnarr, þáverandi borgarstjóri, þegar ákveðið var að flytja turninn á sinn gamla stað. Reykjavík Menning Tónlist Tengdar fréttir Gamli söluturninn fluttur aftur á Lækjatorg Borgarráð samþykkti á fundi sínum í morgun flutning gamla söluturnsins sem nú stendur í Mæðragarðinum aftur á Lækjartorg þar sem hann mun lífga upp á ásýnd miðborgarinnar. Á meðfylgjandi mynd má sjá hvar turninum 19. ágúst 2010 13:28 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Að því er kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg hefur veitingamaðurinn Guðfinnur Sölvi Karlsson tekið turninn á leigu í því skyni að gera hann að upplýsinga- og kynningarmiðstöð á íslenskri tónlist auk þess sem plötur verða seldar þar. „Hljómturninn verður opinn gestum og gangandi sem geta kíkt við, kynnt sér og verslað íslenska tónlist. Leigutaki mun hafa það að leiðarljósi að gæða miðborgina enn meira lífi. Hljómturninn verður áfangastaður fyrir áhugafólk og unnendur tónlistar, jafnt heimamenn og ferðamenn,“ segir í tilkynningunni. Guðfinnur ætlar sér meðal annars að auka lýsingu í turninum þar sem hugmyndin verður að ljós verði kveikt allan sólarhringinn.Mynd/Reykjavíkurborg Þá segir að Guðfinnur ætli að mála turninn og auka lýsingu í honum en hugmyndin er sú að hafa ljós þar kveikt allan sólarhringinn. Fór aftur á sinn stað fyrir rúmum áratugi Turninn sjálfur á sér aldargamla sögu en hann var upprunalega reistur sem söluturn á Lækjartorgi árið 1907. Tíu árum síðar fór hann á flakk og stóð lengst af á horni Kalkofnsvegar og Hverfisgötu. Árið 1972 eignaðist borgin síðan turninn og tæpum fjórum áratugum síðar, árið 2010, fékk hann aftur sinn sess á Lækjartorgi. „Ég fagna því að turninn sé kominn á sinn gamla stað. Hann er til prýði á torginu og mun örugglega vekja upp minningar í hugum margra borgarbúa,“ sagði Jón Gnarr, þáverandi borgarstjóri, þegar ákveðið var að flytja turninn á sinn gamla stað.
Reykjavík Menning Tónlist Tengdar fréttir Gamli söluturninn fluttur aftur á Lækjatorg Borgarráð samþykkti á fundi sínum í morgun flutning gamla söluturnsins sem nú stendur í Mæðragarðinum aftur á Lækjartorg þar sem hann mun lífga upp á ásýnd miðborgarinnar. Á meðfylgjandi mynd má sjá hvar turninum 19. ágúst 2010 13:28 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Gamli söluturninn fluttur aftur á Lækjatorg Borgarráð samþykkti á fundi sínum í morgun flutning gamla söluturnsins sem nú stendur í Mæðragarðinum aftur á Lækjartorg þar sem hann mun lífga upp á ásýnd miðborgarinnar. Á meðfylgjandi mynd má sjá hvar turninum 19. ágúst 2010 13:28