„Verður gaman að sjá því Patti tapar varla fyrir Val“ Sindri Sverrisson skrifar 2. mars 2022 16:10 Patreki Jóhannessyni og hans mönnum er vandi á höndum en þeir hafa ekki unnið leik á þessu ári. vísir/hulda margrét Strákarnir í Seinni bylgjunni fóru yfir stöðuna fyrir 17. umferð Olís-deildar karla í handbolta og ræddu meðal annars um það tak sem að Patrekur Jóhannesson virðist hafa á Val undir stjórn Snorra Steins Guðjónssonar. Valur og Stjarnan mætast í stórleik 17. umferðarinnar á Hlíðarenda annað kvöld, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Patrekur hefur fagnað sigri í síðustu níu leikjum sínum í röð gegn Snorra hjá Val, fyrst sem þjálfari Selfoss og svo sem þjálfari Stjörnunnar. Ásgeir Örn Hallgrímsson tippaði á að tíundi sigurinn í röð kæmi hjá Patreki á morgun, þrátt fyrir slæmt gengi Stjörnunnar að undanförnu. „Stjarnan er á erfiðum stað núna, búin að taka svolítið af tapleikjum í röð. Það eru miklar sveiflur í leikjum hjá þeim og þeir finna ekki jafnvægi. Það verður samt gaman að sjá þetta því Patti tapar varla fyrir Val. Hann hefur eitthvað tak þar,“ sagði Ásgeir í upphitun Seinni bylgjunnar sem sjá má hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Upphitun fyrir 17. umferð Stjarnan tapaði gegn Selfossi á sunnudaginn, 27-26, á meðan að Valur valtaði yfir KA, 33-20. „Hraðinn hjá Val er ískyggilegur. Það verður verkefni fyrir Patta að ráða við það hvað þeir refsa rosalega með þessum hraða,“ sagði Stefán Árni Pálsson. Ásgeir svaraði: „Það hefst náttúrulega með því að vera agaður og skynsamur í sóknarleiknum, og ná helst skoti í hverri einustu sókn. Við sáum svolítið á móti Selfossi að Stjarnan gerði tæknifeila, þegar reynt var að troða boltanum inn á Þórð Tandra, sem var góður en þeir voru aðeins of mikið að leita að honum, og ef þeir fara í þetta þá strauja Valsmenn þá gjörsamlega með hraðanum.“ 17. umferð Olís-deildar karla Fimmtudagur, 3. mars 18.00 ÍBV – Fram 19.30 Grótta – Selfoss 19.30 Víkingur – Afturelding 19.30 HK – Haukar 20.00 Valur – Stjarnan (Stöð 2 Sport) Föstudagur, 4. mars 18.00 KA – FH (Stöð 2 Sport) 20.00 Seinni bylgjan á Stöð 2 Sport Seinni bylgjan Stjarnan Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Valur og Stjarnan mætast í stórleik 17. umferðarinnar á Hlíðarenda annað kvöld, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Patrekur hefur fagnað sigri í síðustu níu leikjum sínum í röð gegn Snorra hjá Val, fyrst sem þjálfari Selfoss og svo sem þjálfari Stjörnunnar. Ásgeir Örn Hallgrímsson tippaði á að tíundi sigurinn í röð kæmi hjá Patreki á morgun, þrátt fyrir slæmt gengi Stjörnunnar að undanförnu. „Stjarnan er á erfiðum stað núna, búin að taka svolítið af tapleikjum í röð. Það eru miklar sveiflur í leikjum hjá þeim og þeir finna ekki jafnvægi. Það verður samt gaman að sjá þetta því Patti tapar varla fyrir Val. Hann hefur eitthvað tak þar,“ sagði Ásgeir í upphitun Seinni bylgjunnar sem sjá má hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Upphitun fyrir 17. umferð Stjarnan tapaði gegn Selfossi á sunnudaginn, 27-26, á meðan að Valur valtaði yfir KA, 33-20. „Hraðinn hjá Val er ískyggilegur. Það verður verkefni fyrir Patta að ráða við það hvað þeir refsa rosalega með þessum hraða,“ sagði Stefán Árni Pálsson. Ásgeir svaraði: „Það hefst náttúrulega með því að vera agaður og skynsamur í sóknarleiknum, og ná helst skoti í hverri einustu sókn. Við sáum svolítið á móti Selfossi að Stjarnan gerði tæknifeila, þegar reynt var að troða boltanum inn á Þórð Tandra, sem var góður en þeir voru aðeins of mikið að leita að honum, og ef þeir fara í þetta þá strauja Valsmenn þá gjörsamlega með hraðanum.“ 17. umferð Olís-deildar karla Fimmtudagur, 3. mars 18.00 ÍBV – Fram 19.30 Grótta – Selfoss 19.30 Víkingur – Afturelding 19.30 HK – Haukar 20.00 Valur – Stjarnan (Stöð 2 Sport) Föstudagur, 4. mars 18.00 KA – FH (Stöð 2 Sport) 20.00 Seinni bylgjan á Stöð 2 Sport
Fimmtudagur, 3. mars 18.00 ÍBV – Fram 19.30 Grótta – Selfoss 19.30 Víkingur – Afturelding 19.30 HK – Haukar 20.00 Valur – Stjarnan (Stöð 2 Sport) Föstudagur, 4. mars 18.00 KA – FH (Stöð 2 Sport) 20.00 Seinni bylgjan á Stöð 2 Sport
Seinni bylgjan Stjarnan Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni