Ungt fólk streymir frá Rússlandi Samúel Karl Ólason skrifar 20. mars 2022 15:44 Ungt fólk hefur verið handtekið í þúsundatali fyrir mótmæli í Rússlandi síðan innrásin hófst. EPA/ANATOLY MALTSEV Ungt fólk streymir frá Rússlandi í tuga þúsunda tali. Stór hluti þessa hóps er menntaður og hefur unnið í tæknigeira Rússlands. Mörg þeirra hafa farið til Armeníu. Ríkisstjórn Vladimírs Pútíns hefur hert tökin nokkuð í Rússlandi. Mótmæli eru bönnuð og frjálsum fjölmiðlum hefur verið lokað í massavís. Þá hefur aðgangur að internetinu verið takmarkaður. Hægt er að dæma fólk í allt að fimmtán ára fangelsi fyrir að mótmæla innrásinni og eru þingmenn sagðir vinna að því að gera það ólöglegt að gagnrýna opinberar stofnanir. Ungir menn óttast líka að vera þvingaðir í herinn og látnir taka þátt í stríðinu í Úkraínu. Þá hafa refsiaðgerðir komið niður á þessu fólki því mörg þeirra störfuðu fyrir vestræn fyrirtæki í fjarvinnu. Eftir innrásina var þeim sagt upp. Í grein New York Times segir að fyrir innrás Rússa í um þrjú til fjögur þúsund Rússar hafi verið skráðir starfandi í Armeníu. Nú eru þeir um tuttugu þúsund og embættismenn segja þúsundir til viðbótar hafa farið í gegnum landið. Margir hafa einnig farið til og í gegnum Georgíu og Tyrkland. Tugir þúsunda eru sagðir leita leiða til að hefja nýtt líf annars staðar en í Rússlandi. Óttast móttökurnar Nokkrir viðmælendur blaðamanna NYT segja að munurinn milli kynslóða í Rússlandi hafi valdið erfiðleikum. Foreldrar þeirra og ömmur og afar hafi horft á ríkissjónvarpsstöðvar Rússlands og trúað því sem þeim væri sagt þar. Það leiddi til rifrilda og leiðinda. Þau óttast líka viðmótið sem þau munu fá annars staðar og hvort Rússar séu hataðir um heiminn allan. Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Armenía Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Láta bandarískan gísl lausan Erlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Fleiri fréttir Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Sjá meira
Ríkisstjórn Vladimírs Pútíns hefur hert tökin nokkuð í Rússlandi. Mótmæli eru bönnuð og frjálsum fjölmiðlum hefur verið lokað í massavís. Þá hefur aðgangur að internetinu verið takmarkaður. Hægt er að dæma fólk í allt að fimmtán ára fangelsi fyrir að mótmæla innrásinni og eru þingmenn sagðir vinna að því að gera það ólöglegt að gagnrýna opinberar stofnanir. Ungir menn óttast líka að vera þvingaðir í herinn og látnir taka þátt í stríðinu í Úkraínu. Þá hafa refsiaðgerðir komið niður á þessu fólki því mörg þeirra störfuðu fyrir vestræn fyrirtæki í fjarvinnu. Eftir innrásina var þeim sagt upp. Í grein New York Times segir að fyrir innrás Rússa í um þrjú til fjögur þúsund Rússar hafi verið skráðir starfandi í Armeníu. Nú eru þeir um tuttugu þúsund og embættismenn segja þúsundir til viðbótar hafa farið í gegnum landið. Margir hafa einnig farið til og í gegnum Georgíu og Tyrkland. Tugir þúsunda eru sagðir leita leiða til að hefja nýtt líf annars staðar en í Rússlandi. Óttast móttökurnar Nokkrir viðmælendur blaðamanna NYT segja að munurinn milli kynslóða í Rússlandi hafi valdið erfiðleikum. Foreldrar þeirra og ömmur og afar hafi horft á ríkissjónvarpsstöðvar Rússlands og trúað því sem þeim væri sagt þar. Það leiddi til rifrilda og leiðinda. Þau óttast líka viðmótið sem þau munu fá annars staðar og hvort Rússar séu hataðir um heiminn allan.
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Armenía Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Láta bandarískan gísl lausan Erlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Fleiri fréttir Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Sjá meira