Gífurleg orka náttúrunnar færð yfir á strigann Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 9. mars 2022 12:31 Listakonan Guðrún Einarsdóttir á sýningu sinni Efnisland í NORR11. Ljósmyndari: Anna Kristín Óskarsdóttir/Aðsend Listakonan Guðrún Einarsdóttir opnaði sýninguna Efnisland síðastliðinn laugardag en hún sækir einstakan myndheim sinn í myndanir og form í kraftmikilli náttúru Íslands. Sýningin, sem er á vegum Listvals, er staðsett í NORR11 á Hverfisgötu 18. Óhefðbundnar myndanir og dýpt lita eru áberandi í verkum Guðrúnar.Ljósmyndari: Anna Kristín Óskarsdóttir/Aðsend Súrrealískir karakterar Verk Guðrúnar Einarsdóttur líkjast óneitanlega landslagsmálverki við fyrstu sýn. Þegar nær er komið sýna þau hins vegar súrrealískan karakter með óhefðbundnum myndunum og dýpt lita. Innan marka strigans birtist hin gífurlega orka náttúrunnar á einstakan hátt, þar sem efniviður málverksins, olían og bindi- og leysiefnin eru vakin upp. Verk Guðrúnar fá áhorfendur til að staldra við strigann.Ljósmyndari: Anna Kristín Óskarsdóttir/Aðsend Innra líf þeirra og efnasambönd eru stýrð af listamanninum. Guðrún skapar þannig umgjörð fyrir lífrænt ferli sem svipar til náttúrunnar og fær áhorfandann til að nema staðar við strigann og virða fyrir sér efnislandslagið. Meðal verka Guðrúnar á sýningunni Efnisland.Ljósmyndari: Anna Kristín Óskarsdóttir/Aðsend Efnafræðin tengd listinni Guðrún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga á undanförnum tveimur áratugum ásamt því að hafa sýnt einkasýningar bæði hér heima og erlendis. Hún stundaði nám í málaradeild og fjöltæknideild Myndlistar- og Handíðaskóla Íslands á níunda áratugnum en ásamt því hefur hún tekið námskeið í efnafræði síðar á ferlinum. Listaverk Guðrúnar vinna vel með umhverfinu í NORR11.Ljósmyndari: Anna Kristín Óskarsdóttir/Aðsend Það verður að segjast að efnafræðin og myndlistin myndi virkilega áhugaverða blöndu sem kemur fram á svo einstakan hátt í listsköpun Guðrúnar. Sýningin stendur til 11. apríl næstkomandi. Myndlist Menning Tengdar fréttir Beint úr iðrum hins kvenlæga veruleika Gjörningaklúbburinn stendur fyrir sýningunni Seiglu í NORR11 á Hverfisgötu. Sýningin mun standa til fyrsta mars næstkomandi og er unnin í samvinnu við Listval. 22. febrúar 2022 15:30 Listval opnaði sýningarrými í Hörpu Listval opnaði sýningarrými í Hörpu á laugardag og var fullt í rýminu alla helgina. Rými Listvals er á fyrstu hæð og sjást því litrík og falleg listaverk vel út um gluggana framan á Hörpu. 6. desember 2021 15:00 Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Michael Madsen er látinn Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Kerlingarfjöll: Ævintýri á hálendi Íslands Lífið samstarf Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Óhefðbundnar myndanir og dýpt lita eru áberandi í verkum Guðrúnar.Ljósmyndari: Anna Kristín Óskarsdóttir/Aðsend Súrrealískir karakterar Verk Guðrúnar Einarsdóttur líkjast óneitanlega landslagsmálverki við fyrstu sýn. Þegar nær er komið sýna þau hins vegar súrrealískan karakter með óhefðbundnum myndunum og dýpt lita. Innan marka strigans birtist hin gífurlega orka náttúrunnar á einstakan hátt, þar sem efniviður málverksins, olían og bindi- og leysiefnin eru vakin upp. Verk Guðrúnar fá áhorfendur til að staldra við strigann.Ljósmyndari: Anna Kristín Óskarsdóttir/Aðsend Innra líf þeirra og efnasambönd eru stýrð af listamanninum. Guðrún skapar þannig umgjörð fyrir lífrænt ferli sem svipar til náttúrunnar og fær áhorfandann til að nema staðar við strigann og virða fyrir sér efnislandslagið. Meðal verka Guðrúnar á sýningunni Efnisland.Ljósmyndari: Anna Kristín Óskarsdóttir/Aðsend Efnafræðin tengd listinni Guðrún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga á undanförnum tveimur áratugum ásamt því að hafa sýnt einkasýningar bæði hér heima og erlendis. Hún stundaði nám í málaradeild og fjöltæknideild Myndlistar- og Handíðaskóla Íslands á níunda áratugnum en ásamt því hefur hún tekið námskeið í efnafræði síðar á ferlinum. Listaverk Guðrúnar vinna vel með umhverfinu í NORR11.Ljósmyndari: Anna Kristín Óskarsdóttir/Aðsend Það verður að segjast að efnafræðin og myndlistin myndi virkilega áhugaverða blöndu sem kemur fram á svo einstakan hátt í listsköpun Guðrúnar. Sýningin stendur til 11. apríl næstkomandi.
Myndlist Menning Tengdar fréttir Beint úr iðrum hins kvenlæga veruleika Gjörningaklúbburinn stendur fyrir sýningunni Seiglu í NORR11 á Hverfisgötu. Sýningin mun standa til fyrsta mars næstkomandi og er unnin í samvinnu við Listval. 22. febrúar 2022 15:30 Listval opnaði sýningarrými í Hörpu Listval opnaði sýningarrými í Hörpu á laugardag og var fullt í rýminu alla helgina. Rými Listvals er á fyrstu hæð og sjást því litrík og falleg listaverk vel út um gluggana framan á Hörpu. 6. desember 2021 15:00 Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Michael Madsen er látinn Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Kerlingarfjöll: Ævintýri á hálendi Íslands Lífið samstarf Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Beint úr iðrum hins kvenlæga veruleika Gjörningaklúbburinn stendur fyrir sýningunni Seiglu í NORR11 á Hverfisgötu. Sýningin mun standa til fyrsta mars næstkomandi og er unnin í samvinnu við Listval. 22. febrúar 2022 15:30
Listval opnaði sýningarrými í Hörpu Listval opnaði sýningarrými í Hörpu á laugardag og var fullt í rýminu alla helgina. Rými Listvals er á fyrstu hæð og sjást því litrík og falleg listaverk vel út um gluggana framan á Hörpu. 6. desember 2021 15:00
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“