Sorphirða í borginni á eftir áætlun vegna tíðarfars og veikinda Fanndís Birna Logadóttir skrifar 1. mars 2022 15:38 Sorphirða í Reykjavík hefur tafist nokkuð undanfarnar vikur, bæði vegna veðurs og veikinda. Mynd/Aðsend Borgarbúar hafa margir hverjir orðið varir við tafir á sorphirðu í Reykjavík en ýmsir þættir spila þar inn í, svo sem veður og Covid veikindi. Upplýsingafulltrúi hjá borginni segir starfsfólk vinna eftir fremsta megni við að koma sorphirðunni aftur á áætlun en ákveðnir óvissuþættir eru enn til staðar. Sorphirða í Reykjavík er nú talsvert á eftir áætlun en starfsfólk sorphirðunnar vinnur nú eftir fremsta megni við að ná áætlun. Inga Rún Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi hjá Reykjavíkurborg, segir snjó, veikindi og ófærð gera það að verkum að sorphirða hefur tafist. „Við erum búin að vinna alla laugardaga frá áramótum fyrir utan einn. Það hefur vantað um 20% starfsfólks vegna Covid-veikinda síðastliðnar þrjár vikur en vonandi fer að rétta úr því næstu daga,“ segir Inga Rún í svari við fyrirspurn fréttastofu. Hún segir að nú sé unnið samkvæmt dagatali í almennu heimilissorpi, það er gráa tunnan, en ákveðið var að sleppa einni umferð í pappír og plasti, bláu og grænu tunnurnar, til að leggja áherslu á almenna heimilissorpið. „Núna er einn bíll farinn í endurvinnsluúrganginn en venjulegast eru það fjórir bílar sem sækja hann heim til fólks. Síðustu þrjár vikur hafa allir bílar verið í því að hirða blandaða úrganginn í gráu tunnunni því það er það sem fólk getur ekki losnað við annars staðar,“ segir Inga Rún en fólk hefur möguleika á að fara sjálft með pappír og plast á grenndarstöðvar eða endurvinnslustöðvar. Komast stundum ekki að tunnunum Almennt er hirðan á almennu heimilissorpi á áætlun en þó hefur þurft að skilja tunnur eftir vegna tíðarfarsins, þar sem starfsfólk hefur ekki komist að tunnum og sorpgeymslum vegna snjófarga inni á lóðum og bílum sem er illa lagt. „Við erum að vinna samkvæmt sorphirðudagatalinu í öllum flokkum og erum að gera okkar besta til að standast áætlunina. Tilkynningar um frávik verða settar inn á vef sorphirðunnar https://reykjavik.is/sorphirda. Óvissuþættirnir eru Covid og veðrið,“ segir Inga Rún. Hún biðlar til fólks að ganga vel frá sorpi til að hirðan gangi sem best. „Starfsfólk sorphirðunnar þakkar íbúum fyrir þolinmæði og tillitsemi í þessum aðstæðum sem hafa ríkt að undanförnu.“ Veður Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Sorphirða í Reykjavík er nú talsvert á eftir áætlun en starfsfólk sorphirðunnar vinnur nú eftir fremsta megni við að ná áætlun. Inga Rún Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi hjá Reykjavíkurborg, segir snjó, veikindi og ófærð gera það að verkum að sorphirða hefur tafist. „Við erum búin að vinna alla laugardaga frá áramótum fyrir utan einn. Það hefur vantað um 20% starfsfólks vegna Covid-veikinda síðastliðnar þrjár vikur en vonandi fer að rétta úr því næstu daga,“ segir Inga Rún í svari við fyrirspurn fréttastofu. Hún segir að nú sé unnið samkvæmt dagatali í almennu heimilissorpi, það er gráa tunnan, en ákveðið var að sleppa einni umferð í pappír og plasti, bláu og grænu tunnurnar, til að leggja áherslu á almenna heimilissorpið. „Núna er einn bíll farinn í endurvinnsluúrganginn en venjulegast eru það fjórir bílar sem sækja hann heim til fólks. Síðustu þrjár vikur hafa allir bílar verið í því að hirða blandaða úrganginn í gráu tunnunni því það er það sem fólk getur ekki losnað við annars staðar,“ segir Inga Rún en fólk hefur möguleika á að fara sjálft með pappír og plast á grenndarstöðvar eða endurvinnslustöðvar. Komast stundum ekki að tunnunum Almennt er hirðan á almennu heimilissorpi á áætlun en þó hefur þurft að skilja tunnur eftir vegna tíðarfarsins, þar sem starfsfólk hefur ekki komist að tunnum og sorpgeymslum vegna snjófarga inni á lóðum og bílum sem er illa lagt. „Við erum að vinna samkvæmt sorphirðudagatalinu í öllum flokkum og erum að gera okkar besta til að standast áætlunina. Tilkynningar um frávik verða settar inn á vef sorphirðunnar https://reykjavik.is/sorphirda. Óvissuþættirnir eru Covid og veðrið,“ segir Inga Rún. Hún biðlar til fólks að ganga vel frá sorpi til að hirðan gangi sem best. „Starfsfólk sorphirðunnar þakkar íbúum fyrir þolinmæði og tillitsemi í þessum aðstæðum sem hafa ríkt að undanförnu.“
Veður Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira