Elísabet og Steinar Bragi tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Atli Ísleifsson skrifar 24. febrúar 2022 11:47 Elísabet Jökulsdóttir og Steinar Bragi. Forlagið Rithöfundarnir Elísabet Jökulsdóttir og Steinar Bragi eru í hópi þeirra fjórtán höfunda sem hafa verið tilnefndir til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Verðlaunin verða hafhent í Helsinki í Finnlandi 1. nóvember. Elísabet er tilnefnd fyrir Aprílsólarkulda og Steinar Bragi fyrir Truflunina. Í tilkynningu á vef Norðurlandaráðs segir að ást, vald og það að vera utangarðs séu á meðal gegnumgangandi stefja í þeim norrænu skáldsögum og ljóðabókum sem tilnefndar eru að þessu sinni. „Hin sterku bókmenntaverk sem tilnefnd eru í ár einkennast meðal annars af munúð, auk þess sem leyndardómar lostans eru gerðir áþreifanlegir með sögulegri og ljóðrænni nálgun og í lokuðum rýmum. Á meðal viðfangsefna höfundanna tilnefndu eru lífsmynstur í takt við náttúruna, tímaferðalög og fólk sem lifir í einsemd. Bæði í prósa og ofsafenginni ljóðlist. Einnig er fjallað um sársauka norðurslóða og sérstakar landfræðipólitískar kringumstæður, auk breytilegra skilyrða lífsins sem tekið geta á sig óvæntar myndir, sársaukafullar og lágstemmdar,“ segir í tilkynningunni. Hér eru verkin sem tilnefnd eru til bókmenntaverðlaunanna í ár: Danmörk Om udregning af rumfang (I, II og III) eftir Solvej Balle. Skáldsaga. Adam i Paradis eftir Rakel Haslund-Gjerrild. Skáldsaga. Finnland Eunukki eftir Kristinu Carlson. Skáldsaga. Skáldsaga, Otava, 2020. Röda rummet eftir Kaj Korkea-aho. Skáldsaga. Förlaget M, 2021. Færeyjar Sólgarðurin eftir Beini Bergsson. Ljóðabók. Forlagið Eksil, 2021. Grænland Arkhticós Dolorôs eftir Jessie Kleemann. Ljóðabók. Forlaget Arena, 2021. Ísland Truflunin eftir Steinar Braga. Skáldsaga. Forlagið, 2020. Aprílsólarkuldi eftir Elísabetu Jökulsdóttur. Skáldsaga. Forlagið, 2020. Noregur Dette er G eftir Inghill Johansen. Skáldsaga. Forlaget Oktober, 2021. Jente, 1983 eftir Linn Ullmann. Skáldsaga. Forlaget Oktober, 2021. Samíska málsvæðið Beaivváš mánát eftir Mary Ailonieida Sombán Mari. Ljóðabók. Svíþjóð Löpa varg eftir Kerstin Ekman. Skáldsaga. Albert Bonniers Förlag, 2021. Den dagen den sorgen eftir Jesper Larsson. Skáldsaga. Nirstedt/litteratur, 2021… Álandseyjar Hem eftir Karin Erlandsson. Skáldsaga. Schildts & Söderströms og Bokförlaget F… Dómnefndir skipaðar fulltrúum frá löndunum hafa tilnefnt verk til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2022. Þetta verður í sextugasta sinn sem verðlaunin verða afhent. Bókmenntir Norðurlandaráð Menning Íslendingar erlendis Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Í tilkynningu á vef Norðurlandaráðs segir að ást, vald og það að vera utangarðs séu á meðal gegnumgangandi stefja í þeim norrænu skáldsögum og ljóðabókum sem tilnefndar eru að þessu sinni. „Hin sterku bókmenntaverk sem tilnefnd eru í ár einkennast meðal annars af munúð, auk þess sem leyndardómar lostans eru gerðir áþreifanlegir með sögulegri og ljóðrænni nálgun og í lokuðum rýmum. Á meðal viðfangsefna höfundanna tilnefndu eru lífsmynstur í takt við náttúruna, tímaferðalög og fólk sem lifir í einsemd. Bæði í prósa og ofsafenginni ljóðlist. Einnig er fjallað um sársauka norðurslóða og sérstakar landfræðipólitískar kringumstæður, auk breytilegra skilyrða lífsins sem tekið geta á sig óvæntar myndir, sársaukafullar og lágstemmdar,“ segir í tilkynningunni. Hér eru verkin sem tilnefnd eru til bókmenntaverðlaunanna í ár: Danmörk Om udregning af rumfang (I, II og III) eftir Solvej Balle. Skáldsaga. Adam i Paradis eftir Rakel Haslund-Gjerrild. Skáldsaga. Finnland Eunukki eftir Kristinu Carlson. Skáldsaga. Skáldsaga, Otava, 2020. Röda rummet eftir Kaj Korkea-aho. Skáldsaga. Förlaget M, 2021. Færeyjar Sólgarðurin eftir Beini Bergsson. Ljóðabók. Forlagið Eksil, 2021. Grænland Arkhticós Dolorôs eftir Jessie Kleemann. Ljóðabók. Forlaget Arena, 2021. Ísland Truflunin eftir Steinar Braga. Skáldsaga. Forlagið, 2020. Aprílsólarkuldi eftir Elísabetu Jökulsdóttur. Skáldsaga. Forlagið, 2020. Noregur Dette er G eftir Inghill Johansen. Skáldsaga. Forlaget Oktober, 2021. Jente, 1983 eftir Linn Ullmann. Skáldsaga. Forlaget Oktober, 2021. Samíska málsvæðið Beaivváš mánát eftir Mary Ailonieida Sombán Mari. Ljóðabók. Svíþjóð Löpa varg eftir Kerstin Ekman. Skáldsaga. Albert Bonniers Förlag, 2021. Den dagen den sorgen eftir Jesper Larsson. Skáldsaga. Nirstedt/litteratur, 2021… Álandseyjar Hem eftir Karin Erlandsson. Skáldsaga. Schildts & Söderströms og Bokförlaget F… Dómnefndir skipaðar fulltrúum frá löndunum hafa tilnefnt verk til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2022. Þetta verður í sextugasta sinn sem verðlaunin verða afhent.
Bókmenntir Norðurlandaráð Menning Íslendingar erlendis Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“