„Mikilvægt að skoða sjálfan sig út frá því að maður er aldrei fullkominn“ Stefán Árni Pálsson skrifar 18. mars 2022 11:31 Róbert Aron Magnússon, Robbi Kronik, er kominn út í pólitíkina. Vísir/vilhelm Sumir segja að Róbert Aron Magnússon sé andlit Hip Hop senunnar á Íslandi. Flestir þekkja hann undir nafninu Robbi Kronik en hann hélt úti útvarpsþættinum Kronik í yfir tuttugu ár. Robbi er gestur vikunnar í Einkalífinu. Róbert er 47 ára og hefur marga fjöruna sopið á sinni lífsleið. Hann bjó í mörg ár í London þar sem hann rak meðal annars Búlluna þar í borg. Róbert hefur í gegnum árin öðlast ró í sínu lífi og segist vera orðinn betri manneskja. „Síðustu ár hef ég farið í rosalega mikla sjálfsskoðun. Það er mikilvægt að skoða sjálfan sig út frá því að maður er aldrei fullkominn. Ef maður tekur einhverja ákvörðun hér, var hún rétt eða röng. Eftir að ég varð fertugur þá fór ég að komast meira í sátt við sjálfan mig,“ segir Robbi og heldur áfram. „Kapphlaupið frá því að vera tuttugu og upp í fjörutíu ára er rosalega mikið og frekar mikið sjálfselskt ef maður getur sagt það. Eftir að maður verður fertugur fer maður að hugsa þetta svolítið öðruvísi og það hefur mér þótt svolítið gaman.“ Klippa: Einkalífið - Róbert Aron Magnússon Hann segist mögulega hafa verið hrokafullur í kringum tvítugsaldurinn og án efa barnalegur. „Þetta er bara hluti af því að maður hélt að maður vissi allt og það er bara hluti af þessu þroskaferli sem maður fer í gegnum. Svo er bara lífið, að fara í gegnum lífið er bara reynsla. Maður þarf að læra af mistökunum sem maður gerir í lífinu og það er skóli sem hefur hjálpað mér.“ Í þættinum hér að ofan ræðir Robbi einnig um upphaf Kronik, árin í London, veitingarbransann hér á landi og komandi prófkjör Sjálfstæðisflokksins en hann tekur sjálfur þátt í stjórnmálunum hér á landi í fyrsta sinn núna um helgina þar sem hann býður sig fram í 6.sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Einnig ræðir Robbi um samband sitt við Hólmfríði kærustuna sína og margt fleira. Einkalífið Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Fleiri fréttir Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Sjá meira
Robbi er gestur vikunnar í Einkalífinu. Róbert er 47 ára og hefur marga fjöruna sopið á sinni lífsleið. Hann bjó í mörg ár í London þar sem hann rak meðal annars Búlluna þar í borg. Róbert hefur í gegnum árin öðlast ró í sínu lífi og segist vera orðinn betri manneskja. „Síðustu ár hef ég farið í rosalega mikla sjálfsskoðun. Það er mikilvægt að skoða sjálfan sig út frá því að maður er aldrei fullkominn. Ef maður tekur einhverja ákvörðun hér, var hún rétt eða röng. Eftir að ég varð fertugur þá fór ég að komast meira í sátt við sjálfan mig,“ segir Robbi og heldur áfram. „Kapphlaupið frá því að vera tuttugu og upp í fjörutíu ára er rosalega mikið og frekar mikið sjálfselskt ef maður getur sagt það. Eftir að maður verður fertugur fer maður að hugsa þetta svolítið öðruvísi og það hefur mér þótt svolítið gaman.“ Klippa: Einkalífið - Róbert Aron Magnússon Hann segist mögulega hafa verið hrokafullur í kringum tvítugsaldurinn og án efa barnalegur. „Þetta er bara hluti af því að maður hélt að maður vissi allt og það er bara hluti af þessu þroskaferli sem maður fer í gegnum. Svo er bara lífið, að fara í gegnum lífið er bara reynsla. Maður þarf að læra af mistökunum sem maður gerir í lífinu og það er skóli sem hefur hjálpað mér.“ Í þættinum hér að ofan ræðir Robbi einnig um upphaf Kronik, árin í London, veitingarbransann hér á landi og komandi prófkjör Sjálfstæðisflokksins en hann tekur sjálfur þátt í stjórnmálunum hér á landi í fyrsta sinn núna um helgina þar sem hann býður sig fram í 6.sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Einnig ræðir Robbi um samband sitt við Hólmfríði kærustuna sína og margt fleira.
Einkalífið Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Fleiri fréttir Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Sjá meira