Börn og guðir í senn Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 25. febrúar 2022 14:58 Börn gáfu nýverið út sína fyrstu útgáfu í um sex ár. Tveir af meðlimum Barna mynda dúettinn Guðir hins nýja tíma. Börn Fannar Örn Karlsson og Júlíana Kristín Jóhannsdóttir mynda diskó-paunk dúettinn Guði hins nýja tíma en eru jafnframt tveir af fjórum meðlimum drungapaunksveitarinnar Barna, sem hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir gotaskotið síðpönk sitt og almenn drungalegheit. Báðar sveitir standa í útgáfustússi um þessar mundir, en í dag kemur út kassettuútgáfa Guða hins nýja tíma, Ég er ekki pervert ég er spæjari. Kemur hún út á vegum Ægisbrautar Records, sem grasrótargumpar og gæðablóð á Akranesi standa á bak við. Í vikunni gáfu téðir Guðir einnig út tónlistarmyndband við lagið Kysstu mig, kvikað af Fannari sjálfum. Alexandra Ingvarsdóttir og Anna Guðný Gröndal mynda auk þeirra Fannars og Júlíönu sveitina Börn. Þau hafa látið tiltölulega lítið fyrir sér fara undanfarin ár en í síðasta mánuði kom út breiðskífan Drottningar dauðans á vegum Iron Lung í Seattle, þeirra fyrsta útgáfa síðan árið 2015. Platan seldist upp hjá útgefanda á aðeins tveimur vikum en enn er hægt að næla sér í eintök í flestum betri plötuverslunum landsins. Börn sendu um svipað leyti frá sér tónlistarmyndband við lagið Vonin er drepin, þar sem meðlimir rúnta um og rokka í útúrsveigðri sjálfrennireið sveitarinnar. Það er því „nóg er að gera hjá þessum tveimur glæsivörtum íslensku tónlistarsenunnar,“ eins og Fannar komst að orði. Og er það ekki orðum ofaukið, eftir hann liggja til að mynda átta útgáfur á árinu 2021. Mest lesið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Rick Davies í Supertramp er látinn Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Báðar sveitir standa í útgáfustússi um þessar mundir, en í dag kemur út kassettuútgáfa Guða hins nýja tíma, Ég er ekki pervert ég er spæjari. Kemur hún út á vegum Ægisbrautar Records, sem grasrótargumpar og gæðablóð á Akranesi standa á bak við. Í vikunni gáfu téðir Guðir einnig út tónlistarmyndband við lagið Kysstu mig, kvikað af Fannari sjálfum. Alexandra Ingvarsdóttir og Anna Guðný Gröndal mynda auk þeirra Fannars og Júlíönu sveitina Börn. Þau hafa látið tiltölulega lítið fyrir sér fara undanfarin ár en í síðasta mánuði kom út breiðskífan Drottningar dauðans á vegum Iron Lung í Seattle, þeirra fyrsta útgáfa síðan árið 2015. Platan seldist upp hjá útgefanda á aðeins tveimur vikum en enn er hægt að næla sér í eintök í flestum betri plötuverslunum landsins. Börn sendu um svipað leyti frá sér tónlistarmyndband við lagið Vonin er drepin, þar sem meðlimir rúnta um og rokka í útúrsveigðri sjálfrennireið sveitarinnar. Það er því „nóg er að gera hjá þessum tveimur glæsivörtum íslensku tónlistarsenunnar,“ eins og Fannar komst að orði. Og er það ekki orðum ofaukið, eftir hann liggja til að mynda átta útgáfur á árinu 2021.
Mest lesið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Rick Davies í Supertramp er látinn Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“